Skógræktarritið - 15.05.1999, Síða 42
garða vegna litaspils blaða og
þekjandi eiginleika. Bæta mætti
henni t.d. inn í þekjuplantanir
með loðvíði og myrtuvíði.
Sitkavíðir:
ÞRASI - er góður f tilraunareitun-
um sunnan heiða (Reykir, Sel-
partur, Haukadalur, Hvanneyri og
Prestsbakki). í öðrum tilrauna-
reitum er sama kvæmi í góðum
þrifum, en Þrasi stendursig betur
þvf fjær sjó sem dregur. Eitthvert
skjól er nauðsynlegt til að byrja
með á erfiðum stöðum. Náð var í
Þrasa við ósa Alaganik á Cor-
dovasvæðinu í Suður-Alaska, ca.
60°30’N.
Lýsing: Grannvaxinn, þéttgrein-
óttur, hraustlegur, fíngerður, karl-
kynsblómstrandi runni (um 2,7 m
hár á Reykjum og 2 m í Haukadal
'95). Efri helmingur vetrarsprota
er hærður og börkur dökkrauð-
brúnn. Brum eru dökkrauð.
Sumarsprotar Ijúka vexti í annarri
viku september. Blöð eru frekar
smá og fyrir utan dæmigerðan
silkigljáa á neðra borði, eru þau
einnig gljáandi á efra borði.
Framleiðsla á Þrasa gengur vel
og kelur hann lítið eða ekkert.
ÆSA - er góð í tilraunareitunum
sunnan heiða (Reykir, Selpartur,
Haukadalur, Hvanneyri, Prests-
bakki). í öðrum tilraunareitum er
sama kvæmi í góðum þrifum, en
Æsa stendur sig betur því fjær
sem dregur sjó. Eitthvert skjól er
nauðsynlegt til að byrja með á
erfiðum stöðum.
Náð var í Æsu á sléttum Mc-
Kinley á Cordovasvæðinu í Suð-
ur-Alaska, ca. 60°30’N.
Lýsing: Grannvaxinn, þéttgrein-
óttur, hraustlegur, fíngerðurog
kvenkynsblómstrandi runni (um
3,2 m hár á Reykjum og í Hauka-
dal '95). Efri helmingur vetrar-
sprota er hærður og börkur græn-
brúnn. Brum eru rauðleit. Sumar-
sprotar ljúka vexti um miðjan
september. Blöð eru óvenjubreið
miðað við lengd.
Framleiðsla á Æsu gengur vel
og kelur hana ekkert. Sprotar
vaxa um 60-100 cm á ári.
ÞRUMA - er góð í tilraunareitun-
um sunnan heiða (Reykir, Sel-
partur, Hvanneyri, Prestsbakki). í
öðrum tilraunareitum er sama
kvæmi í góðum þrifum, en Þruma
stendur sig betur þvf fjær sjó sem
dregur. Náð var í Þrumu í Borrow
Pit við jökulfljótið Copper í Suð-
ur-Alaska, ca. 60°30’N.
Lýsing: Grannvaxinn, stór, þétt-
greinóttur, mjög hraustlegur, fín-
S. sitchensis.
Sitkavíðir.
gerður og kvenkynsblómstrandi
runni (um 3,5 m hár á Reykjum
og 4 m hár á Prestsbakka). Þruma
er áberandi langstærst og kröft-
ugust af sitkavíðiklónunum. Efri
2/3 hluti vetrarsprota er hærður
og börkur brúnrauður. Brum eru
dálítið rauðleit. Sumarsprotar
ljúka vexti um miðjan.september.
Blöð eru frekar smá, gráleit og
með glampandi neðra borði.
Framleiðsla á Þrumu gengur
vel og kelur hana ekkert. Sprotar
vaxa um 60-100 cm á ári.
Loðvíðir:
HNÁTA - er góð í tilraunareitun-
um sunnan heiða (Reykir, Sel-
partur, Haukadalur, Hvanneyri). í
öðrum tilraunareitum er sama
kvæmi í góðum þrifum, og stend-
ur sig betur þvf fjær sjó sem
dregur. Eitthvert skjól er nauð-
synlegt til að byrja með á erfið-
um stöðum. Náð var í Hnátu við
vatnið Harlequin í Yakutat í Suð-
ur-Alaska, ca. 59°30’N.
Lýsing: Grannvaxinn, fíngerður
og kvenkynsblómstrandi runni
(um 2,4 m hár á Reykjum og í
Haukadal '95). Vetrarsprotar eru
ljósgráhærðir og börkur rauð-
brúnn. Sumarsprotar Ijúka vexti
um miðjan september. Blöð eru
þunnhærð og frekar smá.
Framleiðsla á Hnátu gengur vel
og kelur hana lítið eða ekkert.
UGGI - er góður í tilraunareitun-
um sunnan heiða (Reykir, Sel-
partur, Haukadalur). í öðrum til-
raunareitum er sama kvæmi í
góðum þrifum. Uggi er valinn í
Selpartsreitnum, sem ereinn af
umhleypingasömustu og erfið-
ustu tilraunareitunum, en hann
stendur sig ennþá betur er fjær
dregur sjó. Eitthvert skjól er
nauðsynlegt til að byrja með á
erfiðum stöðum. Náð var í Ugga
40
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999