Goðasteinn - 01.09.2001, Page 381
Goðasteinn 2001
Látnir 2000
staðfestu, en Árni hafði barist fyrir
mörgum góðum málefnum í þágu æsk-
unnar og fyrir ungmennafélagshugsjón-
ina, sem sagði: Islandi allt. Hann var
einnig hændur að móður sinni, sem
hann hugsaði um og annaðist af kær-
leika, þegar aldur færðist yfir hana.
Árin liðu hjá fjölskyldunni á Bjark-
arlandi, við áframhaldandi uppbygg-
ingu jarðarinnar, landið var ræktað og
útihús byggð upp. Trausti bróðir hans
flutti að heiman og stofnaði sitt heimili,
en hinir bræðurnir þrír bjuggu með
foreldrum sínum, þar sem þeir unnu
saman svo samhentir. Valdimar sá
einkum um vélarnar og var sjálfmennt-
aður smiður, þar sem allt lék í höndum
hans og svo hagur var hann við þau
störf, að ekki þótti betur annars staðar
gert en hjá honum. Með bræðrum
sínum velti hann fyrir sér hvernig
auðveldast væri unnið og saman fundu
þeir margar hagkvæmar lausnir við
smíðarnar. Hann hafði gleði af fjár-
búskapnum og var sauðburðurinn á
vorin hans ævintýri með sumarbörn-
unum sem komu í sveitina og nutu þess
að vera í nálægð hans allt sumarið,
finna gleði hans sem var svo smitandi,
nærgætni hans og hlýju. Hann var einn-
ig góður hestamaður og naut hestaferða
með vinum sínum og ætíð fylgdi hon-
um heima tryggur hundur, sem hann
talaði við.
Upp úr 1975 tóku bræðurnir meira
við búskapnum en Árni faðir þeirra
andaðist 1983. Móðir þeirra var sem
áður húsmóðirin sem bar önn og um-
hyggju fyrir öllu, sívinnandi með sinni
gleði og glettni og hafði svo gaman af
að taka á móti gestum og vera veitandi.
1978 kom í sveitina til þeirra Þórný
Guðnadóttir frá Vík og var hún sumar-
stúlka á heimilinu í eitt sumar og 5
árum síðar kom hún aftur og þá til
hjálpar við húsmóðurstörfin. Með
Valdimar og henni varð sérstök vinátta
sem síðar varð að gagnkvæmri ást. Þau
byrjuðu að búa saman 1991 og eftir að
nýja íbúðarhúsið var byggt 1997 flutti
hún heim að Bjarkalandi og tók við
húsmóðurstörfum í nýja húsinu, þar
sem var tekið á móti vinum og ætt-
ingjum af mikilli gleði. Við tóku árin
þeirra með svo mörgum væntingum og
svo mikilli hamingju að hafa fundið
hvort annað.
Valdimar hafði ekki verið heilsu-
hraustur, kennt sér meins í maga í mörg
ár, sem hann hafði borið einn á sinn
sérstæða hátt, þannig að nær engir
vissu um og læknar höfðu ekki greint
hvað væri að. 6. janúar í vetur greindist
hann með þann sjúkdóm, sem boðaði
það sem varð. Hann andaðist á Land-
spítalanum í Fossvogi aðfararnótt
þriðjudags, 30. 6. og fór útför hans
fram frá Stóra-Dalskirkju 8.júlí 2000.
Sr. Halldór Gunnarsson, Holti.
-379-