Skógræktarritið - 15.12.1993, Blaðsíða 45

Skógræktarritið - 15.12.1993, Blaðsíða 45
IÓN GEIR PÉTURSSON Jólatré og jólagreinar Inngangur Jólatrjáræktun á íslandi á sér um 40 ára sögu. Hafa verið ræktuð tré vfða um land og þau síðan höggvin fyrir jólin og seld sem jólatré í stofur landsmanna. Að undanförnu hefur þó sala á ís- lenskum jólatrjám dregist sam- an.6 u Hefur innflutningur á trjám frá Danmörku aukist að sama skapi.l9Ástæður þess eru sjálf- sagt margar og ekki hægt að benda á neina einhlíta skýringu. Eru margar aðrar þjóðir í sömu sporum og við varðandi innflutn- ing jólatrjáa og meira að segja stór skógarþjóð eins og Norð- nienn flytur inn allt að helming sinna jólatrjáa frá Danmörku. Einnig flytja Þjóðverjar, Svíar, Englendingar og fleiri þjóðir inn jólatré í stórum stfl frá Dönum.17 I þessari grein ætla ég að gera grein fyrir sögu jólatrjáa, hvernig jólatrjáræktunarmálum er háttað hér á landi, fjalla lítillega um arðsemi ræktunarinnar og fram- tíðarmöguleika. Að síðustu fjalla eg Iftillega um ræktun jólagreina. Er það tilgangur greinarinnar að benda á þá möguleika sem felast í jólatrjáræktun hérá landi. Eins og staðan er f dag eru flutt inn fyrir tugi milljóna tré og greinar sem við ættum hæglega að geta ræktað hér. Uppruni og saga jólatrjáa Kaflinn um uppruna og sögu jólatrjánna er að mestu fenginn úrágætri bókÁrna Björnssonar þjóðháttafræðings, Iól á íslandi (1963). Eitt helsta tákn jólahalds um allan hinn kristna heim og vfðar er jólatréð. Siðurinn að setja upp jólatré er tiltölulega nýkominn til sögunnar og eru ekki nema um hundrað ár síðan það varð al- gengt í Evrópu. Um uppruna jólatrjáa er ekki vitað með neinni vissu, en elstu rætur þess má efalaust rekja til einhverskonar trjádýrkunar. Hið sfgræna tré hefur löngum vakið furðu og aðdáun manna og þótt búa yfir leyndardómum, svo sem Askur Yggdrasils f norrænni goðafræði. í Róm var siður í fornöld að skreyta hús með grænum greinum um nýárið, eða gefa það hver öðrum og þótti það gæfumerki. Hið sama má segja um mistilteininn á jólunum í Englandi. Kristnar hugmyndir um skiln- ingstré góðs og ills kunna síðan að hafa blandast eldri kenning- Skreytt blágrenijólatré. Það er barr- heldið og ilmar vel. Mynd: S.BI. 24.12.86. um. Frá því um 1100 var tekið að leika helgileiki bæði innan kirkju og utan, m.a. um sköpun manns- ins. Stóð þá skilningstréð oftast á miðju sviðinu og var það sí- grænt tré og á það hengd epli og SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.