Skógræktarritið - 15.12.1993, Page 61
Af síberíuþin má fá fallegar og ilmríkar
jólagreinar sem gefa nordmannsþin
ekkert eftir. Myndin er tekin í
Fellsskógi í S.-Þingeyjarsýslu en þar
hafa þær verið nýttar.
Mynd: J.G.P. 26.10.92.
Þessu verðum við að breyta og
reyna að auka markaðshlutdeild
okkar á greinamarkaðnum. Til
þess höfum við nú þegar mikinn
efnivið til að vinna úr. Einnig
þurfum við strax að taka upp
rannsóknir á því hvaða tegundir
og kvæmi henta best. Einnig þarf
að rannsaka ýmsa þætti varðandi
ræktunina svo sem hvaða áburð-
arnotkun hentar best við okkar
aðstæður og hvernig best sé að
fara að við klippingu greina.
Fyrir jólin er langmest selt af
þingreinum en einnig töluvert af
furu- og sýprusgreinum. Þin-
greinarnar eru nær allar fluttar
inn. Þær eru m.a. notaðar í
skreytingar, ofan á veggmyndir, í
kransa og á krossa á leiðum.
Furugreinar eru keyptar til ann-
arra nota en þingreinarnar, svo
að þar er ekki mikil skörun á
markaðnum. Þær eru mest not-
aðar standandi í vösum og í ým-
iskonar vafninga, m.a. á svala-
handrið. Meginkrafa er að jóla-
greinar haldi barrinu vel og er því
afar lítill markaður fyrir greinar af
grenitegundum, sem alltaf fella
barrið eitthvað.
Við höfum mest notað stafa-
furu í greinaframleiðslu og hefur
hún sýnt sig í þvf að henta vel til
þess. Fleiri furutegundir koma
einnig til greina og hafa berg- og
fjallafura verið klipptar töluvert í
greinar. Þessar þrjár tegundir eru
með tveimur nálum í hverju
nálaknippi. Greinar af furuteg-
undum með fimm nálum í knippi
eru jafnvel betri söluvara en þær
með tveimur nálum, þvf þær eru
oft þéttari og áferðarfallegri. Við
höfum góða reynslu af ræktun
nokkurra furutegunda sem hafa 5
nálar í knippi og gefa sérstaklega
fallegar greinar. Má þar fyrst
Innflutningur jólagreina (kg)
1991 1992
Nordmannsþinur (Abies nordmanniana) 39.004 37.400
Eðalþinur (A. procera = A. nobilis) 16.441 12.350
Silkifura, weymouthfura (Pinus strobus) 300 1,660
Sýprus (Chamaecyparis spp.) 9.902 6.700
Lífviður (Thuja spp.) 306 - •
Kristþyrnir (llex aquifolium) 21 108
ALLS: 65.974 kg 58.218 kg
Tölurnar eru fengnar úr þeim vottoröum sem komu til plöntueftirlits
Rannsóknastofnunar landbúnaðarins til áritunar.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993
59