Goðasteinn - 01.09.2001, Blaðsíða 378
Látnir 2000
Goðasteinn 2001
nú 2 þeirra eftirlifandi, Bóel og
Böðvar. Fóstursystur hans eftirlifandi
eru Unnur Júlíusdóttir og Sigríður
Guðjónsdóttir.
1921 dó faðir hans og kom það þá í
hlut móðurinnar með börnin öll að
takast á við lífsbaráttuna. Þegar faðir
hans dó var Sveini komið fyrir, þá 8
ára, hjá Sigurði Olafssyni og Maríu
Magnúsdóttur í Miðeyjarhólmi og var
hann þar í nokkur ár en fór síðan að
vinna fyrir sér. 1929 tók hann að sér að
vera ráðsmaður hjá Kristínu
Þorgeirsdóttur í Miðeyjarhólmi og var
þar í 11 ár. Síðan lá leið hans til
Reykjavíkur þar sem hann vann víða
uns hann gerðist leigubílstjóri 1946.
Upp úr 1954 kynntist hann Ernu
Marteinsdóttur og giftust þau 1956 og
stofnuðu þá sitt heimili að Bólstaðar-
hlíð 28 í Reykjavík..Þau eignuðust þrjá
syni, Örn Birgi 1956, Reyni 1961 og
Hjalta Erdmann 1972. Hamingja
Sveins tengdist heimilinu og því að
geta verið bóndi með hestunum sínum,
sem hann hafði á veturna í Reykjavík,
en á sumrin á Svanavatni hjá frænd-
fólki sínu, þaðan sem hann reið út með
fjölskyldu sinni og vinum. Hann var
með Blesa sínum eða öðrum gæðingum
eins og skáldið Einar Benediktsson
sagði í kvæði sínu, Fákar:
„Maður og hestur, þeir eru eitt
fyrir utan hinn skammsýna, markaða baug.
Þarfinnst, hvernig œðum allsfjörs er veitt
úrfarvegi einum frá sömu taug.
Maðurinn einn er ei nema hálfur,
með öðrum er hann meiri en hann sjálfur.
Og knapinn á hestbaki er kóngur um
stund,
kórónulaus á hann ríki og álfur. “
Þannig var Sveinn, trúr, óbifanlegur
og síauðugur í sínu lífsstarfi hvern
einasta dag fyrir fjölskyldu sfna og vini
og með gæðingum sínum naut hann
gleðinnar, gleymdi öllum áhyggjum,
því -
„það finnst ekki mein, sem ei breytist og
bætist,
ei böl, sem ei þaggast, ei hmd, sem ei
kœtist
við fjörgammsins stoltu og sterku tök.
Lát hann stökkva, svo draumar þíns hjarta
rœtist. “
Sveinn var hestamaður af gamla
skólanum, talaði við hestana sínu og
þegar vel lá á honum, þá lét hann hest-
ana sína stökkva, því hann hafði yndi
af því að geta farið hratt yfir. Þannig
var hann í lífi sínu, hann vildi gera
fljótt það sem ógert var, en hann hafði
ekki mörg orð um það, því hann var að
eðlisfari hægur og rólyndur. Og ef eitt-
hvað var í móti, þá fór hann eftir ráð-
leggingu skáldsins sem sagði:
„Efinni er þröngt, tak hnakk þinn og hest
og hleyptu á burt undir loftsins þök. “
Þannig liðu árin hjá. Draumarnir
hans Sveins rætust. Hann var mjög
frændrækinn og hjálpsamur. Sveinn og
-376-