Skógræktarritið - 15.12.1993, Side 25
arjarðveg, sandjarðveg og
leirjarðveg en það er einföld
skipting.
Moldarjarðvegur nýuppgrafinn
er oft súr, blautur og leiðir hita
illa. Bæta má eiginleika hans
með því að láta hann standa,
frjósa og þiðna á víxl í a.m.k. 1-2
ár og blanda í hann t.d. vikri eða
sandi, búfjáráburði og kalki ef
iarðvegurinn er of súr. Ekki skal
kalka nema fyrir liggi upplýsingar
um sýrustig jarðvegsins því of-
kölkun getur skaðað plöntur.
Sandjarðveg þarf að blanda
búfjáráburði og mold, að öðrum
kosti haldast vatn og næringar-
efni illa í honum.
Leirjarðvegur er rakaheldinn
og kaldur, þornar seint á vorin,
springur f þurrkatfð en hefur
þann kost að geyma áburðarefni
betur en sand- og moldarefni. Til
að bæta ræktunareiginleika hans
má blanda hann búfjáráburði,
mold, sandi eða vikri.
Búfjáráburður bætir eðlisgerð,
samkornun og efnageymslueigin-
leika jarðvegsins. Hann örvar
rotnun og smádýralíf, og jarðveg-
urinn verður hlýrri sem að líkind-
um örvar rótarvöxt og minnkar
hættu á frostlyftingu. Fagmenn
hafa yfirleitt ákveðnar skoðanir á
hvernig blanda skal jarðveg og
víst er að hlutföllin eru ekki alltaf
þau sömu, ræður þar oft hvaða
efnum moða má úr, einnig kemur
til eigin reynsla og tilfinning.
í trjárækt í görðum og sumar-
húsalóðum getur verið erfitt að
skapa einstökum plöntum þann
kjörjarðveg sem þær kjósa sér.
Gróðursetning
Gróðursetning er að jafnaði fram-
kvæmd á vorin um það leyti sem
tré og runnar fara að bæra á sér.
Plöntum sem gróðursettar eru
síðsumars eða að hausti hættir
frekar til að rótslitna af frost-
þenslu í jarðveginum hafi rætur
náð að myndast eftir gróðursetn-
ingu og er sá tfmi oft talinn
ótryggari en vortíminn. Minni
reynsla er af haust- en vorgróður-
setningu og hefur þetta lítið
verið kannað.
Áður en tré er tekið upp og
flutt skal nauðsynlegum undir-
búningi vera lokið á gróðursetn-
ingarstað svo rótarkerfi plönt-
unnar sé sem styst ofanjarðar.
Gott er að grafa holuna a.m.k.
einu ári áður en gróðursett er,
sérstaklega ef jarðvegur er þétt-
ur, blanda í hana húsdýraáburði
allt að einum fjórða hluta, sandi
eða vikri, en mold ef jarðvegur-
inn hefur hátt hlutfall af sandi.
Dýpt holunnar þarf að minnsta
Við upptöku þarf að vera við höndina
strigi, klippur, stunguskófla og þjöl til
þrýningar, verkfærin þurfa að vera
þitgóð.
kosti að vera 80 cm fyrir tré, en
hún má ekki vera grynnri en svo
að losað hafi verið um jarðveg-
inn a.m.k. 30-40 cm undir hnaus
þegar hann er kominn á sinn
stað í jarðveginum. Æskilegt er
að þvermál holunnar sé f það
minnsta tvöfalt þvermál rótar-
hnaussins svo ræturnar nái að
vaxa fljótt út frá trénu og veita
því þann stuðning sem þarf.
Stoðum er veita eiga trénu
stuðning eftir gróðursetningu er
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993
23