Skógræktarritið - 15.05.1999, Síða 46
fullþroskast ekki öll á sama tíma.
Sumir hafa lent í því að engin ber
fundust á hélurifsinu þeirra. Oft-
ast hefur komið í Ijós, að viðkom-
andi hafi ætlað að tína berin á
hefðbundnum berjatínslutíma
rifsins, sem er í september. Þá
eru að sjálfsögðu öll ber dottin
af, étin af fuglum, eða þornuð á
hélurifsinu.
Hélurifs 'Rökkva' er einn af
þessum runnum sem laufgast
mjög snemma. Það hefur hins
vegar ekki komið að sök hingað til.
Ég hef skráð laufgun í febrúar eitt
árið og frost í nokkur skipti eftir
það, án þess að skemmdir yrðu
tiltakanlegar, í mesta lagi blað-
randasviðnun í verstu tilvikum.
Hélurifs hentar aðallega sem
undirgróður undir stórum lauf-
trjám, inn á milli annarra runna,
í forkant stórra beða og til þakn-
ingar stórra flata eitt og sér.
Einnig hentar það í móum og
hrauni, og annars staðar þar sem
gras er ekki ríkjandi í sumarbú-
staðalöndum.
í Lystigarði Akureyrar hefur
lengi verið til annað hélurifs, sem
er framleitt í mörgum gróðrar-
stöðvum. Hvort þeirra, Rökkva
eða klónninn úr Lystigarðinum,
er betra hefur ekkert verið athug-
að, en þau eru mjög lík og er best
að framleiða bara annan hvorn
klóninn.
Þarf að aðgreina hélurifsið í
Lystigarðinum með öðru klóns-
heiti og legg ég til, að það verði
kallað 'Lukka' til aðgreiningar frá
‘Rökkvu’.
ígulrós 'Lísa’ - Rosíj x rugosa ‘Lísa’
Lísa var valin úr hópi fræplantna,
en fræið var tekið af einni ígulrós
f Delaneygarðinum í Anchorage í
Suður-Alaska, ca. 61°10’N. Teg-
undin Rost? rugosa - ígulrós er með
einföld blóm (oftast 5 krónublöð),
en Lísa er hins vegar með hálffyllt
blóm. Aðrar fræplöntur úr sama
Hélurifs 'Rökkva’ - Ribes laxiflorum
'Rökkva'.
fræpakka mynda eingöngu ein-
föld blóm. Því má ætla að önnur
rósategund sé með í spilinu, en
erfitt er að komast að því. Ég vel
því að kenna Lfsu við blending af
ígulrós og nota því ritháttinn Rosa
x rugosa, þar sem x-ið vísar til
blendingsupprunans.
Aðalsmerki Lísu eru náttúru-
lega hin hálffylltu, sterkt ilmandi
ljósrauðfjólubláu blóm (sumir
segja bleik). Blómin eru aðeins
Ijósari en á hinu þekkta ígulrósa-
yrki 'Hansa’. Blómgunartími Lísu
er frá og með júlí og fram á
haust.
Runninn er lágvaxinn og breið-
ist út með rótarskotum. Verður að
velja Lísu vaxtarstað í samræmi
við síðastnefndan eiginleika
hennar. Greinar eru alsettar þyrn-
um. Lfsu kelur að jafnaði lftið.
44
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999