Skógræktarritið - 15.12.1993, Side 19
erfiðartil flutnings. Dæmigerður
fulltrúi þeirra hérlendis ert.d.
stafafuran, svo algeng sem hún
er. Ekki er hægt að mæla með
flutningi á plöntum með stólpa-
rót sem eru yfir 1 m þó dæmi séu
til að vel hafi til tekist. Fura yfir
metra á hæð telst því stór með
flutning í huga. Hins vegar er það
spádómsins virði að athuga þann
möguleika að flytja fallega al-
askaösp þó hæðin nái 10-15
metrum, en það verður vart gert
með handafli nú á dögum heldur
með stórvirkum vélum, þyngdar-
innar vegna. Það hefur færst í
vöxt að leikmenn flytji til tré um
1,5-2,5 m á hæð milli garða eða í
sumarbústaðalönd, einkum ösp
og birki. Oft er unnið af meira
kappi en forsjá. Plönturnar fá
ekki alltaf þá meðferð sem þeim
er fyrir bestu og útkoman verður
engum til sóma. Lykillinn að vel
heppnuðum flutningi á heil-
brigðu tré er fyrst og fremst góð-
ur undirbúningur og vönduð
vinnubrögð. Þegar trjágróður er
fluttur til, verður rótin oft fyrir
mikilli skerðingu en með smá-
Við flutning þungra trjáa geta vélar
létt undir.
þekkingu á eðli hennar má jafn-
vel koma í veg fyrir óþarfa slys.
Rótarkerfið
Rótin vex niður í jörðina, festir
plöntuna við jarðveginn og sogar
upp jarðvatn og næringarefni til
viðhalds og vaxtar plöntunni.
Rótarkerfi trjáplantna má skipta í
þrjá meginflokka, trefjarót,
stólparót og flatrót.
Trefjarótin hefur margar meg-
inrætur er vaxa niður úr stofni
plöntunnar, um það bil jafngild-
ar, en frá þeim vaxa síðan fínni
rætur er nefnast rótargreinar eða
fínrætur.
Stólparótin er ein aðalrót, gild
og niðurmjó, er vex í beinu á-
framhaldi af stofninum, með
mörgum rótargreinum á. (Rót
túnfífils er t.d. dæmigerð stólpa-
rót.)
Flatrótin liggur að jafnaði rétt
undir yfirborði jarðar. Út frá
stofni ganga meginrætur og örlar
stundum fyrir þeim við yfirborð
jarðar. Niður úr aðalrótum ganga
síðan rótargreinar eða fínrætur.
(Greni er dæmi um plöntu með
flatrót.)
Á rótunum eru frumur, sér-
hæfðar til að draga að sér vatn er
flyst um plöntuna. Virkasti hluti
vatnsupptökunnar fer fram f
gegnum örfínar rótarhárfrumur,
sem eru venjulega á afmörkuðu
svæði nær yst á rótargreinum en
þær kvíslast frá meginrót eða
-rótum. Rótarhárin sitja þétt og
auka yfirborð rótanna margfalt.
Hárin eru skammlíf, en endurnýj-
ast eftir því sem rótin vex.
Ræturnar taka ekki einungis
upp vatn og næringu gegnum
rótarhárin; einnig á sér stað
flutningur gegnum frumur um
rótarkerfið allt, en í mun minni
mæli svo veruleg skerðing á rót-
arhárum getur orðið þess vald-
andi að plantan verði fyrir skaða,
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993
17