Skógræktarritið - 15.12.1993, Page 72

Skógræktarritið - 15.12.1993, Page 72
trjávöruiðnaðurinn er sú atvinnu- grein, sem gefur þjóðarbúinu langmestar nettóútflutningstekj- ur, en þær námu 1991 51,1 miilj- arði sænskra króna. Næst kemur bílaiðnaðurinn með 20,6 millj- arða króna. Fyrst skoðuðum við pappírsverksmiðjuna f Iggesund, en hún og sögunarmylla fyrirtæk- isins eru á sama athafnasvæði. í aðalatriðum hefur pappír og pappi verið unninn á svipaðan hátt um aldaraðir, en með síauk- inni tækni hefur framleiðslan breyst frá því að vera handverk í að vera háþróaður iðnaður. Trjáviður er vel fallinn til slíkrar framleiðslu, þar sem frumur hans eru tiltölulega langar og byggðar upp af fjölsykrum, beðmi (cellu- lose), sem gefur viðartrefjunum mikinn sveigjanleika og styrk, en þær mynda trjámassann, sem er undirstaða pappírs- og pappa- framleiðslunnar. Pappaverksmiðjan Nú á dögum er trjámassi annað- hvort alfarið vélunninn eða unn- inn að hluta með efnafræðileg- um aðferðum, og er hinni siðar- nefndu beitt við gljápappafram- leiðsluna í iggesund. Var verk- smiðjan þar endurbyggð á árun- um 1988-1990 og er ein stærsta og nýtískulegasta verksmiðja sinnar tegundar í Evrópu. í stuttu máli er framleiðslufer- illinn þessi: Timbrinu er ekið á stórum vörubílum til verksmiðjunnar, en áður hefur það verið flokkað við skógarhöggið. Þannig fer sver- asta timbrið til sögunarmyllunn- ar, en grennri stokkar, sem aðal- lega hafa fallið til við grisjun, nýtast við pappaframleiðsluna. Á þetta bæði við um barrvið og birkivið. Timburstokkarnir eru birktir f geysistórum járnsívalningum, sem snúast um lengdaröxul sinn, en við það núast stokkarnir sam- an og birkjast. Sfðan fara þeir í öflugar flísunarvélar, sem höggva þá niður í hæfilega stórar flfsar, sem eru um 2,5 cm á hvern kant og um 0,5 cm á þykkt. Flísin er færð í suðuker, þar sem hún er soðin í lút undir þrýstingi og við 170°C hita, en hann inniheldur efnasamböndin natríumhýdroxíð og natríum- súlffð. Við þessa meðhöndlun þvæst megnið af tréninu (lignin) úr viðnum, sem kallast nú trjá- rriassi. Hann fer í frekari þvott og sigtun og eftir það er hann bleiktur með vetnisperoxíði og klóroxíði. Þessi bleikjunaraðferð gerir mögulegt að minnka til muna óæskileg úrgangsefni, sem ella bærust með frárennsli frá verksmiðjunni. Með þessu nást meiri framleiðslugæði og meira framleiðsluöryggi. Framleiðslu- gæðin felast m.a. í minni lykt og bragði af afurðum, skjannahvít- um og ljósþolnum gljápappa, og auknum sveigjanleika og styrk hans. Við framleiðslu trjámass- ans eru notaðar tvær vinnslulín- ur. Önnur fyrir massa unninn úr barrviði og hin fyrir birkiviðinn. Þessum mössum er síðan bland- að saman í vissum hlutföllum, eftir þvf hvaða styrkleika og aðra eiginleika gljápappírinn á að fá. Sjálf pappírsgerðin fer fram í feiknalangri vélasamstæðu, þar sem eitt stig vinnslunnar tekur við af öðru. í stuttu máli eru þau þessi: „Mötun" vélanna með trjá- massa og vatni (vatn 99%). Mót- un pappans úr fleiri lögum af örþunnum massa, þurrkun, yfir- borðsmeðhöndlun, s.s. með sterkju og lfmi, straujun með völsum, frekari þurrkun, gljáa- meðferð, upprúllun og pökkun. Áþessum langa ferli minnkar vatnsinnihald massans niður í 6% og í hann er bætt ýmsum efn- um til þess að ná tilskildum styrkleika og áferð. Pappinn er annaðhvort afgreiddur frá verk- smiðju f rúllum (þær stærstu 10 tonn að þyngd) eða í örkum af ýmsum stærðum. Hluti framleiðslunnarfertil pappaverksmiðjunnar f Ströms- bruk, en hún er aðeins norðar á ströndinni, en þá verksmiðju heimsóttum við einnig. Þar er gljápappinn húðaður með plasti eða málmþynnum, sem eykur notkunarmöguleika hans, s.s. einangrunargildi og styrkleika. Þar voru einnig framleiddar ýms- ar pökkunarvörur, s.s. vindlinga- öskjur, margskonar öskjur fyrir matvörur og einnota vörur, t.a.m. pappadiskar og drykkjarmál. Verksmiðjan f Iggesund fram- leiðir árlega 315 þús. tonn af trjámassa og 265 þús. tonn af gljápappa. Við hana starfa 1.300 manns, en f Strömsbruk eru unn- ar vörur úr 30 þús. tonnum af gljápappa og vinna þar 150 manns. Til að auðvelda vörudreifingu rekur Iggesund Paperboard A.B. trjámassaverksmiðju íWorking- ton í Bretlandi, ásamt minni pappaverksmiðju þar f landi og einnig í Hollandi. Fyrir utan hágæðavöru, er verk- smiðjan í iggesund þekkt fyrir gjörnýtingu hráefnis, á öllum stigum framleiðsluferilsins, og ráðstafanir til mengunarvarna. Á þetta t.d. við um endurnýtingu á hverskonar pappírsvörum, efnum sem notuð eru við framleiðsluna, orkusparnað og mengunarvarnir, en pappírsiðnaður er mjög orku- frekur og hefur verið þekktur fyrir mengun umhverfis og þá sérstak- lega mengun sjávar og vatna. Lýsandi dæmi um endur- vinnslu, orkusparnað og meng- unarvarnir er t.a.m. hvernig lútur- inn, sem trjáviðurinn er soðinn í, er nýttur. Hann fer f gegnum endurvinnslukerfi, þarsem 99% efnasambanda eru endurunnin, auk þess sem trénið úr honum er gufuþurrkað og nýtt sem brennsluefni í stað olfu. Þá er all- ur börkur og affallsviður sem til 70 SKÓGRÆKTARRITiÐ 1993
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.