Skógræktarritið - 15.12.1993, Blaðsíða 82
1. Merki um furulús á (a) greinum og (b) stofni skógarfuru. Myndirnar eru teknar í
Gjögrum, Mýrdal. Mynd (a): G.H.; Mynd (b); A.S.
kvæma hennar, og hefur tegund-
inni af þeim sökum verið skipt í
fjölda landfræðilegra deiliteg-
unda.
Skógarfura er dæmigert frum-
herjatré; hún er Ijóselsk, frostþol-
in, vex ört í æsku, er viljug að
bera fræ snemma á ævinni og
gerir litlar kröfur til næringar- og
rakaástands jarðvegs (Lines
1987). Bestum þroska nær hún á
kalksnauðum, sendnum þurr-
lendisjarðvegi á láglendi (Savill
1991). Tegundin getur náð um
200 ára aldri við hagstæð skil-
yrði. Vaxtarlag hennar er afar
breytilegt og háð bæði aðstæð-
um á vaxtarstað og uppruna.
Skógarfuruskóga er að öðru jöfnu
að finna á meginlandssvæðum
Evrópu; á nokkrum stöðum vex
hún þó í hafrænu loftslagi í Vest-
ur-Evrópu, s.s. í Skotlandi og
meðfram strönd Noregs, en þó
einkum inn til lands eða fjarða.
Hina tiltölulega landleitnu út-
breiðslu má skýra með því að
hún er hvorki vindþolin né salt-
þolin (Lines 1987; Savill 1991).
Skógarfura var fyrst reynd hér á
landi á árunum 1903-1906, en þá
var sáð fræsýnum af norskum,
skoskum og hugsanlega sænsk-
um uppruna í gróðrarstöðinni á
Hallormsstað (Hákon Bjarnason
1952; |ón Gunnar Ottósson 1988;
Þorbergur H. Jónsson 1990). Frá
þessum tíma stendur þyrping
skógarfurutrjáa á Hallormsstað,
en ekki er vitað nákvæmlega um
uppruna einstakra trjáa. Á árun-
um fyrirseinni heimsstyrjöld
hófst ræktun skógarfurunnar að
nýju. Gróðursetning hennar náði
hámarki á sjötta áratugnum, en
lauk árið 1961, vegna skemmda
af völdum furulúsar (Jón Gunnar
Ottósson 1988), sem fyrst er get-
ið um á prenti árið 1952 (Hákon
Bjarnason 1952). Mestallt það
skógarfurufræ sem flutt var inn á
þessum árum var frá Troms- og
Nordlandsfylki í Norður-Noregi
(sjá Töflu 1).
Furulús
Flokkunarfræðileg staða; Furulús
er blaðlús af undirættbálki jurta-
sugna (Homoptera). Heiti teg-
undarinnar er nú: Pineus pini
Gmelin, Linnaeus, 1789 (Erling
Ólafsson 1991). Hún tilheyrir
ættinni Adelgidae, en þær lýs
hafa verið kallaðar woolly aphids
á ensku, en náletrægallelus á
dönsku. Vísa bæði nöfnin til
þeirra einkenna, sem dýrin or-
saka á hýsiltrjám sínum.
Lýsing: Furulúsin er tæpur milli-
metri að breidd, en ríflega milli-
metri að lengd, fullvaxin. Hún er
flatvaxin, dökkbrún eða dökkrauð
að lit (sjá nánart.d. Carter 1971).
Lífsferill: Blaðlýs af ættinni Adel-
gidae eru þeirrar náttúru að
þurfa tvo hýsla til að geta full-
komnað lífsferil sinn. Aðalhýsill
Tafla 1.
Uppruni innflutts skógarfurufræs árin 1932-1992
UPPRUNI MAGN (í KG) % AF HEILDAR- INNFLUTNINGI
Troms, Noregi 158,3 63,3
Nordland, Noregi 75,9 30,4
Þrændalög, Noregi 1,6 0,6
Finnmörk, Noregi 0,5 0,2
Mæri/Romsdal, Noregi 0,3 0,1
Finnland 0,5 0,2
Svíþjóð 4,5 1,8
Skotland 0,8 0,3
Annað og óþekkt 7,7 3,1
Samtals 250,0
Unnið úr gögnum Baldurs Þorsteinssonar (1993).
80
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993