Goðasteinn - 01.09.2001, Page 365
Goðasteinn 2001
Látnir 2000
Eyjólfsdóttir sennilega ættuð úr Hafn-
arfirði og Ólafur Karl Óskar Túbalsson
í daglegu tali kallaður Óli Túbals. Ólaf-
ur var um margt sérstæður maður.
Sjálfsagt verður hans tengst minnst
fyrir tistmálun, þótt hann hafi haft
ýmsa aðra burði. Þess má geta að list
hans blasir m. a. við í Hlíðarenda-
kirkju. Ólafur var og maður vel greind-
ur og tesinn og skemmtilegur samræðu
ef sá gállinn var á honuirt. Með sanni
má segja að hann hafi haft mörg járn í
eldinum því hann var allt í senn bóndi,
veitingamaður og listmálari eins og
áður var getið og efnaðist dálítið.
Lára Eyjólfsdóttir móðir Reynis er
sögð hafa verið hetja. Hún var ham-
hleypa til allra verka sem óneitanlega
kom sér afar vel við veitingareksturinn.
Þótt hún hafi yfirleitt haft starfsliði á að
skipa kallaði hún ekki á hjálp fyrr en
hún var komin í þrot. Hún lagði sig
ekki eftir veraldlegum munaði, slíku
hafði hún aldrei vanist þótt hún vafa-
lítið hefði getað gert sér hærra undir
höfði í þeiin efnum, heldur fór hún vel
með alla hluti. Alltaf vissi hún hvar
hlutina var að finna, bæði úti og inni,
þó hún hafi aldrei stundað útiverk svo
nokkru næmi. Þessi hæfileiki virðist
vísa á glöggskyggni hennar og óbrigð-
ult sjónminni. Lára heyrðist aldrei
kvarta undan hlutskipti sínu þótt álagið
hafi verið mikið alla daga alla tíð og
starfsdagurinn býsna langur. Sagt er að
hún hafi hreinlega ekki verið öfunds-
verð af hlutskipti sínu, þó virtist hún
ætíð vera hress og glöð, leggjandi gott
til allra manna og málefna.
Auk Reynis, sem var frumburður,
áttu þau Lára og Ólafur tvær dætur,
báðar þannig af Guði gerðar að þær
þörfnuðust hlýrra og umhyggjusamra
móðurhanda, þær Guðbjörgu Lilju sem
er löngu látin og Guðnýju Fjólu sem
býr á sambýli í Reykjavík. Af þessu má
hverjum manni vera Ijóst að heimilið
hefur verið þungt og dæmalausrar um-
hyggju og elju Láru full þörf, því auk
dætranna tveggja voru lengst af í heim-
ili á Múlakoti foreldrar Ólafs, allt fólk
sem þurfti mikla umönnun.
Við þessi hlýju en baráttufreku skil-
yrði ólst Reynir upp og bjó við langt
fram eftir aldri. Víst er að Múlakots-
heimilið var mannmargt meðan allt
þetta fólk Iifði, að viðbættu starfsfólki
sumar og vetur. Og enn bættust við
allir þeir ferðamenn og gestir sem nutu
góðs beina hjá Láru. En smátt og smátt
fækkaði f heimili á Múlakoti og starf-
semi öll tók að dragast saman við
hnignandi heilsufar og þverrandi starf-
sþrek Ólafs og Láru. Lyktaði það með
því að Reynir varð einn eftir í Múla-
koti, þessu áður mannmarga heimili og
hóteli.
A sínum yngri árum var Reynir
manna hvatskeyttastur og mannblend-
inn mjög. Hann fór oft og víða á bæi
hér í Hlíðinni og gustaði þá heldur af
honum en hitt. Hann lagði sig nokkuð
eftir því að sækja mannamót og sat þá
ekki af sér að taka sporið við meyjarn-
ar. Reynir kvæntist þó aldrei og eign-
aðist ekki börn en hann átti mörg börn
að vinurn.
Múlakot var fæðingar-, uppeldis- og
vinnustaður Reynis alla tíð, með einni
undantekningu þó, því árið 1948 réð
-363-