Skógræktarritið - 15.12.1993, Blaðsíða 88
skógarfura við jökullæk, sem
plantað var 1953, Lifa þar a.m.k.
nokkrirtugireinstaklinga. Eru
þarna mörg verulega falleg tré.
Könglar virtust almennt stórir og
vel þroskaðir, og var þeim safn-
að. Hæsta tréð sem mælt var f
ferðinni var við Jökuilæk, og var
það 8,25 m að hæð. Ein sjálfsáin
skógarfura fannst, en hún var lús-
ug. Sumar skógarfururnar virtust
hér nýlega lausar við lús.
Á Eiðum lifa nokkur hundruð
skógarfurur í Hústjarnarás. Flest
trjánna eru í góðum vexti og
lausar við óþrif, þrátt fyrir kröpp
kjör og skjólleysi. Trén eru flest
lágvaxnari og krónumeiri en tré á
sambærilegum aldri við jökullæk
á Hallormsstað. Aðeins eitt
þeirra trjáa sem skoðuð voru
reyndist lúsugt.
Á Reynivöllum í Suðursveit
fundust nokkrar skógarfurur
hjarandi, engin falleg, en ein
sæmileg. Ein þessara var nokkuð
lúsug.
í Gjögrum í Mýrdal tóra nokkrir
tugir skógarfura, með mestu
harmkvælum, af um 600 plöntum
sem fóru niður á árunum 1952-
1953 (skv. skrá Skógræktarfélags
íslands). Engin þeirra er falleg,
nokkrar eru grálúsugar og margar
dauðar eða í dauðateygjunum.
Á Laugarvatni lifirtöluverður
fjöldi af skógarfurum, sennilega
nokkur hundruð, af 24.400 sem
þarvarplantaðá árunum 1950-
1958 (Baldur Þorsteinsson 1980).
Stærstu trén eru ríflega tvær
mannhæðir. Þar er að finna fal-
leg, krónumikil furutré, en flest
eru trén fremur vesaldarleg.
Hvað snertir hreysti og vaxtar-
hraða stenst ekkert trjánna sam-
jöfnuð við þær skógarfurur sem
gaf að líta í Ásbyrgi, að Eiðum
eða á Hallormsstað. Lús virðist
nýlega farin af flestum trjám og
nú er ekki nema örlítill lúsavottur
eftir á stöku tré.
í Haukadal voru settar niður
36.000 plöntur á árunum 1943-
1955 (Baldur Þorsteinsson
1980a). Af þeim er talið að um
1.000 séu enn á lífi (Baldur Þor-
steínsson 1980b). Lús er horfin
úr skógarfurutrjám í Haukadal,
en mörg þeirra bera þess merki
að vera nýsloppin undan lús eða
eiga í erfiðleikum með að jafna
sig eftir fyrri árásir. Hvað snertir
samanburð viðÁsbyrgi, Hall-
ormsstað eða Eiða gildir sama
og um Laugarvatn. Ofan til í Mið-
hlfð eru um þrjú hundruð tré og
er hið hæsta þeirra 6,80 metrar
að hæð. Þarna eru nokkrirtugir
fallegra trjáa, en krónumikil (Sig-
valdi Ásgeirsson, munnleg heim-
ild). í þessum trjám var töluvert
af könglum.
í stuttu máli má segja að helst
megi finna skógarfuru sem hrist
hefur af sér lúsina og dafnar vel
inn til lands á norðan- og aust-
anverðu landinu. Ekki virðist
hafa drepist meira af skógarfuru f
innsveitum sunnan- og vestan-
lands en norðanlands og austan.
Á Suður- og Vesturlandi er vöxtur
og þrif trjánna þó sýnu lakari,
auk þess sem trén eru oft með
breiðari krónu og sverari hliðar-
greinum. Enn virðist lús vera til
staðar f miklum mæli á skóg-
arfuru á hafrænni veðurfarssvæð-
unum sunnanlands, t.d. í Gjögr-
um í Mýrdal. Þótt grannt væri
leitað að furulús á stafafuru á
nokkrum stöðum þar sem hún
var þekkt fyrir fáum árum, bar sú
leit engan árangur. Engu lfkara
er, en að stafafura sé nú búin að
hrista lúsina af sér að fullu.
Athyglisvert er, að hvergi á
landinu sáust merki um frost-
skemmdir á skógarfuru. Á ein-
staka stað (einkum í Botnsvatns-
reit við Húsavík) sáust þó merki
um snjóbrots- og skaraskemmd-
ir. Hjá mörgum eldri skógarfur-
um virðist fræfall vera orðinn ár-
viss viðburður, og er sums staðar
að finna dæmi um sjálfsánar
plöntur.
Á öllum viðkomustöðum var
safnað könglum af skógarfuru-
trjám. í könglunum var að finna
einstöku þroskað fræ. Er ætlun
okkar sú, að þetta fræ verði not-
að sem samanburðarefniviður
við frekari rannsóknir á samspili
furulúsar og skógarfuru.
Skógarfuran: afturbati eða
gálgafrestur?
Þeirri spurningu er enn ósvarað
hvers vegna skógarfuru hnignaði
svo skjótt hérlendis fyrir tilverkn-
að lúsarinnar. Hér mætti velta
vöngum, og gætu komið til eftir-
farandi skýringar:
1. Að skógarfuran hafi hérlend-
is átt undir högg að sækja af öðr-
um orsökum, og furulúsin hafi
aðeins greitt tegundinni náðar-
höggið. Með öðrum orðum
mætti ætla að hér hafi verið til
staðar fjöldi streituvaida (t.d.
stuttur og svalur vaxtartími;
óhentugur jarðvegur; skortur á
sambýlisörverum) sem tegundin
(a.m.k. þau kvæmi hennar sem
hér voru í ræktun) var illa aðlög-
uð, og gert hafi skógarfurutrén
næmari fyrir áreitni furulúsar.
Þessa tilgátu má styðja með
því að benda á eiginleika sem
tegundin á sammerkt; kvæmi
hennar þola í flestum tilvikum
illa flutning milli staða án þess
að af hljótist veðurfarsskemmdir,
sjúkdómar og mikil afföll. Þannig
vegnar kvæmum skógarfuru illa f
Noregi og Svíþjóð sem flutt eru
frá upprunastað milli breiddar-
gráða (Bergan 1988; Eiche 1966)
eða milli strand- og meginlands-
loftslags innan Noregs (Bergan
1989). í kvæmatilraunum í
Skotlandi hefur flestum erlend-
um kvæmum tegundarinnar farn-
ast illa, í samanburði við þau
innlendu (Lines 1987). í saman-
burði við t.d. rauðgreni virðist
skógarfuran eiga örðugt með
þola aðstæður sem ólíkar eru
86
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993