Goðasteinn - 01.09.2001, Page 371
Goðasteinn 2001
Látnir 2000
Sigurður Árnason frá
Vestur-Sámsstöðum
Sigurður Arnason fyrrverandi bóndi
var fæddur á Vestur-Sámsstöðum í
Fljótshlíð 14. júlí árið 1900 en hann
andaðist í hjúkrunarheimilinu Holtsbúð
10. sept. 2000, 100 ára að aldri. Útför
hans fór fram frá Breiðabólstaðarkirkju
21. sama mánaðar. Foreldrar hans voru
Arni Arnason og Þórunn Jónsdóttir
bændur á Vestur-Sámsstöðum. Bæði
voru þau fædd og uppalin hér í Hlíð-
inni, Arni á Kirkjulæk og Þórunn á
Grjótá, en foreldrar hennar fluttu síðar
að Mið-Sámsstöðum. Foreldrar Sig-
urðar hófu búskap á Kirkjulæk en
fluttu að Vestur-Sámsstöðum laust fyrir
aldamót. Þau eignuðust sjö börn en
misstu eina dóttur á fyrsta ári. Af syst-
kinunum sem upp komust var Sigurður
fjórði í röðinni en systkini hans voru í
aldursröð: Arnheiður Þóra, Þorbjörg,
Sara Þorbjörg, Jón, Arni og Tryggvi.
Öll voru systkinin kjarnmikið fólk sem
í erfðir fengu atgervi búmannsins og
hagleik handverksmannsins ásamt ást á
ljóðum og góðum bókmenntum.
Árni bóndi og synir hans fjórir létu
verkin tala svo um munaði. Mun það
skjalfest í skýrslum að árið 1923 hafi
þeir feðgar unnið á 6. hundrað dagverk
við skurðgröft og sléttun túna með
handverkfæri ein tiltæk Slfk var eljan á
þeim bæ og dró Sigurður ekki af sér
alla sína starfsævi. Hann var kapp-
samur, ósérhlífin og útsjónarsamur bú-
maður frá fyrstu tíð, gekk til allra verka
af einurð og festu og vann verk sín til
fyrsta flokks árangurs og búnaðist því í
alla staði vel. Ekki þarf frekari vitn-
anna við um stórhug hans og fram-
kvæmdagleði þar sem allur vitnis-
burðurinn blasir við vegfarendum er
litið er heim að Vestur-Sámstöðum,
stórt og virðulegt íbúðarhús, glæsileg
útihús, túnin slétt og allt eins og best
verður á kosið.
Ekki stóð þó Sigurður einn að allri
þessari uppbyggingu á vesturhluta
Sámsstaðajarðarinnar, sem féll f hans
hlut eftir að þeir bræður, hann og Jón,
skiptu jörðinni á milli sín. Því það var
upp úr 1930 að honum barst óvæntur
og ómetanlegur liðstyrkur í formi
dyggðugrar, fallegrar, nettrar konu sem
átti eftir að standa þétt við bak bónda
síns í öllum góðum verkum ævi hans á
enda.
Oda Hildur Árnason, fædd Einars-
son, kom hingað til lands frá Dan-
mörku. Hún fæddist þar í landi árið
1913, dóttir hjónanna Guðmanns Vig-
fúsar Einarssonar kaupmanns og Val-
borgar Einarsson húsfreyju, danskrar
konu. Hildur og Sigurður gengu í
hjónaband árið 1934. Þau eignuðust sjö
börn sem öll hafa erft góða eiginleika
-369-