Skógræktarritið - 15.12.1993, Qupperneq 10
issinnuðum náttúruverndar-
mönnum". í þessu samhengi má
finna innfluttri tegund það til for-
áttu ef hún reynist duglegri og á-
sæknari landgræðslutegund en
þær innlendu. Þá fer að styttast í
að hún verði fórnarlamb teg-
undaofsókna; uppnefnd „grænn
minkur" (IngólfurÁ. Jóhannesson
1993), og leidd á höggstokkinn,
eins og gerst hefur í Skaftafelli
(sjá Brynjólfur Jónsson 1992;
Guðrún Jónsdóttir 1992).
Hvernig á að standa að vali á
innfluttri tegund til land-
græðslu?
Þegar leitað er fanga erlendis að
plöntutegund til landgræðslu,
eru ýmsir kostir fyrir hendi, sem
þó útiloka ekki hver annan. Þeir
eru:
1. Að skilja hlutverk tegundar í
vistkerfi heimaslóðanna. Að
vissu marki má draga ályktanir
um eðliskosti og notagildi inn-
fluttrartegundar í íslenskri land-
græðslu með því, í fyrsta lagi, að
þekkja loftslagsskilyrði á upp-
runastað (hvort þau samsvari
skilyrðum á uppgræðslusvæðum
hérlendis), og í öðru lagi, að
skilja það hlutverk sem hún
gegnir í vistkerfi heimaslóðanna.
Ef tegundin gegnir hlutverki
frumherja, og er nægjusöm á
raka- og næringarskilyrði jarð-
vegs (klæðir t.d. land í kjölfar
hopandi jökla eða skriðufalla),
má ætla að hér sé komin verð-
mæt tegund til notkunar í ís-
lenskri landgræðslu.
2. Að afla reynslu frá öðrum
löndum. Skyggnast má inn í þá
reynslu sem fengist hefur af teg-
undavali til uppgræðslu í öðrum
löndum. Víða á norðlægum slóð-
um er unnið að uppgræðslu á
námasvæðum, þar sem aðstæð-
um svipar að nokkru til þeirra
sem er að finna á örfoka landi á
íslandi. Sjaldnast er þó auðvelt
að nota reynsluna frá erlendum
námasvæðum við tegundaval
fyrir íslenskar aðstæður, bæði
vegna ólíks loftslags, og vegna
þess að á námasvæðum er helsta
hindrun í vegi skjóts árangurs af
uppgræðslu af öðrum toga, þ.e.
þungmálmamengun jarðvegs.
Sums staðar á Englandi er t.d. að
finna koparnámur frá tímum
Rómverja, sem enn eru að mestu
gróðurvana vegna koparmengun-
ar (Savill and Evans 1986, bls.
141).
3. Að afla innlendrar reynslu.
Áður en ráðist er í notkun teg-
undar til landgræðslu verður að
reyna á þolrif hennar á heima-
velli; með útiprófunum við sömu
aðstæður og ætlunin er að bjóða
henni upp á í framtíðinni. Helst
þyrftu útiprófanir að fara fram við
sem breytilegust veðurfarsskil-
yrði, en þau eru afar breytileg
hérlendis. Oft getur munað miklu
í hitafari, lengd vaxtartíma, vind-
skilyrðum og úrkomu innan og
milli héraða.
Notkun trjáa eða runna í land-
græðslu skilar bestum árangri,
þegar vel hefur verið vandað til
vals á tegund, erfðahópi (kvæmi)
innan tegundar, eða einstaklingi
innan kvæmis fyrir hvern vaxtar-
stað. Þetta val fer fram með því
að finna (með prófunum) teg-
undina eða hópinn innan teg-
undarinnar sem best er aðlagað-
ur aðstæðum á hverjum vaxtar-
stað. Oft má greina skýran mun í
aðlögun að staðbundnum að-
stæðum eftir því, til hvaða staðar
fræ er sótt. Er þetta fyrirbæri vel-
þekkt hjá innlendum (svo sem
hjá birkinu) jafnt sem innfluttum
trjátegundum. Mjög er þó breyti-
legt eftir tegundum, hversu auð-
velt reynist að finna hentug
kvæmi til landgræðslu. Oftast er
ekki hægt að skera úr um gagn-
semi tegundar án undangeng-
inna útiprófana með fjölbreyti-
legu safni margra einstaklinga af
ólíkum uppruna. Á þetta oftast
við um tré og runna. Þess eru þó
dæmi, að tegund hafi unnið sér
sess í landgræðslu, án þess að
þurft hafi að kosta neinu til und-
angenginna prófana. Má hér
nefna sem dæmi að nánast öll sú
lúpína, sem hér er að finna í
ræktun, á rætur sínar að rekja til
einnar rótarhnyðju og nokkurra
fræja, sem Hákon Bjarnason,
fyrrum skógræktarstjóri, safnaði
á einum stað í Alaska haustið
1945 (Hákon Bjarnason 1945).
Útiprófanir geta verið með
ýmsu sniði; allt frá því að vera til-
tölulega einfaldar athuganir, yfir
í það að vera vel skipulagðar,
umfangsmiklar samanburðartil-
raunir. í einföldum athugunum
er einungis spurt, hvort tiltekin
tegund eða einstaklingur hennar
lifi og þrffist á tilteknum vaxtar-
stað. Slíkar tilraunir eru ódýrar í
framkvæmd og geta gefið á-
kveðnar vísbendingar, sem gagn-
ast við skipulag frekari tilrauna,
þó að örðugt geti reynst að yfir-
færa reynsluna af þeim yfir á
stærri landssvæði. Hér má nefna
sem dæmi, að góð reynsla af
þrifum runnategundar f garðrækt
getur nýst sem vísbending um
þol hennar á tilteknu veðurfars-
svæði, áður en hafist er handa
við prófun hennar í landgræðslu
á sama svæði. Skipulagðar próf-
anir á fjölbreytilegu safni erfða-
hópa (klóna eða kvæma) einnar
eða fleiri tegundar við fjölbreyti-
leg skilyrði eru mun dýrari kost-
ur. Þó að slíkar tilraunir séu dýr-
ari í framkvæmd, geta þær gefið
áreiðanlegri svör um, hvað reyn-
ist best og við hvaða skilyrði.
Nokkrar innfluttar tegundir
sem vænlegar eru til land-
græðslu
Auk þeirra tegunda sem þegar
hafa sannað gildi sitt í land-
græðslu (t.d. melgresi, lúpfna,
birki, loðvíðir, rússalerki), má
benda á nokkrar tegundir sem
eru líklegar til að geta lagt sitt af
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993