Skógræktarritið - 15.12.1993, Síða 19

Skógræktarritið - 15.12.1993, Síða 19
erfiðartil flutnings. Dæmigerður fulltrúi þeirra hérlendis ert.d. stafafuran, svo algeng sem hún er. Ekki er hægt að mæla með flutningi á plöntum með stólpa- rót sem eru yfir 1 m þó dæmi séu til að vel hafi til tekist. Fura yfir metra á hæð telst því stór með flutning í huga. Hins vegar er það spádómsins virði að athuga þann möguleika að flytja fallega al- askaösp þó hæðin nái 10-15 metrum, en það verður vart gert með handafli nú á dögum heldur með stórvirkum vélum, þyngdar- innar vegna. Það hefur færst í vöxt að leikmenn flytji til tré um 1,5-2,5 m á hæð milli garða eða í sumarbústaðalönd, einkum ösp og birki. Oft er unnið af meira kappi en forsjá. Plönturnar fá ekki alltaf þá meðferð sem þeim er fyrir bestu og útkoman verður engum til sóma. Lykillinn að vel heppnuðum flutningi á heil- brigðu tré er fyrst og fremst góð- ur undirbúningur og vönduð vinnubrögð. Þegar trjágróður er fluttur til, verður rótin oft fyrir mikilli skerðingu en með smá- Við flutning þungra trjáa geta vélar létt undir. þekkingu á eðli hennar má jafn- vel koma í veg fyrir óþarfa slys. Rótarkerfið Rótin vex niður í jörðina, festir plöntuna við jarðveginn og sogar upp jarðvatn og næringarefni til viðhalds og vaxtar plöntunni. Rótarkerfi trjáplantna má skipta í þrjá meginflokka, trefjarót, stólparót og flatrót. Trefjarótin hefur margar meg- inrætur er vaxa niður úr stofni plöntunnar, um það bil jafngild- ar, en frá þeim vaxa síðan fínni rætur er nefnast rótargreinar eða fínrætur. Stólparótin er ein aðalrót, gild og niðurmjó, er vex í beinu á- framhaldi af stofninum, með mörgum rótargreinum á. (Rót túnfífils er t.d. dæmigerð stólpa- rót.) Flatrótin liggur að jafnaði rétt undir yfirborði jarðar. Út frá stofni ganga meginrætur og örlar stundum fyrir þeim við yfirborð jarðar. Niður úr aðalrótum ganga síðan rótargreinar eða fínrætur. (Greni er dæmi um plöntu með flatrót.) Á rótunum eru frumur, sér- hæfðar til að draga að sér vatn er flyst um plöntuna. Virkasti hluti vatnsupptökunnar fer fram f gegnum örfínar rótarhárfrumur, sem eru venjulega á afmörkuðu svæði nær yst á rótargreinum en þær kvíslast frá meginrót eða -rótum. Rótarhárin sitja þétt og auka yfirborð rótanna margfalt. Hárin eru skammlíf, en endurnýj- ast eftir því sem rótin vex. Ræturnar taka ekki einungis upp vatn og næringu gegnum rótarhárin; einnig á sér stað flutningur gegnum frumur um rótarkerfið allt, en í mun minni mæli svo veruleg skerðing á rót- arhárum getur orðið þess vald- andi að plantan verði fyrir skaða, SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993 17
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.