Skógræktarritið - 15.05.1999, Qupperneq 37
Loðvíðir 'Uggi' - Salix lanata ssp. richardsonii
'Uggi'
Markavíðir 'Mugga' - Salix barclayi ‘Mugga’
Markavíðir 'Mökkur' - Salix bardayi 'Mökkur'
Takið eftir skriftarmátanum, en
hann verða allir garðyrkjumenn
að tileinka sér um leið og sér-
merktir klónar eru teknir f fram-
leiðslu. Klónsheiti skal alltaf
koma á eftir aðalnafni tegundar-
innar á fslensku, t.d. alaskavíðir
eða á eftir latnesku heiti t.d. Salix
alaxensis, og skal ávallt skrifa með
stórum upphafsstaf (er sérheiti
klónsins) og innan einfaldra
gæsalappa, aldrei venjulegra
gæsalappa. Við fylgjum alþjóð-
legum nafnareglum íþessu tilliti
eins og svo mörgu öðru. Einnig
skal á það bent, að klónsheitið
eitt og sér dugir í mannlegum
samskiptum. Þar fyrir utan eru
klónsheitin ýmist karlkyns eða
kvenkyns eftir því hvort víði-
klónninn blómstrar karlkyns eða
kvenkyns blómum.
Þess hefur verið gætt að hvert
klónsheiti sé alls ekki notað á
einhverja aðra trjá- eða runna-
tegund. Þannig að t.d. ‘Dimma'
verður alltaf alaskavíðir, og
aldrei sett líka á t.d. einhvern
asparklóninn. Er það von mín að
það takist að halda þessu kerfi,
og um nóg af sérstökum íslensk-
um nöfnum að velja. Langur listi
af nöfnum sem hæfa trjáplönt-
um varð til við val á nöfnum á
ofangreinda klóna. Mega menn
snúa sér til mfn, ef þá vantar
hugmyndir að nafni, eða vilja at-
huga hvort eitthvert nafn sé í
notkun.
Af ýmsum ástæðum hefur Gróð-
urbótafélagið tekið þá ákvörðun,
eftir að hafa valið sérstakt klóns-
heiti á hvern ofangreindra klóna,
að gefa ekki upp tilraunanúmer
klónanna næstu árin. Aðalástæð-
an er að sjálfsögðu, að örfáir ein-
staklingar hafa þegar hafið fram-
leiðslu og sölu á sumum víði-
klónanna, án þess að kafa nokkurn
tímann fengið leyfi til þess. Þeir víði-
klónar sem umræddir einstak-
lingar framleiða eru ekki endi-
lega af sömu klónum og hafa
verið valdir, en sumir þó. Reynt
hefur verið með ýmsra hjálp að
stöðva uppátæki viðkomandi, en
gengur erfiðlega, þar eð græðgin
ræður ferðinni hjá þeim. Eykur
þetta mjög hættuna á ruglingi í
þessum viðamikla efniviði, en
það var og er einmitt þess vegna,
sem allir voru beðnir að sýna
þolinmæði fyrstu 10-20 árin á
meðan verið er að finna út hvað
af plöntunum henti mjög vel við
íslenskar aðstæður. Auðvitað er
fullt af plöntum í efniviðnum,
sem þrífast þokkalega hér á
landi, en það er ekki nóg að vita
bara það!
Auk ofangreindra eru fáeinir
einstaklingar sem hafa gerst
fingralangir í krafti gamallar hjá-
trúar, sem segir eitthvað á þá
leið, „að ekkert þrífist hjá við-
komandi nema hann taki það
ófrjálsri hendi". Er þetta ákaf-
lega hvimleið árátta, og í raun
mjög barnaleg, að ekki sé meira
sagt.
Þrátt fyrir ofangreint, er ég
mjög ánægður með alla þá virð-
ingu sem langflestir hafa sýnt
efniviðnum og vinnunni sem
honum fylgir.
Hvar henta víðiklónarnir í
ræktun?
Eftirfarandi upplýsingar um þrif
klónanna koma úr hinum ýmsu
tilraunareitum. Ef nákvæmlega
sama klónsnúmer var ekki til í
sumum tilraunareitanna, var
kvæmið sem heild skoðað, þar
eð oftast reyndist þá einhver
önnur planta af sama kvæmi vera
til staðar í reitnum. Þetta var gert
ef fleiri klónsnúmer voru til af
sömu tegund innan kvæmisins.
Út frá þessu er spáð í hentug
ræktunarsvæði, en mörgum
spurningum er enn ósvarað.
Margt spilar þar inn í, og reynsla
næstu ára á örugglega eftir að
leiða margt f ljós.
Ákveðnar tilhneigingar sjást
mjög greinilega í þrifum klón-
anna og verður þeirra getið hér
um leið og hverjum klóni er lýst.
Engar myndir verða þó birtar af
klónunum, fyrr en framleiðendur
eru tilbúnir með nóg af plöntum
til sölu.
f eftirfarandi lýsingum eru nær
allar hæðar- og stærðarmælingar
frá þvf 1995. Margar plantnanna
hafa stækkað mikið sfðan. Lit ár-
sprota (vetrarsprota) er lýst eins
og hann er að haustlagi, skömmu
eftir lauffall. Tímasetning vaxtar-
stöðvunar hjá ársprotum (sumar-
sprotum) var skráð á Reykjum.
Taka þarf tillit til þess að tíma-
setningu vaxtarstöðvunar tókst
aðeins að komast yfir að skrá eitt
árið. Hún er því byggð á mjög
veikum grunni. Upplýsingar um
söfnunarstað og breiddargráður
er fengnar úr dagbók Óla Vals
Hanssonar. Lengdarvöxt ársprota
mældi Pétur N. Ólason í Gróðrar-
stöðinni Mörksumarið 1997,
seinna vaxtarár plantnanna í
beðræktun.
Vaxtarstöðvun seinkar hjá öll-
um víðiklónunum, því norðar á
landinu, sem þeir eru ræktaðir.
Kemur þetta til af því að lang-
flestir víðiklónarnir eru sóttir til
staða í Alaska, sem eru 4-6
breiddargráðum sunnar en fs-
land. Þeir fá því ekki rétta dag-
lengd til að stöðva vöxt sinn eft-
ir, fyrr en 2-3 vikum seinna á ís-
landi en f heimkynnum sínum.
Þetta virðist ekki há plöntunum
mjög, þar eð loftslagið hjá okkur
er það hafrænt og mild haust því
tíð.
Lýsingarnar hér að neðan
markast mjög af því, að plönt-
urnar fengu áburð fyrsta og ann-
að sumarið, en síðan ekki sög-
una meir. Ætla má að plönturnar
sýni þá hvernig þær líta út við
lágmarksumhirðu eins og gerist
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999
35