Skógræktarritið - 15.12.1993, Page 32

Skógræktarritið - 15.12.1993, Page 32
Köngulmyndun á þessari grein af jap- anslerki er svar við gibberellingjöf. Vatns- og áburðarmagn verður að vera f góðu lagi. Best er að vökva oft og mikið en þá þurfa pottarnir að leiða vatn vel og moldin að vera gljúp svo ekki verði súrefnisskortur við ræturn- ar. Fylgjast þarf vel með ástandi trjánna og senda moldarsýni úr pottunum í efnagreiningu tvisvar til þrisvar á ári. Ætlunin er að trén vaxi í pott- um í gróðurhúsi til framþúðar. Þá þarf að umpotta yfir í stærri potta er trén stækka, og skerða rætur þeirra og skipta um mold á þriggja til fjögurra ára fresti eftir það. Eftir 3-4 ár þarf að klippa trén talsvert árlega til að haida þeim í viðráðanlegri stærð. Blómgun Er trén hafa náð 2-3 m hæð má fara að örva blómgun. Ég nota orðið 'blómgun' þótt það eigi strangt til tekið ekki við um ber- frævinga, því orðið 'könglun’ er svo ljótt. Myndun könguibruma á sér stað í júní-júlí árið fyrir blómgun, hugsanlega í maí-júní á trjám sem vaxa f gróðurhúsi. Aðgerðir til að örva blómgun eru framkvæmdar um þetta leyti eða fyrr. Vaxtarstjórnandi efnið gibberellin (GA4/7) er notað til að örva blómgun barrtrjáa. Evrópulerki, mýralerki (Larix laricina (Du Roi) K.Koch) og japanslerki (Larix leptolepis (Zieb. & Succ.) Endl.) hafa öll svarað GA4/7 með aukinni blómgun (Bonnet-Masimbert 1982, Eysteinsson og Greenwood 1990). Efninu er sprautað í holu sem boruð er niður á ská f stofn trésins um það leyti sem lenging sprota er að hefjast að vori. í gróðurhúsi ætti þetta að vera seint í apríl eða snemma í maí. Gibberellin hefur ekki verið reynt á Larix sibirica eftir því sem ég best veit. Þess vegna þarf að gera tilraunir með tímasetningu GA4/7 gjafar og magn. Einnig getur verið munur á svörun eftir aldri trésins (Þröstur Eysteinsson 1992). Ekki er þó ástæða til að ætia að rússalerki bregðist öðru- vísi við en evrópulerki eða jap- anslerki. Ýmsar tegundir álags örva blómgun barrtrjáa en þær sem helst eru notaðar eru rótar- skerðing að vori og þurrkur og hár hiti fyrripart sumars. Verða þessar aðferðir einnig prófaðar samfara GA4/7. Frjódufti safnað í pappírsbáta. Frævun - fræmyndun Lerki er tvíkynja og ber kven- köngla yfirleitt ofarlega í krón- unni og utarlega á greinum en karlköngla neðar og innar. Þó geta karl- og kvenkönglar mynd- ast hlið við hlið á sömu grein. Köngulbrum myndast oftast á enda eins til fimm ára gamalla smásprota en geta einnig mynd- ast sem hliðarbrum á langsprot- um. Mjög er misjafnt hversu frjósamir einstaklingar eru. Sum- ir blómstra mikið nær árlega en aðrir nánast aidrei eða bera mjög fáa köngla. Hlutfall kynjanna er einnig misjafnt eftir einstakling- um, í sumum tilvikum þannig að eingöngu myndast könglar af öðru hvoru kyninu og er þá hægt að tala um karltré eða kventré. Einnig breytist hlutfallið með aldri þannig að hlutfall karl- köngla eykst. Ung lerki eru oft að mestu kvenkyns en gömul tré karlkyns (Eysteinsson og Greenwood 1993, Greenwood o.fl. 1989, Clark 1983). Lerki blómstrar mjög snemma vors og opnast köngulbrum tveim til þrem vikum á undan nálarbrumum. í gróðurhúsi geta köngulbrum farið að þrútna í 30 SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.