Skógræktarritið - 15.05.1999, Page 57

Skógræktarritið - 15.05.1999, Page 57
HREINN ÓSKARSSON OG S0REN 0DUM Skógrækt á Grænlandi - trjásafnið í Narsarsuaq - Inngangur í hugum flestra íslendinga er Grænland kalt land og lítt fallið til ræktunar, allra síst skógræktar, og svipar þetta mjög til viðhorfa útlendinga til skógræktar á ís- landi. Gleymist íslendingum oft að Hvarf á Grænlandi er 450 km sunnar á hnettinum en Dyrhóla- ey, og er reyndar á svipaðri norð- lægri breidd og Osló, Stokkhólm- ur og Helsinki. Grænland og ísland eiga sér eitt sameiginlegt hvað skóginn áhrærir. í báðum löndum er ilmbjörk (Betuíci pubescens) eina trjátegundin sem myndar samfellt skóg- eða kjarr- lendi. f Eystribyggð á Grænlandi vex birki víða upp í 200 m h.y.s. í fjallshlíðum er snúa mót suð- vestri, en annars staðar þar sem veður- eða jarðvegsskilyrði hamla vexti birkis myndar það í mesta lagi lágvaxið kjarr. Á bestu stöð- um nær birkið að mynda 6-8 metra háan skóg, en annars er kjarrið um 3-5 metra hátt. Skóg- viðarbróðir, blanda birkis og fjall- drapa, er algengur á Grænlandi líkt og á íslandi og er vaxtarform yfirleitt kræklótt. Aðrar náttúrleg- ar trjá- eða runnategundir á Grænlandi eru kirtilbjörk (Betula glandulosa; sem er amerískur frændi fjalldrapans), grávíðir (Sulix glauca) og grænlenskur reyniviður (Sorbus groenlandica). Kjarrölur (Alnus crispa) vex suður með vesturströnd Grænlands, en hefur þó ekki enn náð að breiðast út til syðstu fjarða. Eftir fsöld hafa engar sígrænar trjátegundir utan einir (Iuniperus communis var. nana) borist af sjálfsdáðum til Grænlands. Gróðurfar í innfjörð- um á Suður-Grænlandi gefur þó til kynna að loftslag þar henti ýmsum sígrænum trjátegundum ágætlega. Flestar tegundir í grænlensku flórunni bárust vest- an frá Ameríku eftir ísöld, en birk- ið barst frá Evrópu, með viðkomu á íslandi. Saga skógareyðingar á Græn- landi er skemmri og slitróttari en sú íslenska. Norrænir menn sett- ust að á Grænlandi kringum árið 1000, og þá hefur láglendið verið viði vaxið, einkum inn til dala, líkt og þá á íslandi. Byggð nor- rænna manna lagðist af á fimmt- ándu öld af ókunnum ástæðum. í byrjun 20. aldar hófu Grænlend- ingar að nýju landbúnað að ís- lenskri fyrirmynd og fluttu sauðfé til landsins, fyrst færeyskt en síðan íslenskt. Hefur það síðan verið uppistaða fjárstofnsins. Grænlenskum skógum var eytt með skógarhöggi til kolagerðar og eldiviðar og búfjárbeit hefur víða komið í veg fyrir endurnýjun þeirra. Allt fram á sjötta áratug þessarar aldar sóttu menn frá kauptúnum á annesjum inn í fjarðarbotna til að ná sér í eldi- við, sem m.a. var notaður við lýsisbræðslu. Víða mæðir enn á birkiskógum því að Grænlending- ar hafa hafið sauðfjárbúskap á nýjum svæðum á allra síðustu árum. Skógar eru þó víða inn til fjarða, og á svæðum sem af öðr- um orsökum hafa verið friðuð fyrir búfjárbeit. í ár minnast íslendingar eitt hundrað ára afmælis skógræktar á íslandi. Fæstir þeirra hafa þó hugmynd um að trjárækt og reynsluræktun innfluttra trjáteg- unda hefurverið stunduð jafn- lengi á Grænlandi. f þessari grein verður sagt frá skógræktartilraun- SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999 55
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.