Skógræktarritið - 15.12.1993, Qupperneq 89
8. Dæmi um skógarfuru sem orðin er
lúslaus og er að ná sér eftir undanfar-
andi lúsaárásir. Við lökullæk á Hall-
ormsstað. Mynd: A.S.
beim sem hún hefur mótast af
með náttúruvali á upprunastað,
og því er kvæmaval skógarfuru
öllu flóknara viðfangs. innan
Noregs (upprunasvæðis nær allr-
ar skógarfuru á íslandi) virðist
vera fyrir hendi mjög skýr munur
milli kvæma skógarfuru (Bergan
1988; 1989; Tilley 1992). Þarvirð-
ist hið fjöliótta landslag og
nrargbreytilega veðurfar sem það
skapar átt drjúgan þátt í að móta
vistfræðileg afbrigði (staðbrigði)
innan tegundarinnar, sem sýna
mikinn mun í aðlögun að sértæk-
um loftslagsskilyrðum. Reynslan
sýnir að flutningur á kvæmum
skógarfuru milli landssvæða leið-
ir oftast til mikilla vanþrifa, sjúk-
dóma og affalla fyrstu 20 árin eft-
ir útplöntun. Því er eindregið
ráðlagt að nota heimafengið fræ
við ræktun skógarfuru (Tilley
1992). f ljósi þessa er ekki að
undra þótt vanþrif hafi komið f
ljós hjá kvæmum skógarfuru sem
flutt voru frá 69° n. br. í Troms-
fylki, suður á bóginn til íslands,
sem liggur 4-5 breiddargráðum
sunnar.
Einnig má rökstyðja tilgátuna
með þvf að benda á þann lær-
dóm sem dreginn hefur verið af
þeim furulúsarplágum sem herj-
að hafa á nokkrar innfluttar teg-
undir tveggja-nála fura í Afríku
undanfarna áratugi. Tjón af völd-
um furulúsar þar er talið standa f
sambandi við þurrkatímabil.
Furutré sem þolað hafa langvar-
andi álag af völdum þurrka eru
talin vera næmust fyrir lúsinni
(Zobel m.fl. 1987, bls. 176). ]afn-
framt virðist vera fyrir hendi
breytileiki meðal kvæma og ein-
staklinga tegundanna hvað
snertir getu til að veita lúsinni
mótspyrnu (Barnes m.fl. 1976).
Hér á landi gætu margir streitu-
þættir hafa samverkað, og gert
skógarfuruna næmari fyrir árás-
um lúsarinnar.
Önnur skýring er sú, að hér á
landi hafi vantað einhverja nátt-
úrulega óvini furulúsar (skordýr,
sveppi eða bakteríur) sem haldi
furulús í skefjum (sbr. Hákon
Bjarnason 1979, bls. 105). Ekki er
vitað til þess að hér séu til staðar
nein rándýr, snfkjudýr eða sjúk-
dómar, sem leggjast á furulúsina.
Hér á landi hefur án efa orðið
mikill valþrýstingur með tilkomu
lúsarinnar. Fáein tré á ýmsum
stöðum hafa lítið látið á sjá frá
því að lúsin fór fyrst að verða á-
berandi á landinu (Hákon
Bjarnason 1979, bls. 105). Eðli-
legt er að ætla að aðeins lifi eftir
í fslenskum skógum þau tré sem
höfðu nægilegan þrótt til að
standast árásir lúsarinnar; vænt-
anlega þau sem best eru aðlöguð
loftslagsskilyrðum hérlendis.
Sömuleiðis er eðlilegt að ætla að
þessir eiginleikar skili sér í ein-
hverjum mæli til afkomenda
þeirra, og að hér sé kominn vísir
að því sem kalla mætti „hagvanur
stofn" (á ensku: „land-race"), sem
muni með tímanum gefa af sér
afkomendur sem öruggari eru í
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993
87