Skógræktarritið - 15.05.1999, Blaðsíða 34

Skógræktarritið - 15.05.1999, Blaðsíða 34
Stuttar og hnitmiðaðar veðurlýs- ingar fyrir þau ár sem kalið var mælt eru nauðsynlegar, til að skilja betur hvernig hinir ýmsu víðiklónar bregðast við veðurfar- inu. Þetta var eingöngu skráð á Reykjum, þar sem ég starfaði. Með þessu móti vinsuðust þeir víðiklónar fyrr úr, sem eiga það til að Iifna mikið í umhleypingum um hávetur. Umhleypingar eru tíðir í okkar landi og áhrifaríkari því nær sem dregur sjó. Þess vegna valdi ég að staðsetja alla vfðiklónana einnig í Haukadal, til að vega upp á móti niðurstöðum í reitnum á Reykjum. Að mfnu mati gefur Haukadalsreiturinn upplýsingar um þrif víðiplantna annars staðar á landinu við svip- uð skilyrði inn til dala, jafnvel fyr- ir norðan inni í Eyjafirði og inni á Fljótsdalshéraði. Erþvf reynslan af sumum vfðiklónunum yfirfærð á þá staði, ef þá vantaði þar. Veðrið á Reykjum í stórum drátt- um og áhrif þess á plönturnar. Árið 1987 voru tilraunareitirnir tilbúnir til gróðursetningar. Öll tiiraunanúmer af víði, öspum, birki, elri og skrautrunnum voru gróðursett þetta ár. Sumarið 1987 var sólríkt og frekar þurrt, og hamlaði vatns- skorturvexti plantna framan af. Veturinn 1987-1988 var óvenju- hlýr og umhleypingasamur. Plönt- ur af mjög norðlægum uppruna fóru mjög illa. Þær lifnuðu fyrst í desember 1987, frusu síðan, lifn- uðu aftur í janúar, frusu aftur, og svona gekk þetta fram á vor með endurtekningum. Skemmdirnar urðu mestar á öspunum, sem voru orðnar um metri á hæð við gróð- ursetningu, en vorið 1988 voru þær kalnar niður í rót. Þetta varð til þess að ég Iét taka þær upp (1989), potta þær og setja f gróð- urhús. Þær voru svo sendar vestur að Læk f Dýrafirði (1990) f von um að einhverjar þeirra pössuðu frek- ar þar (tveim breiddargráðum norðar og töluvert stöðugri vetrar- kuldi en á Reykjum). Birkið skemmdist einnig allt mjög mikið, og gilti einu hversu stórar og myndarlegar plönturn- ar voru við gróðursetningu. Mik- ið af elrinu aftur á móti og mest- allt af víðinum sýndi miklu meiri sveigjanleika gagnvart svona veðurlagi. í stuttu máli sagt: veturinn 1987-1988 varð óhemju afdrifa- ríkur fyrir norðlægt efni á Reykj- um. Sumarið 1988 voru öll tilrauna- númer af barrtrjánum gróðursett í hlíðar Reykjafjalls (greni, fura, þallir, sýprus og fjallaþinur). Sumarið 1988 var miðlungs- hlýtt og rakt, en einkenndist mjög af suðvestan stórviðrum með 3-4 vikna millibili allt sum- arið. Þessum hvassviðrum fylgdi mikil saltmengun af sjó, svo að lauf viðju og aspa urðu kolsvört af núningi og sviðnun. Margt fleira skemmdist illa og var auð- velt að finna þær fáu aspir sem þoldu veðrið á Selfossi t.d., því megnið af gömlu trjánum skemmdist mikið og greinar í krónum trjánna dóu 1 og 2 metra niður. Þá komst t.d. asparklónn- inn 'Keisari' iðjagrænn og óskemmdur í gegnum sumarið. í byggðarlögunum við sjóinn, t.d. Stokkseyri, sýndi alaskavfðir 'Gústa' á eftirminnilegan hátt hvað hún þoldi saltausturinn vel. Aspasafnið úr söfnunarferðinni 1985 varð þvf annað árið f röð fyr- ir miklum skemmdum á Reykjum, og varð ekki séð að neinn aspar- klónn skæri sig úr og sýndi meira þol. Því miður tók ekki betra við er vetur lagðist yfir 1988-1989. Sá vetur er talinn vera sá harðasti og stormasamasti f minnum margra hér á Suðurlandi. Nógur var snjórinn, en enn meiri vindurinn og ógnarskafrenningurinn með síendurteknum skaraveðrum úr norðaustri. Öðru eins mundu menn ekki eftir í 50 ár. Sums staðar í byggð sátu eftir þykk lög af gróðurleifum, sem skóf ofan af heiðum í kring, og gróður- skemmdirvoru gífurlegar. í tilraunareitnum á Reykjum stórskemmdust allar plöntur alveg niður að snjólaginu og aðeins örfáar héldu hæð sinni, en á þeim má ennþá (1998) sjá örin f berkinum á norður- og norðausturhlið stofnanna. Sumarið 1989 voru allar lifandi plöntur af birki, nöturösp og þær balsamaspir, sem kól niður í rót veturinn 1987-1988, teknar upp og pottaðar. Þær voru látnar jafna sig inni í hlýju gróðurhúsi allt sumarið, en geymdar úti í körmum næsta vetur. Sem dæmi má nefna, að afföllin í birkinu voru orðin 80% á tveimur árum og sum tilraunanúmerin gersam- lega þurrkuð út. Flest tilrauna- númeranna innihéldu frá 10 og upp í 200 plöntur, svo að þar hafði mikil vinna verið „skafin" burt. Sumarið 1989 var svalt og mjög úrkomusamt sunnanlands og vestan, og gaf því ekki tilefni til mikils vaxtar, né gátu sárin gróið almennilega eftir undanfarna hrakninga. Plönturnar mættu því allar næsta vetri í frekar slöppu ásigkomulagi. Veturinn 1989-1990 var snöggt- um skárri en veturinn á undan og skemmdust flestar plöntur lítið eða ekkert. Sumarið 1990 var hlýtt, en frek- ar úrkomusamt, og vöxtur plantn- anna tók loksins kipp. Þá var grisjað í öllum víði frá Alaska, en ekki Yukon, og önnur hver planta sett í nýja tilraunareiti (Hauka- dalur og Selpartur). Veturinn 1990-1991 varsnjó- léttur og mildur. Skemmdir voru litlar og plönturnar litu vel út um vorið. Vorið 1991 voru allar elriplönt- ur teknar upp úr beðunum og gróðursettar í nýjan tilraunareit. 32 SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.