Skógræktarritið - 15.12.1993, Síða 46
Stafafurujólatré höggvin á Stálpastöð-
um í Skorradal. Skorradalurinn er aðal-
jólatrjáræktunarsvæði landsins.
MyndS.Bl. 08.12.87.
borðar. Líktist það talsvert jóla-
tré, en á það vantaði kertin líkt
og á fyrstu jólatrjánum sem
spurnir eru um.
Þann sið að setja kerti á jólatré
er talið að menn hafi tekið upp
eftir að byrjað var að reisa sígræn
tré í híbýlum manna á jólum.
Það er eðlilegt, því á jólum eru
kerti mjög höfð um hönd og því
ekki að undra að mönnum dytti í
hug að festa þau á trén.
Fyrstu heimildir um eiginlegt
jólatré eru frá Strassþurg í Þýska-
landi á 16. öld, en þá ergetið um
grenitré, sem stillt var upp á jóla-
kvöldi og það skreytt með eplum,
oblátum og gylltum pappír. Sfð-
an fara að finnast frekari ummæli
varðandi jólatré í Þýskalandi og
er þá nær alltaf um að ræða
skreytt grenitré, en án kertaljósa.
Það er síðan þýska skáldið
Goethe sem fyrstur getur um
Ijósum skrýtt jólatré í sögunni
„Leiden des jungen Werther" árið
1774 og virðist verða algengt upp
frá þvf að setja kerti á jólatré.
Árið 1807 eru t.d. boðin til sölu á
jólamarkaðnum í Dresden fullbú-
in jólatré m.a. með gylltum
ávöxtum og kertum.
jólatrjásiðurinn berst síðan frá
Þýskalandi til landanna þar í
kring og tekur að berast til Norð-
urlandanna eftir 1800.2 f Dan-
mörku geta fyrstu heimildir um
jólatré frá því að greifynjan Wil-
helmine Holstein hafi kveikt jóla-
Ijós á jólatré fyrir dóttur sína í
kastalanum Holsteinborg á Suð-
ur-lótlandi árið 1808.9 Frá svipuð-
um tíma eru sögur um jólatré f
Kaupmannahöfn og um svipað
leyti er talið að trén berist til Sví-
þjóðar. Þó eru til eldri heimildir
um jólatré hjá einstaka sænskum
aðalsmanni. Siðurinn kemur fyrst
fram í þorgum og meðal heldra
fólks á Norðurlöndum, eins og í
Þýskalandi, en þreiðist svo út
sfðar til almúgans í borgum og
sveitum.2
Með mótmælendatrúnni berst
síðan jólatrjásiðurinn út um
heiminn og kenndu kristniboðar
frumstæðum þjóðum að setja
upp jólatré. Það gekk þó ekki
alltaf áfallalaust og eru til margar
sögur um vandræði tengd jóla-
trjám. M.a. átu eskimóar kertin af
trjánum í N.-Kanada og í Ástralíu
brunnu heimili vegna þess að
kertin hnigu út af í hitum.
Jólatré á íslandi
fyrr á öldinni
Til fslands er talið að fyrstu jóla-
trén berist um 1850, og þá á ein-
stöku heimili íkaupstöðum,
helst hjá dönskum kaupmönn-
um. Sfðan breiðist siðurinn afar
hægt út og mun ekki hafa orðið
algengur að neinu marki fyrr en
nokkuð kom fram yfir sfðustu
44
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993