Skógræktarritið - 15.12.1993, Qupperneq 92
BRYNJÓLFUR JÓNSSON
Tré ársins
Fyrir nokkrum árum var gerð
tilraun til að brydda upp á
þeirri nýbreytni að velja
„tré ársins" í ritinu. Hvatamaður
þessa var Sigurður Blöndal, fyrr-
verandi skógræktarstjóri, en hug-
myndin er sótt til útlanda (sbr.
ÁrsritS.f. 1989, bls. 96).
Greinarhöfundur var frá upp-
hafi hrifinn af þessari hugmynd
og hefur haft trú á ágæti hennar.
Ég vil því reyna að endurvekja
og hefja til vegs og virðingar
„tré ársins" með smávægilegum
áherslubreytingum frá þvf sem
áður var.
Nokkur atriði verður að hafa f
huga þegar sendar eru inn tillög-
ur um „tré ársins" og skulu þær
helstar tilgreindar hér:
- engar ákveðnar lágmarkskröfur
gilda um stærð trés eða útlit.
- upplýsingar verða að fylgja, s.s.
staðsetning og ef vitað er um
uppruna, sögu, stærð eða aðra
áhugaverða þætti er tengjast
þvf.
- allar tegundir, barrtré jafnt
sem lauftré, eru settar undir
sama kvarða. Sömu sögu er að
segja um vetrar- og sumar-
myndir.
- ljósmynd sýni allt tréð, hluta
þess eða trjáþyrpingu.
- upplýsingar um Ijósmyndavél,
linsur og filmu skulu einnig
fylgja.
Við val á trjám og Ijósmynd
verða höfð til hliðsjónar eftirfar-
andi atriði:
- listrænt mat
- uppbygging og sjónarhorn
- sérstaða þegar horft er til sögu,
stærðar, vaxtarforms, fágætis,
fegurðar, staðsetningar o.s.frv.
Einungis verður valið eitt tré,
ein ljósmynd, sem verður verð-
launuð með peningaupphæð,
kr. þrjátíu þúsundum, aukviður-
kenningarskjals. Ritnefnd Skóg-
ræktarritsins ákveður hverju
sinni hvort og hvaða tré skal
verðlaunað.
Myndir og upplýsingar skulu
sendar Skógræktarfélagi íslands,
Ránargötu 18, 101 Reykjavík, og
skulu þær hafa borist fyrir 1.
mars ár hvert.
Til að ríða á vaðið og vekja
athygli ljósmyndara og áhuga-
manna um falleg og sérstök tré
var leitað í smiðju fagurkerans og
skógarbóndans Helga Hallgrfms-
sonar á Fljótsdalshéraði, en
FinnurTorfi Hjörieifsson og „Kolfinna"
á Skógarbala, Vallholti, Fljótsdal,
5. ágúst 1990. Mynd: H.Hg.
90
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993