Skógræktarritið - 15.12.1993, Síða 79
Sveigfurur við skólasel Gagnfræða-
skólans á Isafirði. Þeim hefirgreini-
lega ekki liðið alltof vel, enda lofts-
lagið annað en vestur í Klettaf|öllum
Norður-Ameríku.
Mynd: S.Bl., 24-09-80.
Hún hefir allríka tilhneigingu
til að mynda fleirtoppa, eins og
gjarnan er um háfjallatré. Er því
ástæða til að fylgjast vel með
toppnum og klippa strax burt
aukatoppa af trjám í görðum, því
bleytusnjór sest gjarnan í krónur
með mörgum toppum og getur
klofið stórar greinar frá stofni.
Hún telst standast vel loftteg-
undir með brennisteinssam-
böndum, en er talin mjög við-
kvæm fyrir fururyðsvepp (Cronar-
tium ribicola), sem valdið hefir
miklum skaða á Pmus strobus L.
í austurhluta N.-Ameríku og á
Pinus albicaulis Engelm. sums
staðar f Klettafjöllum.
Ættfræði
Furuættkvíslinni er skipt í 3 und-
irtegundir (Critchfield og Little
1966).
Sveigfuran tilheyrir undirætt-
kvíslinni Strobus, sem nefndareru
mjúkfurur eða hvftfurur og hafa 5
nálar í knippi. Hér á landi hafa
auk hennar verið ræktaðar af
þessari undirættkvísl: Klettafura
(Pinus albicaulis Engelm.), runna-
fura (P. pumila (Pall) Reg.), lindi-
fura (P. cembra L.), broddfura (P.
aristata Engelm.) og e.t.v. balkan-
fura (P. peuce Griseb.).
Hún vex í háfjöllum Norður-
Amerfku frá Texas og Nýju-Mex-
ikó í suðri til Alberta og Bresku
Kólumbíu í norðri.
Samkvæmt Schenck (1939) vex
hún í allt að 3.300 m y.s. í Snæ-
fjöllum Kaliforníu og finnst jafn-
vel í slíkri hæð í Montana. Vex
hún vfða í félagi við blágreni
(Pícea engelmannii (Parry) ex Eng-
elm.), broddfuru og einkanlega
klettafuru, sem Schenck kallar
„systur" hennar. f Arizona og
Nýju-Mexikó getur hún náð allt
að 25 m hæð og 50-80 cm þver-
máli. En norðar er hún miklu lág-
vaxnari og verður að kræklóttum
runna nærri skógarmörkum.
Hún verður 200-300 ára gömul
í frumskógi.
11 Um þessa gróðrarstöð, sjá Ársrit
Skógræktarfélags íslands 1948, bls.
13-18, ogÁrsrit Skógræktarfélags
íslands 1989, bls. 74-76.
HEIMILDIR
WILLIAM B. CRITCHFIELD and
ELBERTL. LITTLE )r„ 1966.
Geographic Distribution of the
Pines oftheWorld, U.S. Depart-
ment of Agriculture, Forest Service,
Miscellaneous Publication 991,
Washington D.C., bls. 39.
C.A. SCHENCK 1939. Fremd-
landische Park- und Waldbáume,
Zweiter Band, Paul Parey, Berlin,
bls. 378-382.
SKÓGRÆKT RfKlSINS, gróðrar-"
stöðvarskýrslur 1959-1988.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1992
77