Skógræktarritið - 15.12.1993, Side 35

Skógræktarritið - 15.12.1993, Side 35
Lerkifrægarður í gróðurhúsi að sumar- !agi. áhugaverðir fyrir Suður- og Vest- urland þar sem rússalerki hefur feynst lakara vegna vorkals. Með tilkomu fræræktartilrauna í gróðurhúsi opnast möguleikar á að búa þessa kynblendinga til. Eitt evrópulerki og eitt sifjalerki eru með í fyrsta foreldrahópnum og sennilegt að nokkrum verði bætt við. lapanslerki er vart til á Islandi, var sáð á Hallormsstað en drapst allt í uppeldisbeðum (Sigurður Blöndal, munnl. uppl.). Ef nota á japanslerki til kyn- blöndunar þarf að rækta það frá fræi í gróðurhúsi. Sjálfsagt er að búa til nokkra systkinahópa af þessum þremur kynblendingum °g prófa þá með rússalerki í af- kvæmatilraunum. Reynist þeir vel má síðan athuga með að fjölga þeim frekar. Fjallalerki Fjallalerki (Larix lyallii) vex við skógarmörk í Klettafjöllum sitt hvorumegin landamæra Banda- rfkjanna og Kanada. Á þeim slóð- um vex tegundin í afar rýrum jarðvegi, þolir stutt vaxtartímabil (júní-september, þurrk og frost í öllum mánuðum ársins) (Arno Evrópulerki sem erað hefja 5. vaxtar- tímabil eftir ágræðslu. Það er 3,5 m hátt og ber um 200 köngla. 1992). Þrátt fyrir erfið skilyrði vex fjallalerki örugglega, er yfirleitt beinvaxið og getur orðið stórvax- ið (30 m). Örfáir einstaklingar af fjallalerki eru til á íslandi, þeir elstu frá 1970 á Hallormsstað. Þar hafa þeir vaxið hægt en ör- ugglega þrátt fyrir illa meðferð (gleymdust lengi í skugga og eru enn undir birkiskermi, en fjallalerki þolir ekki skugga frekar en aðrar lerkitegundir) og báru köngla 1992. Þetta er afar athyglisverð teg- und, einkum til landgræðslu, og er vel hugsanlegt að hún geti þrifist hér í 200-500 m hæð. Teg- undin er ekki nytjuð og fræmynd- un á heimaslóðum er stopul þannig að fræöflun er ómöguleg nema með því að gera út sér- staka leiðangra. Eina örugga leiðin til að afla fræs er að fram- leiða það hérlendis. Eitt fjalla- lerki er með í fyrsta foreldra- hópnum og verða fleiri. Vanda- málið er að vegna erfiðleika með að ná fræi eru trén frá 1970 hugs- anlega hálfsystkin og eins þau sem voru gróðursett 1981 á Vögl- um og Mógilsá. Fræsending barst frá Montana f Bandaríkjun- Fjailalerki innan um blágreni og fjalla- þin í Klettafjöllum Norður-Ameríku. Athyglisverð tegund fyrir ísland. um s.l. haust en það fræ var allt tínt af sama tré. Það er þvf líklegt að allt fjallalerki sem hingað hef- ur borist sé undan þremur móð- urtrjám. Verði fleiri en eitt tré úr hverri fræsendingu valið til undaneldis þarf að stýra víxlun til að forðast skyldleikarækt. Ætl- unin er að reyna að fjölga þessari tegund sérstaklega en jafnframt þarf að leggja áherslu á að fá hingað fræ frá fleiri stöðum. Lokaorð Ef allt gengur samkvæmt óskum, munu þær tilraunir sem fyrirhug- aðar eru og hér er lýst leiða til þess að hér verði hægt að fram- leiða fræ af vel aðlöguðu og fal- legu lerki. lafnframt eigum við að halda áfram að afla fræs frá Rússlandi þegar tækifæri gefst. Þannig aukum við fjölbreytni, fáum ný kvæmi, og þar með meira efni til að moða úr við kyn- bætur. Myndir: greinarhöfundur. SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993 33
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.