Skógræktarritið - 15.05.1999, Síða 63
10. mynd. Sérlega fallegur fjallaþinur
(Abies lasiocarpa), ættaður frá Silverton í
Colorado (37°N, 3300 m h.y.s.). Tréð
var gróðursett 1983 og er um 1,8 m á
hæð með 27 cm árssprota. Söfnunar-
númer 367/71 á svæði C6 í Narsarsuaq.
Ljósm.: Spren 0dum 21/8 '98.
11. mynd. Lindifura (Pinus cembra sib.)
ættuð frá Turan í Síberíu. Tréð var gróð-
ursett 1976 og er um 2,25 m á hæð með
28 cm árssprota. Svæði A7 í Narsarsuaq.
Ljósm.: Spren 0dum 31/8 '98.
byggðar þola köld og stutt sum-
ur, þ.e. vöxtur hefst ekki fyrr en
komið er fram á sumar en lýkur
fyrir fyrstu haustfrost. Fleiri trjá-
tegundir hafa verið reyndar á
þessum stöðum en verða ekki
taldar upp hér.
Tilraunir með gróðursetningu í
Eystribyggð gefa vænlegri niður-
stöður, sér í lagi inn til fjarða.
Eins og áður hefur verið getið, er
veðurfar mjög breytilegt eftir
landslagi og fjarlægð frá íshafinu.
Trjágróður þrffst best í skjóli fyrir
hnúkaþey inn til dala þar sem
kuldi íshafsins nær síst. Eldri
gróðursetningar Pouls Bjerge f
Ketilsfirði af sitkabastarði (frá
Kenaiskaga í Alaska) og hvítgreni
mynda í dag 3-4 m háan skóg
(5. og 6. mynd). Flest trén
skemmdust á árunum 1982-84
en eru nú yfirleitt f góðum vexti.
Ekki er hægt í þessari grein að
skýra nákvæmlega frá niðurstöð-
um trjáræktartilraunanna. Þess í
stað eru helstu niðurstöður úr
trjáræktartilraunum í Eystribyggð
sýndar í 2. töflu. Niðurstöðurnar
eru allar úr trjásafninu f Narsar-
suaq.
12. mynd. Annar greinarhöfunda,
Saren 0dum, og Ole Byrgesen garð-
yrkjustjóri í trjásafninu í Horsholm
virða fyrir sér eina döglingsviðinn
(Pseudotsuga menziesii) á Græniandi, sem
er að finna í trjásafninu í Narsarsuaq.
Tréð hefur kalið niður ár eftir ár og er í
dag rétt rúmlega tveir metrar á hæð.
Ljósm.: HÓ 1994.
Trjásafnið í Narsarsuaq
(61 °I l'°N br. og 45°25'V 1.)
í Narsarsuaq við innanverðan
Eiríksfjörð (9. mynd) ertrjásafn
sem er einstakt í sinni röð í
heiminum. Það hefur að geyma
mikið safn tegunda og kvæma
trjáa sem safnað hefur verið við
skógarmörk víða um barrskóga-
beltið á norðurhveli jarðar. Er
svæðinu skipt upp eftir uppruna-
svæðum, t.d. í Alpasvæði, Kletta-
fjöll og Skandinavíu. Svæðið er
vel staðsett hvað snertir veður-
far, en það er landrænt og veitir
landslagið skjól fyrir hnúkaþeyn-
um auk þess sem birki- og víði-
kjarr gefur smáplöntum skjól í
bernsku. Flugvöllur er í Narsar-
suaq sem auðveldar mjög flutn-
ing plantna að svæðinu. Banda-
ríski herinn var með herstöð í
Narsarsuaq frá 1941 til 1956 og
sfðan liggja þar vegaslóðar um
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999
61