Goðasteinn - 01.09.2001, Page 366
Látnir 2000
Goðasteinn 2001
hann sig sem bílstjóra hjá Kaupfélag-
inu Þór á Hellu. Þar var hann settur á
gamlan, lítinn, óyfirbyggðan Inter-
national vörubíl sem bar skráningar-
númerið L-36. A þessu farartæki sner-
ist hann vítt og breytt um héraðið um
tveggja mánaða skeið. Þessi tími var
honum ætíð í senn minnisstæður og
merkilegur upprifjunar og varð honum
löngum tíðrætt um ferðir sínar og er-
indi á Nallanum i þágu Kaupfélagsins
Þórs. Trúlegt er að Reynir hefði kosið
að stunda vinnu í meira mæli utan
Múlakots, en sennilegt er að hans hafi
verið meiri þörf heima fyrir vegna um-
svifa og anna þar á bæ.
Reynir var fjárglöggur maður og
mun hafa þekkt fé sitt allt og meira til.
Hann þekkti jafnvel fé úr miklum
fjarska. Ekki síst vegna þessara hæfi-
leika sinna þótti hann vel til þess fall-
inn að gegna embætti skilamanns
Fljótshlíðinga í Austur-Landeyjarétt og
gegndi því um margra ára skeið og
rækti það starf af stakri kostgæfni.
Reynir var ekki kröfuharður á Iífsins
munað fremur en móðir hans, þótt
nokkur eðlismunur hafi verið þar á.
Hann bar tilfinningar sínar ekki á torg
og var í seinni tíð tekinn að draga sig
nokkuð inn í skel sína.
Sr. Önundur S. Björnsson,
Breiðabólstað
Sigríður Guðmundsdóttur, Heysholti
Sigríður Guðmundsdóttir fæddist í
Heysholti 21. nóvember 1903. For-
eldrar hennar voru þá ung hjón, sem
höfðu búið skamma hríð: Gróa Jakobs-
dóttir, sem fædd var að Borg á Landi,
en ólst upp í Neðra-Seli og Guðmundur
Jónsson frá Holtsmúla. Hún var þriðja
barn þeirra. Eldri voru dæturnar, Mar-
grét og Guðlaug. Yngri en Sigríður,
sem ætíð var nefnd Sigga, voru þau
Óskar og Elísabet.
Guðmundur í Heysholti varð ekki
gamall maður, hann dó liðlega fertugur
árið 1912. Þeir, sem muna nokkuð til
fyrstu áratuga þessarar aldar, vita hver
kross og raun lögðust þar á herðar
ekkjunni með börnin fimm, hið elsta
einungis tólf ára. Henni auðnaðist þó,
og efalaust með stuðningi góðra vina
og sveitunga, að halda hóp sínum sam-
an og hokra áfram í Heysholti. Arið
1917 réðst Guðjón Þorsteinsson, ætt-
aður úr Villingaholtshreppi í Flóa ráðs-
maður til hennar. Sonur hans, Jón
Ágúst kom einnig að Heysholti 16 ára
og var þar til heimilis til dauðadags.
Sigríður var einungis á tíunda ári, er
-364-