Skógræktarritið - 15.12.1993, Side 21

Skógræktarritið - 15.12.1993, Side 21
framboði yrði plantan með lítil laufblöð, jafnvel gæti átt sér stað einhver greinadauði. Væri tréð fulllaufgað og fyrr- nefndar rætur höggnar væri meiri hætta á verulegum skemmdum. Tréð væri búið að þroska lauf- blöð með tilliti til framboðs vatns. Um leið og megin-vatns- öflunarleiðin væri skert væri hætta á að ekki bærist nægjan- legt vatn til blaðanna og meiri eða minni visnun ætti sér stað. Ástand trésins fer því eftir hversu mikils vatns rótarhár á rótar- greinum ofar í jarðveginum geta aflað. Það tæki tréð væntanlega eitt ár eða fleiri að þroska nægi- legan fjölda nýrra rótargreina og rótarhára svo eðlilegur vöxtur gæti átt sér stað, hafi það ekki orðið fyrir varanlegum skemmd- um. Rótarskurður Rótarskurður er gerður til að auðvelda flutning stærri plantna. Skerðingin stuðlar að þéttara rótarkerfi, vatnsupptaka verður virkari nær stofni og rótarhnaus gliðnar sfður sundur f flutning- um. Rótarskurður er oftast fram- kvæmdur á vorin meðan plantan er í dvala eða áður en brum springa út. Einnig má skerða rætur að hausti að loknu lauffalli en það er ekki talinn kostur umfram vor- skurð, nema ef vera skyldi hag- ræðing tímans vegna. Grenitré eru rótskorin á vorin á sama hátt °g lauftré en jafnframt þola þau vel rótarskurð eftir miðjan ágúst þar sem vitað er að rótarvöxtur á sér stað eftir þann tfma og allt fram í september. En hversu stór þarf rótar- hnausinn að vera svo flutningur megi takast? Það er breytilegt og fer nokkuð eftir stærð trésins en eitt er vfst, hnausinn má aldrei verða stærri en svo að flytja megi tréð hvort sem er með höndum eða vélum. Hugsum okkur að flytja eigi um 4 m hátt stakstætt birkitré með umfangsmikla krónu. Þar sem takmarka þarf rótarklumpinn vegna þyngsla eru allar líkur á að virkasti hluti rótarinnar til vatns- upptöku verði numinn burt. Best er ef undirbúningur gæti hafist a.m.k. 1-2 árum áður en færsla á sér stað. Ef hafinn væri undir- búningur 2 árum fyrir flutning er byrjað á því að grafa rás hringinn í kringum tréð að hálfu í um 40-50 cm fjarlægð frá stofni, og dýptin yrði allt að 50-60 cm eftir rótarkerfi. Rásinni skal halla und- ir tréð. Hnaus af þessari stærð ætti að vera meðfærilegur, en þó tæplega einum manni. Allar rætur er fyrir verða skulu sneiddar með bitgóðum verkfær- um. Síðan er rásin fyllt með góðri gróðurmold, myndast þá nýjar rætur frá skertu rótunum og verða þær sérstaklega virkar til upptöku vatns og næringar og þétt rótarkerfi heldur hnausnum betur saman við flutninginn. Við- brigðin verða minni þegar á nýja staðinn er komið. Hætta er á að plantan geti fok- ið um koll í miklum stormi þar sem hún hefur misst hluta af festu sinni í jarðveginum, því er mikilvægt að veita henni stuðn- ing Ári seinna er sfðan lokið við að rótskera þann hluta er ósneiddur var og þá farið að öllu sem fyrr. Þriðja árið eiga sfðan flutning- arnir sér stað, en ef aðstæður leyfa ekki færslu þá heldur síðar, jafnvel svo munar nokkrum árum, er rótarskurðurinn ekki unninn fyrir gýg. En þá er áríð- andi að viðhalda skerðingunni og nægir þá oft að stinga beittri stunguskóflu niður með gamla sárinu og halda þannig rótarvexti út frá plöntunni í skefjum. Talið er að óhætt sé að viðhalda skurði á ffnrótum nokkrum sinnum yfir sumartfmann þar sem rótarvöxt- ur á sér stað af og til allt sumarið. Ef rótarskurður er gerður ári áður en færsla á sér stað má mæla með að grafin sé rás hring- inn í kringum tréð, höggvið á rætur en þó skilinn eftir um fjórðungur rótanna dreift hring- inn um tréð, sem sjá plöntunni fyrir lágmarks vatnsöflun, meðan nýjar rætur eru að myndast. Ekki er hægt að mæla með að tré séu flutt án þess að rótar- skerðing hafi átt sér stað. Þó verður ekki fram hjá því litið að slíkir flutningar eru stundum framkvæmdir sem neyðarúrræði og það á hærri trjám, með góð- um árangri. Ef ekki verður hjá því komist að að flytja tré sem ekki er rót- skorið er full ástæða að leita að- stoðar hjá fagmönnum. Það er engin gulltrygging að flutningur takist þótt vel hafi ver- ið staðið að verki. Flutningi á tré fylgir alltaf sú áhætta að plantan veslist upp og deyi. Líkurnar á að það gerist eru ætíð meiri hjá stórum plöntum en litlum. Upptaka Undir öllum eðlilegum kringum- stæðum ætti birkið sem rótskor- ið var fyrst tveimur árum fyrir flutning að hafa myndað og þroskað nýjar rætur er auðvelda plöntunni að dafna á nýjum stað. Flytja skal tréð áður en það full- laufgast á vorin, eða eftir lauffall á haustin. Algengt er að greniteg- undir séu fluttar til síðsumars og fram á haust sem og á vori. Óæskilegt er að framkvæma upp- töku og flutning í sólskini og þurrki, því rótarhárin eru við- kvæm og nái sól að skína á þau er hætta á að þau skemmist. Grafið er upp úr rásinni sem gerð var við rótarskurð og hún vfkkuð út og dýpkuð lítillega svo öll vinna verði aðgengilegri. Þeg- ar búið er að hreinsa vel frá rót- SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993 19
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.