Goðasteinn - 01.09.2001, Side 377
Goðasteinn 2001
Látnir 2000
Sigurveigu sonardóttur sinni, sem var
augasteinninn hans, og þau einkar
hænd hvort að öðru. Hann bar hag Þór-
halls og Lóu mjög fyrir brjósti, og er
ekki ofsagt að fjölskyldan hafi verið
þungamiðjan í lífi hans.
Svavar var einkar dagfarsprúður
maður, hlýr í viðmóti og gætinn í um-
gengni og umtali um náungann. Hann
var fastur fyrir um allt er máli skipti,
heiðarlegur og áreiðanlegur í öllum
viðskiptum. Svavar hafði góða reglu á
öllum hlutum, hvort heldur þeir vörð-
uðu störf hans eða áhugamál, og var
frábært snyrtimenni. Garðurinn heima í
Þrúðvangi 24 vitnar um elju hans og
natni, enda varði hann þar ómældum
stundum sem veittu honum mikla
ánægju og lífsfyllingu. Angan moldar
og gróðurs áttu vel við hann, því hann
var í eðli sínu náttúrubarn, og lagði
einnig rækt við þann þátt í gerð sinni
með lítils háttar skepnuhaldi, en þau
hjón áttu lengi nokkrar kindur sér til
ánægju, auk þess sem þau stunduðu
hestamennsku árum saman, svo sem
þegar var að vikið. Svavar var annars
heimakær maður, rólyndur og yfirveg-
aður og gaf sér góðan tíma og næði til
bóklesturs, enda var hann fjölfróður og
víðlesinn maður, og ræktaði þannig
garðinn sinn í fleiri en einum skilningi.
Lausnina á leyndardómi lífsgátunnar
taldi hann vísa í eilífðinni, handan
hinnar tímanlegu veraldar. Hann var
minnugur og athugull maður, og einkar
glöggskyggn á þarfir þeirra sem á ein-
hvern hátt stóðu höllum fæti í tilver-
unni. Þrátt fyrir það sást honum ekki
yfir hinar spaugilegu hliðar lífsins, því
hann var glettinn og gamansamur mað-
ur og kunni vel að njóta augnabliksins
þegar gleðin skein á vonarhýrri brá,
enda var oft glatt á hjalla hjá þeim Jónu
í fjölmennum hópi góðra vina þeirra.
Svavar hafði kennt vanheilsu af
völdum hjartasjúkdóms síðustu árin.
Hann lést eftir stutta legu í Sjúkrahúsi
Suðurlands á Selfossi 26. apríl 2000,
64 ára að aldri. Svavar var jarðsettur í
Odda 6. maí 2000.
Sigurður Jónsson, Ocida
Sveinn Guðleifur Kristjánsson frá
Voðmúlastöðum, A.-Landeyjum,
Alftahólum 6, Reykjavík
Sveinn fæddist 3. mars 1913 for-
eldrum sínum, hjónunum Kristjáni
Böðvarssyni frá Þorleifsstöðum á
Rangárvöllum og Sigríði
Guðmundsdóttur frá Voðmúlastaða-
Austurhjáleigu, sem bjuggu þá að
Voðmúlastöðum. Sveinn var níunda
elsta barn þeirra í 12 systkina hópi, en
8 þeirra komust til fullorðinsára og eru
-375-