Goðasteinn - 01.09.2001, Síða 363
Goðasteinn 2001
Látnir 2000
Páll Valdason frá Ytri-Skógum A.-
Eyjafjöllum, Sólvangi, Hafnarfirði.
Páll fæddist 14. júní 1900 foreldrum
sínum Valda Jónssyni og Halldóru
Pálsdóttur í Steinum. Þá voru þar 8
heimili með fjölmenni á Steinabæj-
um.Faðir hans var af dugmikilli kjarna-
ætt sem barst undir Eyjafjöll úr Skafta-
fellssýslu í Skaftáreldum 1783. Hall-
dóra var bróðurdóttir Eiríks Olafssonar
á Brúnum sem Halldór Laxness nefnir
Steinar bónda á Steinum undir Steina-
hlíðum. Páll faðir hennar bjó í Hellna-
hóli, giftur Sigríði Jónsdóttur af þekktri
prestaætt í Skaftafellssýslum.
Halldóra lést af barnsförum við fæð-
ingu Páls. Hann átti þá eina alsystur og
eina hálfsystur, en Valdi faðir hans
varð síðar mikill ættfaðir í Vestmanna-
eyjum. Af 8 börnum hans lifir ein syst-
ir, Guðbjörg Kristjana Halldóra Páls-
dóttir. Kornabarn var Páll tekin í fóstur
að Raufarfelli til Ólafar Ólafsdóttur og
sonar hennar, Páls Bárðarsonar. Sagt er
að Páll hafi unnið það heit er hann
barðist fyrir lífi sínu á skipskili við
Vestmannaeyjar þann 16. maí 1901, þar
sem 27 manns drukknuðu, að taka að
sér uppfóstur Páls og efndi það vel.
Páll Bárðarson giftist Margréti Odds-
dóttur frá Ytri-Skógum árið 1904.
Sama ár hófu þau búskap þar í vestur-
bænum. Fóstursonurinn hlaut hjá þeim
ástríkt uppeldi, og snemma kom fram
hve vinnusamur hann var og laghentur
við öll störf. Fósturheimilinu vann
hann af mikilli trúmennsku. Páll var
mikill fríðleiksmaður, glaðsinna, góður
söngmaður, söng í Eyvindarhólakirkju
og á harmonikku spilaði hann af mikilli
list. Hann efldi gleði og skemmtun á
öllum mannfundum. Ungur fór hann á
vertíðir til Vestmannaeyja og vann
einnig í Hafnarfirði við bifreiðaakstur
og múrverk.
Arið 1938 eignaðist hann soninn
Kjartan Hrein með Sigurbjörgu Böðv-
arsdóttur frá Bólstað í Mýrdal, þá
kaupakonu í Ytri-Skógum. Kjartan
Hreinn lést í slysi 1977.
Fyrri konu sinni, Sigrúnu Jónsdótt-
ur, giftist Páll 1944 og sama ár hófu
þau búskap í Ytri-Skógum, þar sem
Páll var bústjóri á sameinuðum Skóga-
jörðum uns Rangárvallasýsla og
Vestur-Skaftafellssýsla hófu rekstur
héraðsskóla og skólabús. Þau eignuðust
þar dóttur sína, Kristínu, f. 1945. Þá
var flutt til Hafnarfjarðar, þar sem Páll
hóf störf hjá ríkisspítölum við viðhald
og verkstjórn, einkum á Vífilstöðum.
Hann og Sigrún slitu hjúskap. Seinni
kona hans var Hildegard Allihn, fædd í
Þýskalandi. Hún kom til íslands 1949
og hafði misst í styrjöldinni 1939-1945
unnusta sinn og allar eigur. Þau Páll
giftust 1952 og eignuðust sitt fyrsta
-361-