Goðasteinn - 01.09.2001, Page 367
Goðasteinn 2001
Látnir 2000
faðir hennar dó, - Óskar þrem árum
yngri. Varla hefur því orðið mikið lið
að þeim fyrstu árin eftir föðurmissinn.
En því eru þau hér nefnd saman til sög-
unnar, að þau urðu furðu snemma
stólpar heimilisins og voru það allt til
loka.
„Mér finnst hvergi fallegt, nema í
Heysholti“, sagði Sigga eitt sinn. Og
vísast hefur það oftar komið til orðs.
Þar hafði hún slitið barnskónum. Þar
og hvergi ella var hennar skóli, í hæsta
lagi þá fáeinar vikur í farskóla. Þó var
hún menntuð kona. Fáir kunnu betur
móðurmálið mjúka og fagra en þau
systkin. Þjóðleg fræði voru öll í háveg-
um höfð á heimilinu, bækur lesnar og
skeggrætt um öll veraldar fræði. Guð-
rækni og gamlir siðir voru í hávegum.
Og hátíð var í Heysholti hvert sinn, er
gesti bar að garði. Um þá eða þann sem
kom safnaðist heimafólk og skemmti
bæði sér og gestum sínum. Oskar var
snillingur í samræðum, svo hógvær og
kurteis sem hann þó ávallt var.
„Þessi mynd þykir mér best af hon-
um bróður mínum“, sagði Sigga tæpum
fjórum vikum fyrir andlátið. Hún benti
á myndina af fjallkónginum Óskari á
fáknum hvíta, Flórusi. Þar situr hann
látlaus og frjálsmannlegur, íslenskur
bóndi, sveitamaður í vinnufötum sín-
um, einhver mesti öðlingur á Islandi á
sinni tíð, - og hesturinn hógvær einnig,
þótt garpur væri.
Hún unni þessum bróður sínum og
dáði hann alla tíð manna mest. Þau áttu
dagsverk sitt saman. Ókunnum kynni
að þykja fátt um slíkt dagsverk - ævi-
langt strit við fábrotin verkfæri, dæma-
lausa tryggð við gamlan burstabæ og
fátækleg þægindi. - Þeim, sem þekktu
fólkið, þótti hins vegar mikið tii koma.
Þar voru fágætir mannkostir. Óskar
hefði án efa haft alla burði til þess að
gegna hinum æðstu embættum og trú-
naðarstörfum fyrir land og þjóð, ef fer-
ill hans hefði snúist á þann veg.
Sigríður, - Sigga -, var honum í
mörgu lfk. En hún var kona, alin upp
við að vera í hléi, hafa sig ekki í
frammi, axia þögul byrðarnar. - Fjósið,
eldhúsið og flekkurinn í túni og á
engjum, rokkurinn og vefstóllinn voru
hennar vettvangur. Og þar stóð hún allt
af sér.
Raunar má með sanni segja, að hún
væri heilög kona. Heilög var hún með
sanni fyrir trú sína á Drottin, helguð
honum í skírn og fermingu. Og heilagt
var einnig líf hennar. Hún kaus sér það
hlutskipti sem Drottinn mat hæst; að
kjúpa niður, þvo fætur meðbræðra
sinna, vera ambátt ástvina og allra
vina. Af munni hennar heyrði varla
nokkur maður styggðaryrði. Hún vék
góðu að öllum, ætíð með jafnaðargeði,
oftast þó glöð í bragði ef þess var kost-
ur.
Hafi hún átt óskir og þrár sem ekki
rættust, þá vissi það varla nokkur
maður. Slíkt bar hún ekki á torg, né
heldur sorgir sínar. Þar sátu aðrir ætíð í
fyrirrúmi. En glöð var hún og þakklát
eins og barn ef einhver færði henni gjöf
eða reyndi að gera henni dagamun.
Hreinlynd, heillynd og drenglynd var
hún til hinstu stundar.
Sigríður andaðist á Sjúkrahúsi
Suðurlands á Selfossi 7. janúar. Útför
-365-