Skógræktarritið - 15.05.1999, Blaðsíða 41
STJARNA - er góð í öllum til-
raunareitum sunnan heiða (Reyk-
ir, Hvanneyri, Selpartur, Hauka-
dalur og Prestsbakki). Hún þarf
langt vaxtartímabil og mild
haust, og hentar því eingöngu
sunnanlands. Náð var f Stjörnu
við ána Chilkat nálægt Haines í
Suðaustur-Alaska, ca. 59°30'N.
Lýsing: Bústinn, þéttgreinóttur,
mjög ffngerður og kvenkyns-
blómstrandi runni (um 1,4 m á
hæð á Reykjum, og 2 m á hæð í
Haukadal '95). Vetrarsprotar eru
hárlausir og börkur rauðbrúnn til
fjólublábrúnn og vaxborinn, en
greinar eru grænbrúnar. Sumar-
sprotar eru rauðir og grænleitir,
og ljúka vexti í þriðju viku sept-
ember. Blöð eru dökkgræn, bylgj-
uð, fínleg, miðlungsstór og
blaðstilkar rauðir.
Stjarna ervalin vegna fegurðar,
fínleika og litauðgi, og mun hún
liklega verða vinsæl í fíngerð lim-
gerði, sem eru klippt mikið á
hverju ári.
Framleiðsla á Stjörnu gengur
vel til sæmilega og kal er miðl-
ungs (svipað og gljávfðir). Sprot-
ar vaxa um 80-100 cm á ári.
Jörfavíðir:
ASKJA - er góð í öllum tilrauna-
reitum sunnan heiða (Reykir,
Selpartur, Haukadalur, Hvann-
eyri). í öðrum tilraunareitum er
sama kvæmi í góðum þrifum.
Askja er einnig sterk nálægt sjó
sunnanlands. Náð var f Öskju við
þorpið í Yakutat í Suður-Alaska,
ca. 59°3l'N.
Lýsing: Breiðvaxinn, stór, mjög
hraustlegur, miðlungsgrófur,
þéttgreinóttur og kvenkyns-
blómstrandi runni (um 2,3 m hár
og 3 m breiður á Reykjum og í
Haukadal '95). Vetrarsprotar eru
þaktir af ljósgulgráum hárum og
börkur brúngrænn. Sumarsprotar
ljúka vexti í annarri viku septem-
ber. Blöð eru stutt, mjög breið-
sporbaugótt til egglaga og
hraustleg.
Framleiðsla á Öskju gengur vel
og kelur hana ekkert.
KATLA - er góð í öllum tilrauna-
reitum sunnan heiða (Reykir, Sel-
partur, Haukadalur, Hvanneyri,
Prestsbakki). Aðrir klónar af sama
kvæmi í tilraunareitum fyrir norð-
an og vestan eru einnig mjög
góðir. Katla mun því líklega víða
reynast vel. Hún er einnig mjög
sterk nálægt sjó syðra.
Náð var í Kötlu við þorpið í
Yakutat í Suður-Alaska, ca.
59°31'N.
Lýsing: Hávaxinn, gisgreinótt-
ur, mjög hraustlegur, grófur,
kvenkynsblómstrandi runni (um
3,5 m hár á Reykjum, í Haukadal
og á Prestsbakka '95). Vetrar-
sprotar eru þaktir ljósgulgráum
hárum og börkur gulgrænbrúnn.
Sumarsprotar Ijúka vexti í annarri
viku september. Blöð eru kröftug,
óvenjustór og breið, gishærð og
gljáandi.
Framleiðsla á Kötlu gengur vel
og kelur hana ekkert. Sprotar
vaxa um 60-100 cm á ári.
FOLDl - er góður í öllum tilrauna-
reitum sunnan heiða (Reykir, Sel-
partur, Haukadalur, Hvanneyri).
Aðrir klónar af sama kvæmi í til-
raunareitum fyrir norðan og vest-
an eru einnig mjög góðir. Foldi
mun því líklega víða reynast vel.
Hann er einnig mjög sterkur ná-
lægt sjó syðra. Náð var í Folda við
þorpið í Yakutat í Suður-Alaska,
ca. 59°3l'N.
Lýsing: Stór, breiðvaxinn, gróf-
ur og karlkynsblómstrandi runni
(um 2,5 m hár á Reykjum og í
Haukadal '95). Vetrarsprotar eru
þaktir ljósgulgráum hárum og
börkur brúngrænn. Sumarsprot-
ar ljúka vexti í annarri viku sept-
ember. Blöð eru gljáandi, en
ennþá hærð á efra borði fyrir
lauffall.
Framleiðsla á Folda gengur vel
og kelur hann ekkert. Sprotar
vaxa um 60-100 cm á ári.
GÁSKI - er góður f öllum tilrauna-
reitum sunnan heiða (Reykir, Sel-
partur, Haukadalur, Hvanneyri,
Prestsbakki). í öðrum tilraunareit-
um er sama kvæmi f góðum þrif-
um. Hann spjarar sig einnig vel
nálægt sjó. Náð var f Gáska við
vatnið Eyak rétt austan við bæinn
Cordova f Suður-Alaska, ca.
60°32’N.
Lýsing: Bústinn, þéttgreinótt-
ur, miðlungsgrófur, karlkyns-
blómstrandi runni (um 2,3 m hár
á Reykjum, í Haukadal og á
Prestsbakka '95). Efri helmingur
vetrarsprota er hærður og börkur
brúngrænn. Sumarsprotar Ijúka
vexti í annarri viku september.
Blöð eru gljáandi og tiltölulega
smá og breið.
Framleiðsla á Gáska gengur vel
og kelur hann ekkert. Sprotar
vaxa um 60-100 cm á ári.
YRJA - er þokkaleg í öllum til-
raunareitum sunnan heiða (Reyk-
ir, Selpartur, Haukadalur, Prests-
bakki). Hún þarf eitthvert skjól frá
byrjun. í öðrum tilraunareitum
sýna kvæmi frá sama svæði góð
þrif. Náð var í Yrju við vatnið
Eyak, rétt austan við bæinn Cor-
dova í Suður-Alaska, ca. 60°32'N.
Lýsing: Breiðvaxinn, lágur, fín-
gerður, kvenkynsblómstrandi
runni (um 1,5 m hár á Reykjum, í
Haukadal og á Prestsbakka '95).
Greinar vaxa beint upp f fyrstu,
en neðri helmingurinn svignar
síðan og þekur jörðina kringum
runnann. Vetrarsprotar eru þunn-
hærðir og börkur rauðbrúnn til
rauðgulbrúnn. Sumarsprotar
Ijúka vexti í annarri viku septem-
ber. Blöð eru rauðmenguð í
fyrstu, en síðan olífugræn og
gljáandi, frekar smá og þéttstæð.
Framleiðsla á Yrju gengur vel
til sæmilega og kelur hana lítið
eða ekkert. Helsti galli er hvað
hún leggst fljótt meðan verið er
að ala hana upp. Sprotar vaxa um
60-100 cm á ári. Yrja er hugsuð
fyrst og fremst sem skrautrunni í
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999
39