Skógræktarritið - 15.12.1993, Page 60

Skógræktarritið - 15.12.1993, Page 60
Skógarfura er mikið notuð sem jólatré í N.-Ameríku og einnig f Evrópu, m.a. rækta Danir hana. Hún hefur þann galla að vilja gulna snemma vetrar og tapar þá oft það miklum lit að hún verður ósöluhæf. Til að sporna við því hafa menn reynt að nota eins suðlæg kvæmi og hægt er, en þau gulna síður. Eins má höggva hana snemma hausts, áður en gulnunin á sér stað, því hún er afar barrheldin. Fullyrða má að hægt sé að rækta skógarfuru hér á landi sem jólatré. Til að sporna við lúsinni sem herjar á hana má úða með skordýraeitri, líkt og Danir gera í sinni jólatrjáræktun. Það ætti þó ekki að þurfa að gerast nema einu sinni til þrisvar á ræktunar- ferlinum, sem er mun sjaldnar en gert er í dönsku ræktuninni. Hún hefur yfirleitt beinni stofn en stafafura og eins vex hún hægar og getur þvf orðið þéttari. Hæg- lega má forma hana til með klippingum til að fá fram æski- lega lögun. Lindifura (Pinus cembra) Lindifura var gróðursett á nokkrum stöðum hér á landi í Lindifura á Hallormsstað. Af henni fást fallegar jólagreinar og eins kemur til greina að rækta hana sem jólatré. Mynd: S.Bl. 13.07.92. byrjun aldarinnar. Hefur hún náð ágætum þroska, t.d. hefur hún náð 13 - 14 m hæð á Hallorms- stað og er mjög falleg f Eyjafirði. Lindifuran hefur verið notuð með ágætum árangri sem jólatré á Hallormsstað, en þar sem lítið hefur verið gróðursett af henni hefur hún aldrei komist á al- mennan markað. Því kemur vel til greina að rækta hana sem jóla- tré, sérstaklega austan- og norð- austanlands. Hún er með sérlega fallega krónu, er barrheldin og hefur verið laus við meindýr og sjúkdóma. Einnig fást af henni afar fallegar jólagreinar. Helsti ókosturinn við notkun hennar er hve seinvaxin hún er, en gera verður ráð fyrir að hún þurfi allt að 20 ár til að ná sér f venjulega jólatrjástærð. Þó hefur ekki verið kannað til hlítar hvað megi stytta þann tíma með áburðargjöf. Lindifura er því trjátegund sem tvímælalaust þarf að gefa gaum í framtíðinni. Sveigfura (Pinus flexilis) og broddfura (Pinus aristata) Báðar þessar tegundir eru falleg- ar sem jólatré en eru það sein- vaxnar að slík ræktun verður tæpast arðbær, nema hægt sé að sleppa að mestu við umhirðu. Má gera ráð fyrir því að broddfur- an þurfi a.m.k. 25 ár til að ná nægri hæð en sveigfuran eitt- hvað skemmri tíma. Þessar teg- undir eru hins vegar heppilegar til að klippa af greinar og verður vikið nánar að þeim í kaflanum um jólagreinar. Broddfura hentar ágætlega til greina- framleiðslu og einnig hugsanlega til jólatrjáræktunar. Myndin er af 25 ára gamalli broddfuru í Mjóanesi á Völlum. Mynd: S.Bl. 01.08.92. Douglasgreni, döglingsviður (Pseudotsuga menziesii) f norðurhéruðum Bandaríkjanna, í Kanada og vfðar er douglas- greni mjög vinsælt jólatré. Áferð þess minnir á þintegundir, barrið er mjúkt og fellur seint af. Hér- lendis hefur grenið lftið verið reynt. Þó eru til nokkrir teigar, m.a. á Hallormsstað, þar sem það hefur vaxið ágætlega og náð um 13 m hæð á 48 árum. Sjálf- sagt er að gefa því frekari gaum f framtfðinni og þreifa fyrir sér í ræktun þess sem jólatrés. Jólagreinar Framleiðsla á jólagreinum hefur verið lítil hér á landi. Hafa verið klippt ca 1.000 kg af greinum ár- lega f Skorradal, en annarstaðar minna.6'14 Má áætla að framleiðsl- an á landinu öllu sé um 2.000 kg á ári. Eru nær eingöngu klipptar greinar af stafafuru, en lítillega af öðrum tegundum, s.s. fjallaþin, bergfuru og broddfuru. innflutn- ingur jólagreina nemur hins veg- ar tugum tonna árlega. Því er ljóst að stór markaður er fyrir jólagreinar hér og að inn- lenda framleiðslan er einungis lítið brot af heildarnotkuninni. 58 SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.