Goðasteinn - 01.09.2001, Page 361
Goðasteinn 2001
Látnir 2000
Oddný Guðríður Eyjólfsdóttir
frá Læk
Að Guðríði stóðu borgfirskar ættir,
foreldrar hennar voru hjónin Halldóra
Guðrún Jónsdóttir fædd í Trönu í Borg-
arfirði og Eyjólfur Erlendsson fæddur í
Rjúpnaseli í Hraunhreppi, Mýrasýslu,
bóndi í Brautarholti, jafnan kallað Alft-
árstekkur í Hraunhreppi. Þar fæddist
hún þann E apríl árið 1911 inn í stóran
systkinahóp. Þriggja ára gamalli var
henni komið fyrir hjá vandalausum og
dvaldist hún á ýmsum stöðum í Mýra-
sýslu allt til tvítugs.
Þegar hún var 11 ára, árið 1922 and-
aðist faðir hennar og líkt og þá tíðk-
aðist var heimilinu tvístrað og móður
og börnum komið fyrir hjá vanda-
lausum. Vissulega hefur viðskilnað-
urinn við foreldra og systkini mótaði
hana og kannski ekki síst aðstaða
móður hennar og systkina eftir föður-
missinn. Það má því með sanni segja
að menntun hafi hún hlotið í skóla lífs-
ins. Alla ævi var það siður hennar
sjálfrar að skila sínu dagsverki þannig
J að sómi væri að. Náið sambýli við hús-
dýrin og náttúruna hefur án efa mótað
skapferli hennar þegar í æsku og skerpt
athyglisgáfuna.
Rúmlega tvítug að aldri fór hún til
Margrétar elstu systur sinnar sem þá
hafði skömmu áður fluttst ásamt eigin-
manni sínum Sigfúsi Davíðssyni að
Læk í Holtum, en þau höfðu fest kaup
á jörðinni örlitlu áður, og frá henni fór
hún ekki aftur. Hjartahlýja Margrétar
húsfreyju á Læk var víðkunn og að
Guðríði systur sinni hlúði hún á allan
þann hátt sem hún gat. Með árunum
nutu þær hvor annarrar, ekki síst þegar
aldurinn færðist yfir og þrek minnkaði,
- þá áttu þær hvor aðra að.
Þau Margrét og Sigfús héldu uppi
búskap á Læk allt til ársins 1972, en þá
tók sonur þeirra Pálmi við búskapnum,
en þau og Guðríður áttu sitt vísa skjól
hjá honum og Vigdísi konu hans.
Árið 1982 fluttist hún ásamt þeim
hjónum, Margréti og Sigfúsi, að Sel-
fossi en öll sumur voru þau á Læk, þar
sem þau áttu jafnan sína aðstöðu. Sig-
fús andaðist í mars 1985, og bjuggu þá
þær systur saman allt þar til þrek Mar-
grétar þvarr til að annast heimilið og
Guðríður fluttist aftur að Læk til Pálma
og Vigdísar og naut skjóls hjá þeim þar
til hún flutti að dvalarheimilinu Lundi,
en Margrét andaðist í Hafnarfirði í
mars 1996.
Búskapurinn á Læk og umsýslan við
uppeldi barnanna þar á bæ var ævistarf
Guðríðar. Þar undi hún við hlið systur
sinnar og fjölskyldunnar sátt við sitt
hlutskipti og andi einingar og heimil-
ishlýju umvafði alla er þangað sótti
-359-