Skógræktarritið - 15.12.1993, Blaðsíða 40
Fyrr og nú
SIGURÐUR BLÖNDAL
Raftahlíð
á Hólum
í Hjaltadal
s
litlum bæklingi, sem Snorri
Sigurðsson setti saman um
skógræktina að Hólum í
Hjaltadal skrifar hann (bls. 4):
„Fimm árum síðar [ 1957] er
sett upp 19 ha girðing á vegum
deildarinnar |úr Skógræktarfélagi
Skagfirðinga|. Var þá girtur nyrsti
hluti núverandi skógræktargirð-
ingar, eða framhald af gróðrar-
stöðinni gömlu til norðurs og
austurs.
Með þessu var lagður grund-
völlur að þeirri gróðursetningu,
sem átti sér stað á næstu árum,
en frá 1958 fram til ársins 1965
voru að meðaltali gróðursettar
um 30 þús. trjáplöntur.
Stóraukin gróðursetning kall-
aði brátt á aukið landrými, og
árið 1960 var sett upp 13 ha girð-
ing í Raftahlíð, en það er syðsti
hluti núverandi skógræktarsvæð-
is."
Myndirnar sjö, sem hér birtast,
eru teknar í Raftahlíð á árunum
1969-1992.
Ég kom fyrst í Raftahlíð 13. sept.
1969. í dagbók minni skrifa ég
um ferð okkar Sigurðar lónasson-
ar skógarvarðar til Hóla þennan
dag:
„Frábær árangur í nýju girðing-
unni af stafafuru og birki. Stafa-
furan betri en nokkurs staðar.
6 ára stafafura 1-1,5 m."
Myndirnar frá þessum degi eru
tvær: yfirlitsmynd, þar sem sér
niður til Hólastaðar. Hin sex ára
gamla stafafura er í forgrunni, en
birkið, sem ég minnist á í dag-
bókinni, er á miðri mynd. Síðan
er mynd af Sigurði lónassyni hjá
einni stærstu furunni í þessum
teig.
Næst kom ég í Raftahlíð
12. sept. 1973. Þá tók ég yfirlits-
mynd frá sama stað og fjórum
árum áður. Er hún birt hér.
Síðast var ég á Hólum 13. apríl
1992. Eru fjórar myndanna teknar
í Raftahlíð þann dag.
Fyrst er yfirlitsmynd tekin undir
sama sjónarhorni og hinartvær
frá 1969 og 1973. En nú bersvo
við, að stafafuran sést ekki, held-
ur er í forgrunni sitkagreni, sem
skyggir á furuna. Tuttugu árum
áður hefir það verið svo lftilfjör-
legt, að mér hefir ekki þótt taka
því að hafa það með á mynd.
Raunar vísast, að það hafi verið á
kafi f grasi. Síðan fylgja þrjár
nærmyndir: í jaðri stafafuruteigs-
ins (hins sama og er í forgrunni
myndanna frá 1969 og 1973)
standa þrír kennarar við Bænda-
skólann á Hólum, talið frá vinstri
Valgeir Bjarnason yfirkennari og
hjónin Guðrún Lárusdóttir og
Þórarinn Leifsson. Á næstu mynd
1969
38
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993