Goðasteinn - 01.09.2001, Page 376
Látnir 2000
Goðasteinn 2001
hjáleigu, er þá bjuggu á Selalæk en
fluttust þremur árum síðar í nýbyggt
hús sitt að Brúarlandi á Hellu. Var
Svavar elstur þriggja barna þeirra, en
systkini hans tvö sem eftir lifa eru
Einar og Anna Helga, bæði búsett á
Hellu. Jóna móðir hans lést unr aldur
fram árið 1962 en Kristinn á Brúar-
landi lifði til hárrar elli og dó síðla árs
1997.
Svavar sleit barnsskónum í þorpinu
smáa á bökkum Rangár, þar sem líf og
viðhorf barnanna mótuðust af bjartsýni
og framfarahug fullorðna fólksins sem
byggði upp samfélagið á Hellu. Frá
upphafi bast hann fjölskyldu sinni
traustum böndum kærleika og vináttu
sem aldrei rofnuðu, eignaðist ungur
tryggðavini til lífstíðar og unni mjög
átthögum sínum. 10 ára gamall fór
hann til sumardvalar að Miðkrika í
Hvolhreppi og var þar snúningapiltur
næstu 5 sumur, sem urðu honum kær í
minningunni. Skólaskyldu sína fullnaði
Svavar í Barnaskólanum á Strönd eins
og fara gerði, en eftir það lá leið hans í
Skógaskóla. Þaðan lauk hann gagn-
fræðaprófi eftir þriggja vetra nám vorið
1954.
Svavar varð ungur sumarstarfsmað-
ur Kaupfélagsins Þórs á Hellu, og að
skólanámi loknu réðst hann þangað til
verslunarstarfa, sem varð hans ævi-
starf. Hann vann fyrst á lager, varð síð-
an verslunarstjóri og skrifstofumaður
meðan Kaupfélagið starfaði, og síðar
og áfram hjá Þríhyrningi. Undir 1990
stofnaði hann eigin bókaverslun á
Hellu; Bókabúð Svavars, sem hann rak
til dauðadags samhliða öðrum störfum,
en síðustu þrjú árin vann hann jafn-
framt hjá Reykjagarði.
Starfskraftar Svavars og góðar gáfur
nýttust einnig til góðra félagsstarfa á
heimaslóð. Hann var á sínum tíma
virkur í starfi Ungmennafélagsins
Hrafns Hængssonar, var stofnfélagi
Lionsklúbbsins Skyggnis, og lengi
ötull liðsmaður og gjaldkeri Hesta-
mannafélagsins Geysis. Svavar var
mikill áhugamaður um bridge, var í
Bridgefélagi Rangárvallasýslu frá upp-
hafi og í stjórn þess lengi, allt til síð-
asta dags.
Svavar kvæntist hinn 23. júní 1961
eftirlifandi eiginkonu sinni Jónu Helga-
dóttur frá Arbæ í Holtum. Fóstur-
foreldrar hennar voru hjónin Þórhildur
Sigurðardóttir og Jón Jónsson. Svavar
og Jóna settu saman bú sitt á Hellu,
fluttust snemma að Þrúðvangi 24, þar
sem smekklegt og hlýlegt heimili þeir-
ra hefur síðan staðið, gestkvæmur raus-
nargarður vina og vandamanna og á
stundum athvarf vandalausra. Einka-
sonur þeirra hjóna er Þórhallur Jón,
búsettur á Hellu, kvæntur Agnesi Ólöfu
Thorarensen. Dóttir Þórhalls fyrir
hjónaband er Sigurveig. Móðir hennar
er Ásta Pétursdóttir. Dóttir Ólafar af
fyrra hjónabandi er Vigdís Finnboga-
dóttir.
Svavar var mikill fjölskyldumaður.
Hann átti náið og gott samband við
tengdaforeldra sína og reyndist þeim
alla tíð hjálpsamur og sinnugur við
bústörfin í Árbæ. Hann var trúr og
traustur eiginmaður og fjölskyldufaðir
og setti hag heimilisins ofar öllu öðru.
Sérstaka umhyggju bar hann fyrir
-374-