Skógræktarritið - 15.05.1999, Side 15
Aðdragandi og upphaf
Upphafið að myndun þessa hóps
var síðsumars árið 1985, þegar
Oli Valur Hansson var að undir-
búa fræga ferð sína og þeirra fé-
laga, Ágústs Árnasonar, Böðvars
Guðmundssonar og Kára Aðai-
steinssonar til Alaska ( sjá Ársrit
Sí, 1986) til að safna efniviði fyrir
skógrækt, landgræðslu og garð-
rækt á íslandi. Sigurður Blöndal,
þáverandi skógræktarstjóri, hafði
samband við mig í byrjun ágúst
og bað mig að kalla saman hóp
forsvarsmanna ýmissa stofnana
og fyrirtækja sem hefðu áhuga á
ferð Óla Vals og vildu styðja
hana, en þyrftu sameiginlegan
vettvang til að skipuleggja úr-
vinnslu þess efniviðar sem safn-
að yrði. Þær tilraunir yrðu óhjá-
kvæmilega mun dýrari og krefð-
ust miklu meiri langtímavinnu en
söfnunarferðin sjálf. Áð mati
Sigurðar lægi líka mikið við að
skipuleggja úrvinnslu og safna
bolmagni til nægilega stórfelldra
tilrauna svo skorið yrði úr um
hæfasta efniviðinn úr safninu til
mismunandi nota. Ólfk viðhorf,
hagsmunir og áherslur þessara
aðila gerðu það hins vegar að
verkum að heppilegt væri að fá
aðila utan hópsins til að stýra
fundum og samræma sjónarmið-
in.
Astæðuna til þess að Sigurður
leitaði tii mín í þessu efni má ef
til vill rekja til hálfgerðs skamma-
bréfs um skógræktarstefnu á ís-
landi sem ég skrifaði honum í
maí 1978, en Sigurður var þá
nýorðinn skógræktarstjóri. Bréfið
skrifaði ég á ferð f lest, innblás-
inn af hrifningu, á leið um und-
urfagran, sænskan birkiskóg á
leiðinni frá Stokkhólmi til Öre-
bro. Þetta bréf leiddi seinna af
sér hugleiðingar um fjölþætt
markmið skógræktar sem ég flutti
a fundum með starfsmönnum
Skógræktar ríkisins og sfðar í er-
■ndi á Skógræktarþingi árið 1986.
Frá bréfi þessu er sagt í greininni
lóhann Pálsson skoðarberjum hlaðinn
mjallarhyrni (Cornus alba, L.|.
Uppskera söfnunarferðar. Vandlega
merktir klónar af víði eftir rætingu.
„Markmið skógræktar á íslandi" í
Ársriti Skógræktarfélags íslands
árið 1987. Meginboðskapurinn
var sá að sjóndeildarhringur
Skógræktar ríkisins væri of
þröngur og hún þyrfti að sinna
mun víðfeðmari markmiðum en
nytjaskógrækt til viðarfram-
Glaðst yfir vel heppnaðri framræktun
efniviðar úr safni frá Magadan. Önnur
frá vinstri er dr. Alexandra (Sasha)
Berkutenko, leiðsögumaður úr ferðum
til Magadan og Kamtsjatka.
leiðslu. Skógræktaráhugi fslend-
inga væri sprottinn af mun djúp-
stæðari og fjölbreyttari þörf en
landiægu og langvarandi viðar-
leysi. Þar mætti nefna löngun
eftir fegurð skógarins og skjóli til
útivistar í þessu blásna landi okk-
ar, - þrá eftir athvarfi frá hrjóstri
og næðingi og vilja til að endur-
heimta forna grósku landsins og
græða sár þess. Þess vegna þyrfti
að huga að meiri fjölbreytni í teg-
undavali til skógræktar, plöntun
með hliðsjón af landslagi, leggja
alúð við innlendar tegundir eins
og birki og víði, m.ö.o. leggja
stund á skógrækt fyrir núlifandi
fslendinga, en ekki eingöngu til
hagsbóta fyrir viðarbændur með-
al barnabarna okkar á miðri 21.
öld, - svo göfugt sem það væri í
sjálfu sér.
f bréfinu, sem ég nýlega fékk
aftur í ljósriti frá Sigurði, hét ég á
hann að gangast fyrir kynbóta-
átaki fyrir íslenska birkið og reyna
að laða fram bestu eiginleika
þess. Benti ég honum á að leita
liðsinnis hjá Þorsteini Tómas-
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999
13