Skógræktarritið - 15.12.1993, Side 96
unni: Til hvers að leggja í
kostnað við skjólbeltarækt?
Markmið skjólbeltaræktar
Skjól eykur uppskeru alls jarðar-
gróða, veitir skjól mönnum og
skepnum og dregur úr kyndingar-
kostnaði íbúðarhúsa.
Skjólbelti breyta snjóalögum.
Með réttri staðsetningu má
draga mjög úr snjóþyngslum á
vegum og annars staðar, þar sem
þau valda kostnaði eða óþægind-
um.
Skjólbelti hafa þvf mikla efna-
hagslega þýðingu, en hafa auk
þess gildi, sem erfitt er að meta
til fjár: Flestu fólki líður betur í
skjóli en á berangri.
Uppbygging skjólbeita
Skjólbelti eiga að liggja sem
mest þvert á verstu vindáttina.
Skjólþelti þarf að vera hæfilega
þétt alveg niður undir jörð, svo
að það þjóni hlutverki sínu sem
best. Danir telja belti hæfilega
þétt, þegar greina má hreyfingu
handan við það, án þess að sjá-
ist, hvað þar er á ferð. Þetta má
líka orða þannig, að holuhlutfall-
ið eigi að vera 45-50%.' Skjólbelti
af þessari gerð eiga að draga úr
vindhraða um helming í fjarlægð,
sem nemur tífaldri hæð beltisins.
Þar sem tilgangur skjólbeltis-
ins er fyrst og fremst að draga úr
snjóalögum á vegum og ekki er
aðstaða til að hafa beltið eins
langt frá vegi og æskilegt væri, er
rétt að hafa það þéttara. Því þétt-
ara sem beltið er, þeim mun
fremur hleðst snjórinn upp strax
að baki þess og skaflinn verður
hár og krappur. Kemur því sterk-
lega til álita að notast við sí-
grænar tegundir við þessar
aðstæður, t.d. sitkagreni.
Tegundaval
Á Suðurlandi höfum við nær ein-
göngu mælt með notkun tveggja
trjátegunda,- alaskaaspar (Populus
trichocarpa) og alaskavíðis (Salix
alaxensis). Þetta takmarkaða teg-
undaval hefur helgast af sparn-
aðarástæðum og því, að þetta
eru hvorttveggja tegundir, sem
bændur geta auðveldlega fjölgað
sjálfir. Veigamesta ástæðan fyrir
þessu tegundavali er samt sú
staðreynd, að þessar tegundir
vaxa hraðar í æsku en aðrar teg-
undir, sem reynsla er fengin af
hér á landi, og þola vindálag
mjög vel, einkum víðirinn.
Auk þess að skýla öspinni í
æsku á víðirinn að tryggja, að
skjólbeltið verði þétt alveg niður
að jörð, en slfkt er mjög mikil-
vægt, ef beltið á að veita fullt
skjól. Öspinni er hins vegar ætl-
að að tryggja að beltið nái sem
mestri hæð.
f margraða belti mætti hugsa
sér að hafa aðrar tegundir en hér
hafa verið nefndar í einni röð-
inni, þ.e. í þeirri röð, sem veit
best við sól og augum fólks. Væri
þetta fyrst og fremst gert af fag-
urfræðilegum ástæðum. Tegund-
ir, sem koma til greina í þessu
sambandi, gætu verið t.d.: álmur,
hlynur, heggur, yllir, gullregn,
birki, selja og reyniviður. Sumar
þessara tegunda er aðeins hægt
að nota í hinum mildari lands-
hlutum. Yllirinn og reyniviðurinn
gefa af sér ber, sem eru úrvals
fuglafóður.
Millibil: 2-3 m millibil milli asp-
arplantna er hæfilegt, en I m
milli plantna af brúnum alaska-
vfði. 3 m gæti verið hæfilegt bil
milli raða af ösp.
Aðeins er gert ráð fyrir einni
röð af víði í hverju belti. Brúnn
alaskavíðir hefur alls staðar á
landinu reynst með allra harð-
gerustu klónum. Hann er hins
vegar mjög plássfrekur og varla
ráðlegt að setja hann nær aspar-
röð en í 2-3 m fjarlægð. Sé not-
aður víðiklónn, sem fengið hefur
heitið „Hríma," eða annar, sem
enn hefur aðeins hlotið nafnið
„S-IA" má hafa minna bil eða
1-2 m milli víði- og asparraðar.
Það hefur reynst erfitt að sann-
færa alla um réttmæti þess að
gróðursetja jafn-gisið og hér er
mælt með. Þetta er samt byggt á
fenginni reynslu. T.d. var nokkuð
um það á 7. áratugnum, að gróð-
ursettar væru tvær viðjuraðir
með 3 m millibili. Síðan var
gróðursett'sitkagreni milli viðju-
raðanna nokkrum árum sfðar.
Sitkagrenið hefur víða átt erfitt
uppdráttar í þessum beltum, þar
sem viðjan þrengir um of að því.
Samt er viðjan mun fyrirferðar-
minni en brúnn alaskavfðir.
Þar sem skjólbelti stendur
meðfram girðingu og búast má
við stórgripum handan girðingar-
innar, er ekki ráðlegt að gróður-
setja trjáplöntur nær girðingunni
en í 2-3 m fjarlægð. Á skurð-
bakka, þar sem einhver hætta
getur verið á að skurðurinn graf-
ist út, skal skjólbeltaröð vera í
a.m.k. 1,5 m fjarlægð frá skurð-
bakka.
Raðafjöldi: Fjöldi asparraða get-
ur verið frá einni og upp í fjórar,
Sú stefna var tekin, þegar skjól-
beltaræktin var færð undir jarð-
ræktarlögin, að hámarksfjöldi
raða f skjólbelti skyldi vera 5
raðir.
Bændum hlýtur, að öðru jöfnu,
að vera kappsmál að geta haft
sem lengst á milli skjólbeltanna,
svo að stórar sléttur slitni sem
minnst í sundur. Því fleiri sem
raðirnar eru, þeim mun meiri
hæð nær beltið að öðru jöfnu.
Það getur því borgað sig fyrir
bændur að hafa fremur belti með
einni víðiröð og 4 asparröðum og
langt á milli belta en að hafa
belti með t.d. einni vfðiröð og
einni asparröð og mun skemmra
á milli belta.
Vissulega geta aðrir þættir
breytt útkomunni úr þessu dæmi.
Það á til dæmis við, ef skurðir
hluta túnin niður f tiltölulega
94
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993