Goðasteinn - 01.09.2001, Síða 380
Látnir 2000
Goðasteinn 2001
frá Kjóastöðum í Biskupstungum, sem
er látinn, og Lovísu Ingvarsdóttur frá
Hellishólum, sem lifir tengdason sinn.
Hjónaband þeirra Sæmundar og Elín-
borgar varð farsælt og gæfuríkt. Þeim
varð auðið fjögurra barna. Þau eru Sig-
urlaug, sem búsett er í Reykjavík. Fyrri
sambýlismaður hennar var Jón Sig-
urðsson frá Hellu, sem lést 1984. Dóttir
þeirra er Hrefna. Síðari sambýlismaður
Sigurlaugar er Jóhann Tómasson, og
eiga þau dótturina Heru. Næstelst er
Lovísa, búsett í Kópavogi. Þriðja barn-
ið, mánaðargamlan dreng, misstu þau
vorið 1969. Yngstur er Ágúst Ármann
sem búsettur er í Reykjavík. Fyrir
hjónaband eignaðist Sæmundur tvær
dætur; Ingibjörgu og Guðrúnu Jónu.
Sambýlismaður Guðrúnar Jónu er
Grétar Jónsson. Þau eiga soninn Jón
Ómar, en fyrir átti Guðrún Jóna Sigurð
Jón.
Sæmundur naut sín vel á vettvangi
fjölskyldunnar, elskaði hana heitt og
stóð dyggan vörð um samstöðu hennar
og samheldni, heill hennar og ham-
ingju. Hann var umhyggjusamur eigin-
maður og eftirlátur faðir börnum sín-
um, sem hann treysti fyrir vaxandi
ábyrgð með aldri og þroska, en fylgdist
með þeim vökulu auga allt að einu.
Heimilið á Þingskálum 8 var sælureitur
Sæmundar, jafnt í garðinum utan dyra
sem innan stokks, og þar sátu smekk-
vísi og snyrtimennska einlægt í fyrir-
rúmi.
Sæmundur glímdi við krabbamein
síðasta veturinn sem hann lifði. Hann
lést á Landspítalanum í Fossvogi,
gamla Borgarspítalanum, hinn 30. mars
2000, og skorti þá 6 daga í sjötugt.
Hann var jarðsettur á Selfossi laugar-
daginn 8. apríl 2000.
Sigurður Jónsson, Odda
/
Valdimar Arnason, Bjarkalandi,
V.-Eyjafjöllum
Valdimar fæddist 27. mars 1946 að
Bjarkalandi, sem foreldrar hans, hjónin
Árni Sigurðarson frá Steinmóðarbæ og
ísleif Ingibjörg Jónsdóttir frá Borgar-
eyrum byggðu upp sem nýbýli úr landi
Steinmóðarbæjar og Miðeyjarhólms
1933. Hann var yngstur 5 systkina, en
eftirlifandi eru Sigurður, Trausti og
Bragi.
Það reynir oft á þann sem yngstur
er, að taka tillit til og hlusta á ráðlegg-
ingar margra. Þannig varð það hlut-
skipti hans og í eðli hans að vera hóg-
vær, réttlátur, miskunnsamur, hjarta-
hreinn og friðflytjandi, vera sá sem var
ætíð til staðar til að gera sitt besta, vera
sá sem var glaðastur þegar honum var
trúað fyrir og treyst. Hann tók föður
sinn mjög til fyrirmyndar um íhygli og
-378-