Skógræktarritið - 15.12.1993, Blaðsíða 82

Skógræktarritið - 15.12.1993, Blaðsíða 82
1. Merki um furulús á (a) greinum og (b) stofni skógarfuru. Myndirnar eru teknar í Gjögrum, Mýrdal. Mynd (a): G.H.; Mynd (b); A.S. kvæma hennar, og hefur tegund- inni af þeim sökum verið skipt í fjölda landfræðilegra deiliteg- unda. Skógarfura er dæmigert frum- herjatré; hún er Ijóselsk, frostþol- in, vex ört í æsku, er viljug að bera fræ snemma á ævinni og gerir litlar kröfur til næringar- og rakaástands jarðvegs (Lines 1987). Bestum þroska nær hún á kalksnauðum, sendnum þurr- lendisjarðvegi á láglendi (Savill 1991). Tegundin getur náð um 200 ára aldri við hagstæð skil- yrði. Vaxtarlag hennar er afar breytilegt og háð bæði aðstæð- um á vaxtarstað og uppruna. Skógarfuruskóga er að öðru jöfnu að finna á meginlandssvæðum Evrópu; á nokkrum stöðum vex hún þó í hafrænu loftslagi í Vest- ur-Evrópu, s.s. í Skotlandi og meðfram strönd Noregs, en þó einkum inn til lands eða fjarða. Hina tiltölulega landleitnu út- breiðslu má skýra með því að hún er hvorki vindþolin né salt- þolin (Lines 1987; Savill 1991). Skógarfura var fyrst reynd hér á landi á árunum 1903-1906, en þá var sáð fræsýnum af norskum, skoskum og hugsanlega sænsk- um uppruna í gróðrarstöðinni á Hallormsstað (Hákon Bjarnason 1952; |ón Gunnar Ottósson 1988; Þorbergur H. Jónsson 1990). Frá þessum tíma stendur þyrping skógarfurutrjáa á Hallormsstað, en ekki er vitað nákvæmlega um uppruna einstakra trjáa. Á árun- um fyrirseinni heimsstyrjöld hófst ræktun skógarfurunnar að nýju. Gróðursetning hennar náði hámarki á sjötta áratugnum, en lauk árið 1961, vegna skemmda af völdum furulúsar (Jón Gunnar Ottósson 1988), sem fyrst er get- ið um á prenti árið 1952 (Hákon Bjarnason 1952). Mestallt það skógarfurufræ sem flutt var inn á þessum árum var frá Troms- og Nordlandsfylki í Norður-Noregi (sjá Töflu 1). Furulús Flokkunarfræðileg staða; Furulús er blaðlús af undirættbálki jurta- sugna (Homoptera). Heiti teg- undarinnar er nú: Pineus pini Gmelin, Linnaeus, 1789 (Erling Ólafsson 1991). Hún tilheyrir ættinni Adelgidae, en þær lýs hafa verið kallaðar woolly aphids á ensku, en náletrægallelus á dönsku. Vísa bæði nöfnin til þeirra einkenna, sem dýrin or- saka á hýsiltrjám sínum. Lýsing: Furulúsin er tæpur milli- metri að breidd, en ríflega milli- metri að lengd, fullvaxin. Hún er flatvaxin, dökkbrún eða dökkrauð að lit (sjá nánart.d. Carter 1971). Lífsferill: Blaðlýs af ættinni Adel- gidae eru þeirrar náttúru að þurfa tvo hýsla til að geta full- komnað lífsferil sinn. Aðalhýsill Tafla 1. Uppruni innflutts skógarfurufræs árin 1932-1992 UPPRUNI MAGN (í KG) % AF HEILDAR- INNFLUTNINGI Troms, Noregi 158,3 63,3 Nordland, Noregi 75,9 30,4 Þrændalög, Noregi 1,6 0,6 Finnmörk, Noregi 0,5 0,2 Mæri/Romsdal, Noregi 0,3 0,1 Finnland 0,5 0,2 Svíþjóð 4,5 1,8 Skotland 0,8 0,3 Annað og óþekkt 7,7 3,1 Samtals 250,0 Unnið úr gögnum Baldurs Þorsteinssonar (1993). 80 SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.