Skógræktarritið - 15.12.1993, Blaðsíða 56
Rauðgrenijólatré ræktuð undir birki-
skermi í Brynjudal í Hvalfirði. Þannig
fer nær öll jólatrjáframleiðslan fram
hér á landi.13,14 Mynd: j.G.P. sept. '92.
2 - 3 ára og kostar slík planta 36
kr/stk. Höfum við 1,25 - 1,50 m
milli plantna, sem þýðir að við
gróðursetjum 5.330 plöntur í
hektarann. Gróðursetningar-
kostnaður hefur verið reiknaður
út hjá Áætlanadeild Skógræktar
rfkisins og er áætlaður kr 9,6
pr/plöntu, miðað við að vinnu-
flokkur gróðursetji undir stjórn
flokksstjóra sem jafnframt sér um
plöntuaðföng.
Gert er ráð fyrir að afföll af
plöntunum verði 15% og því lifi
eftir 4.531 plöntur. Afföllin eru
ekki meiri vegna þess að notaðar
eru stórar piöntur (úr 150 cm3
bökkum), valdar samkvæmt
gæðakröfum með jólatrjárækt í
huga. Ekki er gert ráð fyrir fbæt-
um.
Reiknað er með að tré verði
höggvin fyrst á 12. ári og sfðan á
14. og 16. ári frá gróðursetningu
og að þau fari öll í hæðarflokkinn
1,25 - 1,50 m. Reynsla er fyrir því
hér á hagstæðum stöðum að
rauðgreni sé búið að ná þessari
hæð á þessum tíma (ársvöxtur
að meðaltali um 10 cm). Ekki er
nein gæðaflokkun á jólatrjám
hérlendis og þarf því ekki að
reikna með henni.
Samkvæmt upplýsingum frá
þeim sem hafa ræktað jólatré,
svo sem úr Skorradal og Hauka-
dal, má gera ráð fyrir 30 - 50%
nýtingu úr rauðgreniteigum ef
þeir eru vel hirtir og á þá borinn
áburður. Þetta leggjum við til
grundvallar í dæminu og gerum
því ráð fyrir 40% nýtingu. Til að
ná henni berum við 8 sinnum á
hvert tré á tímabilinu. Á 3. og 7.
ári til að hjálpa plöntunum að
vaxa úr grasi og örva vöxt, á 11.
ári til að örva vöxt þeirra, og á
12. - 16. ári til að örva vöxt, fá
dökkgrænan lit, lengri og þrótt-
meiri nálar og betri krónufyll-
ingu. Eru fyrstu og síðustu á-
burðargjafirnar fyrir högg líklega
mikilvægastar. Gert er ráð fyrir að
fyrst séu 30 grömm borin á
hverja plöntu eða ca 150 kg/ha,
önnur áburðargjöf sé 50 g/pl eða
250 kg/ha og þriðja áburðargjöfin
sé 100 g/pl eða 500 kg/ha. Á 12.,
14., og 16. ári, þegartré eru
höggvin, ergert ráð fyrirað ekki
sé borið nema á um helming
trjánna, eða þau sem líklegast er
að verði jólatré, alls 50 g/stk. af
áburði. Sérstaklega er mikilvægt
að bera á þau tré sem gert er ráð
fyrirað höggva þá um jólin.
Sama gildir um 13. og 15. ár en
þá á að bera á 100 g/plöntu.
Þess ber þó að geta að þar sem
jarðvegsskilyrði eru sérlega hag-
stæð er ekki þörf á slfkri áburðar-
gjöf. Þar getur hún orðið til þess
54
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993