Goðasteinn - 01.09.2001, Page 369
Goðasteinn 2001
Látnir 2000
Sigríður Kristjánsdóttir,
Ytra-Seljalandi
Sigríður Kristjánsdóttir fæddist á
Seljalandi undir Eyjafjöllum I. maí
1920. Foreldrar hennar voru hjónin
Kristján Ólafsson og Arnlaug Samúels-
dóttir er þar bjuggu, og var Sigríður
þriðja af sex börnum þeirra er náðu
fullorðinsaldri. Eldri voru bræðurnir
Ólafur og Magnús, sem báðir eru látnir,
en systurnar Aðalbjörg, Þuríður og
Marta lifa allar systur sína, sem og
uppeldissystir þeirra Svanlaug Sigur-
jónsdóttir. Tvö systkini Sigríðar dóu á
barnsaldri, þau Högni, sem var tvíbura-
bróðir Aðalbjargar, og Þuríður eldri.
Heima á Seljalandi vandist Sigríður
við bústörf frá blautu barnsbeini sem í
senn kenndu aga og iðjusemi um leið
og í þeim fólst afþreying og dægradvöl.
Náttúran í tign sinni, nálægð og fegurð
mótaði huga hennar og gaf henni
snemma djúpa sýn og sterka skynjun til
þess mikla undurs sem tilveran er; tóna
hennar, lita og forma. Hún naut ástríkis
foreldra sinna og tengdist föður sínum
sterkum böndum frá upphafi. Bærinn á
Seljalandi stóð og stendur um þjóð-
braut þvera, og á uppvaxtarárum Sig-
ríðar mæddi nálægðin við hinn ógnandi
farartálma Markarfljótið að sínu leyti
meira á heimilinu en síðar varð. Ferða-
fólk átti vísan næturgreiða á Seljalandi
sem kallaði á fyrirhöfn og ýmsa þjón-
ustu á gestkvæmu og erilsömu heimil-
inu. Menning og menntir skipuðu þar
engu að síður veigamikinn sess, og
hneigðist hugur Sigríðar þegar á unga
aldri til bókmennta, ekki síst ljóða, sem
hún las og nam af ástríðu, einkum verk
Einars Benediktssonar. Skólagangan
heima fyrir var skammvinn, en Sig-
ríður stundaði húsmæðranám í Hvera-
bakkaskóla Arnýjar Filippusdóttur í
Hveragerði 1939-1940 og við Hús-
mæðraskólann á Blönduósi 1942-1943,
sem nýttist henni vel í öllum greinum.
Um skeið var hún í vist í Reykjavík,
vann á Kleppsspítalanum um tíma og
starfaði sem ráðskona vegagerðar-
manna nokkur sumur.
Sigríður giftist á Þorláksmessu 1944
eltirlifandi eiginmanni sínum Hálfdani
Auðunssyni frá Dalsseli undir Eyja-
fjöllum, syni hjónanna Auðuns Ingv-
arssonar og Guðlaugar Helgu Hafliða-
dóttur er þar bjuggu lengi. Þau Sigríður
og Hálfdan stofnuðu það sama ár ný-
býlið Ytra-Seljaland og bjuggu þar
síðan myndarlegu rausnarbúi. Þeim
varð auðið 9 barna, sem eru í aldursröð
talin: Kristján, búsettur á Hvolsvelli,
kvæntur Sigurveigu Jónu Þorbergsdótt-
ur, Auðunn Hlynur búsettur í Borgar-
nesi, kvæntur Bertu Sveinbjarnardóttur,
Guðlaug Helga búsett í Mosfellsbæ,
gift Ásbirni Þorvarðarsyni, Hálfdan
-367-