Goðasteinn - 01.09.2001, Page 379
Goðasteinn 2001
Látnir 2000
Erna fluttu að Fornastekk 12, 1969 og
áttu þar sitt fallega heimili í 30 ár, þar
sem þau tóku á móti frændfólki sínu,
vinum og gestum. Sveinn hafði lengst-
um verið hraustur, en mætt slysum sem
hann tókst á við, með sinni festu.
Haustið 1999 fékk hann slæma
lungnabólgu sem varð aðdragandi þess
sem varð. Hann andaðist 6. maí í
Landakotsspítala. Utför hans fór fram
frá Voðmúlastaðakapellu 13.5.2000.
Sr. Halldór Gunnarsson, Holti.
/
Sæmundur Agústsson,
Þingskálum 8, Hellu
Sæmundur Ágústsson fæddist í
Hvammi á Landi 5. apríl 1930. For-
eldrar hans voru Ágúst Kristinn Eyj-
ólfsson bóndi og kennari þar og kona
hans Sigurlaug Eyjólfsdóttir húsfreyja.
Sæmundur var yngstur fimm barna
þeirra, en hin voru Eyjólfur, bóndi í
Hvammi og Þórður, verslunarmaður í
Reykjavík, sem báðir eru látnir, en
Eyjólfur Karl, arkitekt í Svíþjóð og
Guðbjörg verslunarmaður í Bandaríkj-
unum lifa bróður sinn, sem og uppeld-
issystir Sæmundar, Ragnheiður Páls-
dóttir, sem búsett er í Reykjavík.
Sæmundi rann ungum í merg og
bein vinnusemi og dugur, enda að upp-
lagi ólatur og ósérhlífinn, og prýddu
þær dyggðir hann alla ævi. Ungur
mætti hann þungbærri raun er hann
missti föður sinn 17 ára gamall, og
fluttist í kjölfar þess til Reykjavíkur
ásamt móður sinni og systur. Þar héldu
þau saman heimili næstu 12 árin, og
vann Sæmundur ýmis störf til sjós og
lands í höfuðstaðnum. Hann fluttist
austur að Hellu 1959, réðist til starfa
hjá Kaupfélaginu Þór og vann þar
mörg ár við verslunar- og skrifstofu-
störf. Síðar vann hann við Sigöldu-
virkjun, á skrifstofu Rangárvalla-
hrepps, hjá Landgræðslu ríkisins, við
Olísumboðið á Hellu, hjá Kaupfélagi
Rangæinga og í Grillskálanum á Hellu.
Síðustu 10 árin vann Sæmundur sem
gæslumaður við vistheimilið í Gunn-
arsholti, lengst af á næturvöktum. Sæ-
mundur var vinsæll starfsmaður og
starfsfélagi, glaður og reifur að upp-
lagi, fjölhæfur og laghentur, og gæddur
inargvíslegum góðum gáfum til munns
og handa sem nýttust honum í fjöl-
breytilegum störfum sem hann kom að.
Hann var djarfmannlegur í fasi og
framkomu, skemmtilegur í viðkynn-
ingu og umgengni og ávann sér hvar-
vetna vinsældir þeirra er honum kynnt-
ust lengur eða skemur.
Sæmundur kvæntist 9. júní 1962
Elínborgu Óskarsdóttur frá Hellis-
hólum í Fljótshlíð, nú starfsmanni við
Dvalarheimilið Lund á Hellu. Hún er
dóttir hjónanna Óskars S. Ólafssonar
-377-