Skógræktarritið - 15.12.1993, Blaðsíða 117
JÓN GEIR PÉTURSSON
BOAB-
tré í Ástralíu
Boab-tré við Katherine í Northern
k. ,
Territory fylki í Astralíu.
____k______;_:___________________________
Hluti af starfi okkar hér hjá
Skógræktarfélagi íslands
fer í að leiðbeina fólki
um gróðursetningu trjáplantna.
Oft heyrir maður þó gárunga
segja að það sem við séum að
segja sé einungis að árétta það,
sem allir vita, þ.e. að „græni hlut-
inn eigi að snúa upp og sá brúni
niður". Þessi ummæli komu mér
í huga þegar ég var á ferðalagi
um Ástralíu fyrir skömmu og
rakst á afar sérstætt tré sem vex
þar á þurrum svæðum.
Samkvæmt landrekskenning-
unni skildist Ástralía frá hinum
meginlöndunum fyrir um 50
milljónum ára. Þar hefur því um
langan tíma orðið til sérstætt
lífrfki, frábrugðið því sem annar-
staðar þekkist í heiminum. Allir
kannast við kengúrurnar, koala-
birnina, eucalyptus-trén og ýmis
önnur náttúrufyrirbæri sem ein-
kenna álfuna. Tilurð þessara
fyrirbæra hefur verið útskýrð með
kenningum nútíma líffræði, svo
sem þróunarkenningu Darwins
og hefur þannig hulu fáfræði og
getgátna verið flett ofan af upp-
runa þessara lífvera. Frumbyggj-
um Ástralíu fyrrum var hins vegar
ekki kunnugt um þróun og teg-
undamyndun lífvera, frekar en
öðrum á þeim tíma. Því eru til
þjóðsögur og ævintýri meðal
þeirra um það hvernig stór hluti
plantna og dýra álfunnar varð til.
Ein slík saga er til meðal frum-
byggjanna um sérkennilega trjá-
tegund sem nefnist boab (Adan-
sonia gregorii, sjá mynd), en það
er einmitt tré af þeirri tegund
sem varð á vegi mínum og sagan
um myndun þess minnti mig á
ummæli gárunganna heima á
íslandi.
En sagan er svona:
Eitt sinn fyrir langa löngu var
tré á gresjum Ástralfu, sem var
stórt og fallegt og breiddi út fag-
urskapaða krónuna. Þetta tré bar
af öllum öðrum trjám, sem uxu
á gresjunni, enda er þar þurrt og
vaxtarskilyrði um margt erfið.
Tréð var hins vegar afar hroka-
fullt og sér vel meðvitað eigin
ágæti og var sem það segði í sí-
fellu: „Mikið er ég fallegt, mikið
er ég glæsilegt!" Þetta leiddi til
þess að öll hin tré gresjunnar
liðu fyrir það hvað þau væru lítil
og ijót. Þessu veittu guðir frum-
byggjanna athygli og sáu það að
svona gæti þetta ekki gengið til
lengdar. Við þessu yrði að bregð-
ast til að halda samkomulagi
meðal trjánna á gresjunni. Því
gripu þeir til þess ráðs að snúa
fræjum trésins við, þannig að
stöngullinn yxi niður en rótin
upp. Þannig varð boab-tréð til,
og hjá því snýr því „græni hlutinn
niður en sá brúni upp". Upp óx
lágvaxin, sver og kræklótt rótin
og myndaði bolinn og greinarn-
ar, í stað þess að vera hávaxin og
glæsileg, en stofninn óx niður í
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993
115