Goðasteinn - 01.09.2001, Side 370
Látnir 2000
Goðasteinn 2001
Ómar búsettur á Seltjarnarnesi, kvænt-
ur Þuríði Þorbjarnardóttur, Markús
Hrafnkell búsettur í Reykjavík, kvænt-
ur Ingu Láru Pétursdóttur, Arnlaug
Björg býr í Kaupmannahöfn, Heimir
Freyr og Guðrún Ingibjörg í Reykjavík,
og yngsta dóttirin, Sigríður Hrund, er
búsett í Hafnarfirði. Sambýlismaður
hennar er Hafþór Jakobsson. Fyrir
hjónaband átti Hálfdan soninn Sigurð
Sveinsson Hálfdanarson sem búsettur
er í Reykjavík, kvæntur Theodóru
Sveinsdóttur. Við lát Sigríðar eru
afkomendur hennar 37 að tölu.
Sigríður var að vonum stolt af
barnahópnum sínum, vakti yfir velferð
þeirra öllum stundum. I tímans rás fór
hópurinn að vonum stækkandi með
tengdabörnum og barnabörnum og
langömmubörnum, sem öll voru jafn-
velkomin og mikilvæg í huga hennar.
Einn og sérhver einstaklingur í fjöl-
skyldunni átti vísa umhyggju hennar og
áhuga á viðfangsefnum sínum. Sigríður
lagði mikið upp úr manndómi barn-
anna, menntun og þroska, og þá ekki
síður dætranna en sonanna. Hún bar
alla tíð hag og réttindi kvenna fyrir
brjósti og skynjaði glöggt mikilvægi
menntunar fyrir konur í hinu breytta
þjóðfélagi nútímans.
Sigríður og Hálfdan voru samhent
hjón og búnaðist vel. Hálfdan ók lengi
vörubíl og því hvíldi búreksturinn
meira á herðum Sigríðar ásamt með
annasömu og gestkvæmu heimili líkt
og fyrr og síðar á Seljalandi. Þau voru
„sólarlandsins landnámsmenn”, byg-
gðu upp nýbýlið af miklum dug, ræk-
tuðu grasgefin tún upp af svörtum
sandi og ólu afurðasamar skepnur.
Sigríði var í blóð borin umhyggja fyrir
öllu sem lifir, og með því hugarfari
annaðist hún um dýr og gróður. Skrúð-
garðurinn hennar heima við bæinn á
Seljalandi er lifandi minnisvarði um
þennan ríka þátt í lífi hennar og fari, og
vitnar glöggt um þá alúð og jafnvægi
sem einlægt einkenndu störf hennar og
alla hennar framgongu. Hún tók drjúg-
an þátt í starfi Kvenfélagsins Eyglóar
og var þar heiðursfélagi.
Þau hjón drógu saman seglin í bú-
skapnum eftir því sem ár og aldur
færðust yfir. Sigríður greip þá í störf
utan heimilis, og vann um skeið hjá
útibúi saumastofunnar Sunnu í Selja-
landsskóla. Árið 1995 keyptu þau íbúð
við Bólstaðarhlíð 45 í Reykjavík þar
sem þau bjuggu sér notalegt vetrarat-
hvarf næstu árin og í reynd annað
heimili, þótt heimahagarnir undir Fjöll-
unum seiddu hugann löngum.
Sigríður lést á líknardeild Land-
spítalans í Kópavogi, 19 dögum fyrir
áttræðisafmæli sitt, hinn 12. apríl 2000,
eftir stutta legu en langvinn veikindi af
völdum krabbameins. Utför hennar var
gerð frá Stóradalskirkju laugardaginn
fyrir páska, hinn 22. apríl 2000.
Sigurður Jónsson, Odda
-368-