Skógræktarritið - 15.05.1999, Blaðsíða 22
Hvert er verkefnið? Landið er stórt en
lífið stutt! - Gróðurbótamenn ræða
málin í tilraunareit á bökkum Lagar-
fljóts.
ári hafa verið haldnir 2-3 fundir
og stundum farnar lengri eða
styttri ferðir til vettvangsskoðun-
ar. Fundir eru yfirleitt haldnir í
stofnunum og fyrirtækjum sem
einstakir liðsmenn tengjast.
Fundir hafa m.a. verið haldnir á
Hallormsstað, Garðyrkjuskólan-
um á Reykjum, Rannsóknastöð-
inni á Mógilsá.
Fjölmennir fundir hafa verið
haldnir á Akureyri og á llluga-
stöðum í Fnjóskadal með þátt-
töku áhugafólks á Norðurlandi og
hefurÁrni Steinar ióhannsson,
framkvæmdastjóri umhverfis-
deildar Akureyrarbæjar, verið
fastur fulltrúi norðanmanna á
fundum félagsins. Þá hafa starfs-
menn Rannsóknastöðvar Skóg-
ræktar ríkisins á Mógilsá, þeir
Árni Bragason forstöðumaður og
Aðalsteinn Sigurgeirsson skóg-
fræðingur, sem nýlega hefur tekið
við stöðu Árna, verið mjög virkir
þátttakendur á vettvangi félags-
ins. Mörgverkefni Rannsókna-
stöðvarinnar hafa verið kynnt á
fundum þess og aðferðafræði og
val erfðaefnis í tilraunir verið
rætt. Þá hafa þeir framkvæmda-
stjórar Skógræktarfélags íslands
Snorri Sigurðsson og síðar
Brynjólfur Jónsson, ogÁsgeir
Svanbergsson frá Skógræktar-
félagi Reykjavíkur, Andrés Arn-
alds frá Landgræðslu rfkisins,
Þröstur Eysteinsson, fagmála-
stjóri Skógræktar ríkisins, svo og
núverandi skógræktarstjóri, Jón
Loftsson, verið áhugasamir þátt-
takendur. Sömuleiðis hefur )ón
K. Arnarson, núverandi fram-
kvæmdastjóri Barra hf. á Egils-
stöðum og áður ræktunarstjóri
hjá Ræktunarstöð Reykjavfkur-
borgar í Laugardal verið afar virk-
ur þátttakandi og annast verkefni
sem tengjast Gróðurbótafélag-
inu. Þá hafa aðrir starfsmenn
ræktunarstöðvarinnar í Laugardal
komið mikið við sögu eins og
Samson B. Harðarsön, Svanhvít
Konráðsdóttir o.fl. sem lagt hafa
verkefnum lið, ekki síst umsjón
með úrvinnslu efnis úr söfnunar-
ferðum til Magadan og Norður-
Noregs.
Nafnið „Gróðurbótafélagið" kom
fyrst til orða á jólafundi félagsins
sem haldinn var hjá Skógræktar-
félagi Reykjavíkur í desember
1988 og var tekið upp í fundar-
boði í ársbyrjun 1989. Áður hafði
hópurinn gengið undirýmsum
20
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999