Skógræktarritið - 15.05.1999, Qupperneq 38
t.d. við landgræðslu eða þar sem
þeim er ætlað að vaxa eins og
innlendur gróður. Við beðræktun
og seinna meir ræktun í görðum,
limgerðum eða skjólbeltum með
meiri umhirðu verða plönturnar
örugglega töluvert gróskumeiri,
og þá gæti eitthvað af eftirfar-
andi lýsingum átt eftir að breyt-
ast.
Alaskavíðir:
VESTRI - er góður fyrir norðan
og vestan og lengst inn í dölum,
bæði út af stöðugri vetrarveðr-
áttu og vegna daglengdaráhrifa á
vöxtinn. Náð var í Vestra í Kotze-
bue, sem er rétt sunnan við 67°N
í norðvesturhluta Alaska. Upp-
runinn setur sitt mark á vaxtar-
getu hans og vetrarhegðun. Hann
ertil á Reykjum, Læk, Kópaskeri,
Selparti og Hvanneyri.
Lýsing: Breiður, hárog miðl-
ungsgrófur runni (um 1,2 m á
hæð á Reykjum '95, þrátt fyrir að
geta hafið vöxt þar um hávetur,
eins og t.d. í desember 1987).
Vetrarsprotar eru loðnir og börk-
ur grænbrúnn. Blöð eru svipuð
blöðum 'Gústu’. Sumarsprotar
Ijúka vexti fyrir lok júlí. Ástæðan
fyrir því að Vestri var valinn er, að
hann er mjög góður að Læk í
Dýrafirði, kelur ekkert og miklu
stærri og gróskumeiri þar, heldur
en fyrir sunnan. Einnig á Kópa-
skeri er kal í honum minna en á
flestum hinna víðirunnanna.
Nafnið Vestri gæti breyst í kven-
kynsmyndina Vestra, þar eð eng-
in blóm hafa sést á runnanum á
athugunartímabilinu, svo að
hægt væri að kyngreina hann.
Helsti galli Vestra er, að hann
er ekki auðveldur í framleiðslu,
nema þá helst fyrir norðan, vegna
viðkvæmni fyrir óstöðugri vetrar-
veðráttu sunnanlands, sem ýtir
undir kal. Sprotar vaxa um 40 cm
á ári.
BERA - er góð um allt land
(Reykir, Akureyri, Lækur, Kópa-
sker, Haukadalur) nema á um-
hleypingasömustu stöðum. Náð
var í Beru í Unalakleet í vestur-
hluta Alaska, ca. 63°54’N, úr til-
tölulega köldu og stöðugu vetrar-
loftslagi.
Lýsing: Bústinn, miðlungsgróf-
ur og kvenkynsblómstrandi runni
(um 2,8 m á hæð á Reykjum '95).
Vetrarsprotar loðnir og barkarlit-
ur dökkgulbrúnn. Sumarlitur ár-
sprota er grænbrúnn og Ijúka þeir
vexti snemma í ágúst.
Framleiðsla á Beru gengur vel
hjá sumum, öðrum sæmilega og
kelur hana lítið til ekkert, lítið á
Reykjum og nær ekkert á Akur-
eyri. Sprotar vaxa um 60-100 cm
á ári.
SUNNA - er góð um allt land
(Reykir, Akureyri, Selpartur)
nema á umhleypingasömustu
stöðum. Náð var f Sunnu í Bethel
sunnarlega í vesturhluta Alaska,
ca. 60°47’N.
Lýsing: Grannvaxinn, hárog
kvenkynsblómstrandi runni (um
2,8 m á hæð á Reykjum '95), ffn-
gerðari en 'Gústa'. Vetrarsprotar
eru hvítloðnir og börkur áberandi
Ijósgulbrúnn til ljósgulur á vet-
urna. Blöðin eru svipuð blöðum
'Gústu' en áberandi Ijósgræn. Ár-
S. alaxensis, Blaðfegurð.
Alaskavíðir.
sprotar í vexti eru áberandi ljósir
og Ijúka vexti í lok ágúst. Sér-
kenni Sunnu er hinn ljósi litur
jafnt sumar sem vetur og sker
hún sig auðveldlega úr í reitun-
um.
Framleiðsla á Sunnu gengur
vel til sæmilega, og kelur hana
lítið og nær ekkert inn til lands-
ins. Sprotar vaxa um 40-60 cm á
ári.
BLÆJA - er góð f öllum tilrauna-
reitum (Reykir, Hvanneyri,
Haukadal, Selpartur og Prests-
bakki) nema allra syðst og á
annesjum, þar sem hún þolir illa
umhleypinga. Náð var í Blæju við
Kenaivatn á miðjum Kenaiskaga í
suðurhluta Alaska, ca. 60°30'N.
Lýsing: Grannvaxinn, hárog
kvenkynsblómstrandi runni í fín-
gerðari kantinum (um 2,7 m á
hæð á Reykjum '95). Vetrarsprot-
ar eru loðnir og börkur gulrauð-
brúnn. Sumarlitur ársprota er
mjög ljós og ljúka þeir vexti í
byrjun september.
Framleiðsla á Blæju gengur vel,
og kelur hana lítið eða ekkert.
Sprotar vaxa um 60-100 cm á ári.
36
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999