Skógræktarritið - 15.05.1999, Qupperneq 51
Funi er valinn úr hópi fræ-
plantna, sem allar eru mjög harð-
gerðar. Það þurfti að athuga rót-
unarhæfileikann og hversu vel
plönturnar vaxa síðan upp í pott-
um, til að finna framleiðslu-
vænsta klóninn. Funi skar sig úr
smám saman með betri rótun og
meiri vexti.
Bersarunni getur orðið allt að 3
metra hár í heimkynnum sínum,
inni í skuggsælum skógum, en á
bersvæði er hann helmingi lægri
og þéttvaxnari. Funi vex hratt
upp, kelur að jafnaði ekkert eða
mjög lítið. Blöð eru gagnstæð og
handstrengjótt með þrjá grunna
flipa eða sepa.
Haustlitir eru oft mjög skærir f
gulu og rauðu. Vorlitur blaðanna
er einnig áberandi í bronslitum
tón eða jafnvel rauðum, en verða
síðan olífugræn til græn.
Blóm eru Ijósbleik til hvít í litl-
um sveipum. Funi byrjar snemma
að blómstra og blómstrar ríku-
lega. Blómgunartfmi er í júní og
fram í júlf. Mikið af berjum
þroskast á Funa, og eru þau
glansandi skærrauð, en súr. Þau
eru því sem næst óæt, nema þau
séu sultuð rétt áður en þau ná
fullum þroska.
Funi hentar í runnaþyrpingar,
raðir og jafnvel stakstæður,
einnig í lítið grasgefin sumarbú-
staðalönd. Hann er skuggþolinn,
en mesta og sterkasta liti fær
hann á sólríkum stað.
Skrautrunnar sem verða
kynntir árið 1999 og seinna
Von er á a.m.k. þremur skraut-
runnum í viðbót á næstu árum,
en það eru tegundirnar:
Shepherdia canadensis - Kálfaber.
Lágvaxinn, breiður, harðgerður
runni með gráum blöðum.
Satix fuscescens - íslenskt nafn
vantar. Flatvaxinn og dvergvaxinn
víðir með smáum blöðum.
Salix ovalifolia - íslenskt nafn vant-
ar. Flatvaxinn víðir með áberandi
fallegum gljáandi blöðum.
Umfjöllun um þá verður birt
um leið og þeir eru tilbúnir til
sleppingar til framleiðenda.
Um annað sem er á Reykjum
Það er ef til vill að bera í bakka-
fullan lækinn að fjalla dálítið um
annað úr Alaskasafninu 1985 eftir
þessa langloku um víði og skraut-
runna. Ég vil þó upplýsa það
helsta um afdrif aspa, barrtrjáa
og elris sem eru einnig á Reykj-
um, en úrval hefur ekki verið
framkvæmt f þeim af ýmsum
ástæðum.
Aspir
Um 700 klónar af öspum voru
gróðursettir á Réykjum sumarið
1987.
Þar bera alaskaaspir, Populus
trichocarpa af, á meðan balsam-
aspir, Populus balsamifera, sem eru
flestar ættaðar úr miklu stöðugra
og kaldara vetrarloftslagi en er
hér, spjara sig verr og sumar
drápust reyndar strax, ef þeim
hafði ekki verið forðað burt vest-
ur á Læk, þar sem nokkrar náðu
sér á strik með árunum.
Allar aspir frá Yukon eru
ómögulegará Reykjum, einnig
þær frá nyrstu og vestustu héruð-
um Alaska. En um leið og komið
er til Kenaiskaga og Cordova-
svæðisins kveður við annan tón.
Af því sem eftir stendur á Reykj-
um og nær einhverri reisn, ef svo
má að orði komast, eru alaska-
aspakvæmi frá eftirtöldum söfn-
unarstöðum:
Summitlækur 11, við Lawingbæ á
Kenaiskaga.
Granitelækur, ca. 220 m y.s. á
Kenaiskaga.
Bonanzalækur á Kenaiskaga.
Fallslækur við veginn upp á
Solarfjall á Kenaiskaga.
Ninilchik, rétt við sjóinn, Kenai-
skaga.
Snughöfn, 300 m y.s. á Kenai-
skaga.
Tustumenavatn á vesturhluta
Kenaiskaga.
Við jökulsporð Sheridan, 60 m y.s.
austan við Cordova.
Við veginn upp að Sheridanjökli,
austan við Cordova.
Mc Kinley-sléttur austan við
Cordova.
Borrow Pit við jökulána Copper,
austan við Cordova.
Ofangreindar niðurstöður eru
dregnar saman eftir fyrstu 8 mæl-
ingaárin.
Bera verður þessar niðurstöður
saman við reynsluna í öðrum
landshlutum, og er það verk
starfsliðs Mógilsár.
Níu kvæmi af nöturösp, Populus
tremuloides, voru einnig gróðursett
á Reykjum árið 1987.
Þær fóru strax illa, enda vanari
stöðugum vetrarkulda en um-
hleypingum. Þeim norðlægustu
og vestlægustu og þeim kvæm-
um úr innlandi Suður-Alaska var
forðað fljótlega vestur að Læk. Af
þeim er eitt kvæmi álitlegast, tek-
ið við ána Eagle, 350 m y.s. aust-
an við Anchorage, en önnur hjara
eða smávaxa.
Á Reykjum voru nöturaspa-
kvæmi frá Kenaiskaga endur-
gróðursett á skjólgóðan stað, eftir
hjúkrun inni f gróðurhúsi í eitt ár.
Þar hafa þær tæplega gert mikið
af sér nema halda hæð eða
stækka hægt og rólega. Nötur-
öspin getur eins og íslenska
blæöspin verið mjög lengi að
koma sér fyrir og hefja kröftugan
vöxt. Því er ekki öll von úti og best
að sýna henni meiri þolinmæði.
Barrtré
Á Reykjum eru eingöngu sýnis-
horn af flestum barrtrjákvæmun-
um úr söfnunarferðinni. Starfs-
fólk Mógilsár sér um prófanir
barrtrjákvæmana vítt og breitt
um landið. En mér finnst rétt að
láta fylgja með þær upplýsingar
sem hægt er að draga af ein-
hverju viti úr þrifum plantnanna
á Reykjum.
SKÓGRÆKTARRITiÐ 1999
49