Skógræktarritið - 15.05.1999, Síða 30

Skógræktarritið - 15.05.1999, Síða 30
um að ræða mikla upphitun af sól síðla vetrar, samtfmis miklum næturfrostum. Slitskemmdir af völdum skafrennings voru ekki áberandi þetta vor. Meira að segja alaskavíðir 'Gústa' í skjól- beltum var meira og minna skemmd niður að snjólaginu. En að öðru leyti einkennist reiturinn af því að snjólagið í honum þykknar með hverju árinu eftir því sem plönturnar hækka. Má því ætla, að með tímanum komi í ljós þær plöntur, sem skemmast sfður við slfk skilyrði. Haukadalur og Selpartur. í víði- reitnum á Reykjum voru gróður- settar í upphafi 4 plöntur af hverjum klón, en þess má geta, að tilraunareiturinn var gersam- lega skjóllaus til að byrja með, ólíkt reitnum í Hallormsstaða- skógi. Þrátt fyrir skjólleysið var góður vöxtur í plöntunum fyrstu þrjú sumrin, og þurfti að grisja árið 1990. Var önnur hver planta tekin upp með hnaus. Fengust þá að jafnaði tvær aukaplöntur af hverju klónsnúmeri víðis. Tæp- lega helmingur plantnanna var gróðursettur í fimm raðir á kirkju- túninu í Haukadal, en hinn helm- ingurinn var gróðursettur f reit f landi Selparts við Þjórsárósa. Víðiklónarnir eru á báðum stöð- um eingöngu frá Alaska. í þess- um tveim reitum hefur fengist mjög áhrifamikill samanburður á vexti víðiklónanna við sem ólík- ust skilyrði á Suðurlandi. Haukadalur fékk 578 víðiklóna. Starfsmenn Skógræktar ríkisins unnu reitinn upp úr suðurjaðri túnsins fyrir neðan kirkjuna. Fimm galvaskir sveinar í sumarvinnu á Garðyrkjuskólanum mættu síðan ásamt mér og plöntunum í lok júní 1990 og gróðursettu plönt- urnar í einum fleng. Langflestar víðiplönturnar komu fljótt vel til, og hafa sloppið við flest alvarleg áföll af völdum veðurs á athugun- artímabilinu 1991-1995, að und- anteknum sumarfrostunum 1993, en þá kól flestöll sitkavíðikvæmi í reitnum mjög illa, en annað sviðnaði mismikið. Selpartur fékk 666 víðiklóna. (Hjátrúin segir að 666 sé tala djöfulsins, en ég vona að það sé nú ekki þess vegna sem plönturn- ar eru svona illa farnar í reitnum). Er mætt var á staðinn með all- ar plönturnar og 5 galvaska vinnumenn frá Garðyrkjuskólan- um, var þar fyrir fríður flokkur af trjáunnendum á öllum aldri úr sveitinni. Gekk öll gróðursetning hratt og vel fyrir sig. Plönturnar þrifust vel frá byrjun, en fljótlega fór að bera á miklum skemmdum af ýmsum orsökum. Selpartsreiturinn er f mikilli sérstöðu vegna legu sinnar á flötu landi fyrir opnu hafi (aðeins 7 km frá sjó). Það er algjörlega skjóllaust f reitnum og er enn árið 1998, þannig aðvíðirinn er reyndur við ein erfiðustu skilyrði sunnanlands fyrir trjárækt. Til út- skýringar á því sem víðirinn hefur mátt ganga í gegnum í reitnum umfram það sem plöntur í öðrum reitum hafa mátt þola læt ég eft- irfarandi upplýsingar fylgja: 1. Þeir runnar, sem stóðu upp úr í reitnum sumarið 1992, misstu allir hæð niður í ca. einn metra vegna vetrarskemmda eftir vetur- inn 1992-1993. 2. Við kalmælingar seint í ágúst voru skemmdir af völdum nætur- frosta skráðar sérstaklega. 3. Það sem sýndist ónýtt til rækt- unar á bersvæði við þessar að- stæður var einnig merkt sérstak- lega. 4. Allt frá fyrsta vetri plantnanna í Selparti, 1990-1991 og fram til 1993 myndast slæm sár á þeirri hlið barkarins sem snýr á móti suðaustri. Er það líklega merki eftir suðaustan vindstrengi með eða án sandfoks. 5. Mikið er af lirfum sem éta blöð aláskavíðis, sitkavíðis, jörfavíðis og markavíðis í reitnum. 6. Sumarfrostin 1993 skemmdu ekki eða aðeins fáar plöntur af jörfavíði, markavíði, loðvíði og bitvíði. 7. Sumarfrostin 1993 skemmdu mest sitkavfði og næstmest alaskavfði, lensuvíði, og sviðju- víði. 8. Sviðjuvíðir er að deyja út í reitnum. 9. Greinilega lifna margar plantn- anna um hávetur, þar eð hlýindi ná að verða meiri svona nálægt sjó og sunnarlega á landinu. Lifnun í janúar, febrúar og mars með meðfylgjandi norðanáttum og frosti veldur síauknu kali niður eftir sprotunum. 10. Norðlægustu númerin deyja út í Selparti (t.d. A-001-A-069 og fleiri). 11. Númer ættuð úr innanlands- loftslagi (meira og minna stöðugt meginlandsloftslag) deyja út í reitnum. 12. Háar plöntur af Salix alaxensis ssp. longistylis, sem spjöruðu sig best framan af og trónuðu yfir öllum öðrum plöntum í reitnum, lækkuðu áberandi mikið eftir vetrarveðrið 1992-1993 og hafa ekki komist upp aftur síðan. 13. Maðkaplága fer vaxandi í reitnum, svo að ekkert er stund- um eftir af laufi trjánna fyrri part sumars. Við lauslega athugun í mars 1998 virðast aðeins hin ýmsu kvæmi af jörfavíði hafa sloppið og eitt eða tvö kvæmi af bitvíði. Annað er svo uppétið ár- lega að það verður héðan af að úða með eitri gegn skordýrum, til að fyrirbyggja slíkar skemmdir. Allir aðrir reitir virðast hafa sloppið við þvílíkar maðkaplágur fram að þessu. Um víðinn á Reykjum, sem er frá Yukon. Sama ár (1990) og grisjað var í víðinum frá Alaska og skipt á Selpart og Haukadal, var víði- klónunum frá Yukon, sem hefur nær eingöngu meginlandslofts- lag, farið að hraka áberandi mikið 28 SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.