Skógræktarritið - 15.05.1999, Qupperneq 23
nöfnum eins og „Alaska-hópur-
inn" vegna upphaflegra tengsla
við ferð Óla Vals, en eftir að verk-
efnum fjölgaði kallaðist hann um
tíma „áhugahópur um plöntu-
söfnun og kynbætur. Nafnið
„Gróðurbótafélagið" virðist nú
hafa fest við hann, og hæfir bæði
fjölhliða tilgangi og því blandi af
gamni og alvöru, áhugamanna-
starfi og fagvinnu sem verkefni
þess byggjast á.
Framtíð Gróðurbótafélagsins?
Það liggur í eðli svona hóps að
honum fylgja hvorki fyrirheit né
skuldbindingar um langlífi. í
ofannefndum reglum um slepp-
ingu á efniviði úr verkefnum á
vegum Gróðurbótafélagsins, sem
samþykktar voru á fundi þess,
7. janúar, 1994, segir: „Félagið
lifirsvo lengi sem menn hafa
gagn og gaman af því og vilja
vinna að verkefnum sem tengj-
ast því". Ýmsar breytingar hafa
orðið á högum einstakra þátttak-
enda á síðustu misserum. Ég hef
því velt fyrir mér hvort komið sé
að ævilokum eða hljóðlátri upp-
gufun þess. Samtöl við nokkra
burðarása þess benda þó til að
svo sé ekki. Satt að segja eru
spennandi verkefni f gangi. Önn-
ur kynslóð kynbótabirkis fór f hús
á þessu ári, íslenska „hengibjörk-
in" er að verða til, stórfelldar til-
raunir með innienda og innflutta
vfðiklóna fyrir skjólskóga, til-
raunir með víðivíxlanir, kyn-
blöndun á innfluttu og íslensku
birki, áframhaldandi úrvinnsla úr
söfnunarferðum til Magadan,
Kamtsjatka, Norður-Noregs,
tilraunir með innfluttar belgjurtir
og hugsanleg nýting þeirra f
landgræðslu, uppgjör elritilrauna
og margt fleira eru verðug
verkefni til að vera áfram á
dagskrá.
En einn góðan veðurdag mun
félagið leysast upp, hávaðalaust
og lfklega án þess að nokkur taki
eftir þvf, - án fréttatilkynningar
eins og þegar til þess var stofnað
með símtali Sigurðar Blöndals
sumarið 1985.
HEIMILDIR
Ágúst Árnason, Böðvar Guðmunds-
son ogÓli Valur Hansson, 1986.
Fræsöfnun í Alaska og Yukon haust-
ið 1985. Ársrit Skógræktarfélags
íslands, 1986: 33-60.
Vilhjálmur Lúðvíksson, 1987. Mark-
mið skógræktar. Ársrit Skógræktar-
félags íslands, 1987: 65-73.
ÓIi Valur Hansson, 1989. Alaskavíðir
og fleira - Kvæmi og arfgerðir. Árs-
rit Skógræktarfélags íslands, 1989:
45-51.
lóhann Pálsson, Vilhjálmur Lúðvíks-
son og Þorsteinn Tómasson, 1992.
Frásögn af kynnisferð og plöntu-
söfnun í Austur-Síbiríu. Ársrit Skóg-
ræktarfélags íslands, 1992: 17-42.
Þorsteinn Tómasson, 1994. Af ástum
fjalldrapa og bjarkar. Ársrit Skóg-
ræktarfélags fslands, 1994: 35-47.
Óli Valur Hansson og Brynjólfur )óns-
son, 1995. Söfnunarferð til
Kamtsjatka 1993. Ársrit Skógræktar-
félags íslands, 1995: 14-44.
Þorsteinn Tómasson, 1995. Embla -
kynbætt birki fyrir íslenska trjá-
rækt. Ársrit Skógræktarfélags fs-
lands, 1995: 76-94.
lóhann Pálsson, 1997. Víðir og víði-
ræktun á íslandi. Ársrit Skógræktar-
félags íslands, 1997: 5-36.
Sam vinnuferðir
Landsýn
Á verði fyrir þig!
Austurstræti 12: 569 1010 Hótel Saga viö Hagatorg: 562 2277 Hafnarrjöröur: 565 1155 Keflavfk: 421 3400
Akranes: 431 3386 Akureyrl: 462 7200 Vestmannaeyjar: 4811271 ísafjóröur: 456 5390
Einnig umboösmenn um land allt. www.samvinn.is
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999
21