Skógræktarritið - 15.05.1999, Page 71

Skógræktarritið - 15.05.1999, Page 71
PÁLL LÝÐSSON Skógavernd Árnesinga á 19. öld Elstu heimildir um skóga- vernd f Árnessýslu eru vart meira en tvö hundruð ára. Þá voru birkiskógaleifar til í sex hreppum sýslunnar, þeim sem helst lágu að hálendinu. Fremstir í flokki í þessari skógavernd eru Gnúpverjar, en á manntalsþingi að Stóra-Núpi 18. maí 1797 kvarta hreppstjórar yfir þvf að Gnúp- verjaafréttur hafi „tekið fárlegum skaða af jarðeldum, vikurgosum og svo uppblásinn og hans meiri- partur eyðisandar orðnir, að það litla skógarkrat sem þar eftir finnst vinnst ekki sveitarmönnum sértil hjálpar."' Sumir Gnúpverjar voru þá farn- ir að kaupa sér skóg til kolgjörðar í öðrum sveitum. Greinilegt er af minnisblaði þessu að Gnúpverjar eru að bægja nágrannasveitum frá þvf að yrkja skógana, enda segja hreppstjórar síðan: Við undirskrifaðir lögfestum upp á okkar eigin og allra sveit- armanna vegna áður nefndan afrétt fyrir innan Fossá og leggjum lög og dóm fyrir allra annarra óviðkomandi manna brúkun og yrkingu, að þeim frá- teknum sem þar finnast ítöku eiga að skógi eða fjárgöngum.2 Að lokum var það ósk hreppstjór- anna í Gnúpverjahreppi að þeir óskuðu eftir þinglýsingu lögfestu sinnar á afréttinum, fyrst á Grafar- þingstað í Hrunamannahreppi en einnig á fimm þingstöðum í Flóa. Það efndi Steindór Finnsson sýslumaður við þá þetta sama vor og reit í Veðmálabók Árnessýslu: „Upplesið fyrir 4 manntalsþings- réttum f Flóa og Stokkseyrar manntalsþingum vorið 1797." Þórður Sveinbjörnsson semur skógaskýrslu Lítið meira er að finna um skóga- mál Árnesinga í næsta aldarfjórð- ung. En mikil tíðindi gerast árið 1822 er Þórður Sveinbjörnsson verður sýslumaður Árnesinga. Frami hans var með ólíkindum. Stúdent varð hann úr heimaskóla Þórður Sveinbjörnsson, sýslumaður í H|álmholti. Ljósm.: Þjms. fsl. prests eins 16 ára gamall. Næstu árin við ýmis störf, m.a.hjá föður sínum sem var hrossaprangari á Vesturlandi. Og í sjö ár var hann skrifari Stefáns amtmanns Steph- ensens á Hvítárvöllum. Þórður var rétt þrítugur er amtmaður allt að því þröngvaði honum til sigl- ingar árið 1817 og laganáms við Kaupmannahafnarháskóla. Þar laukhann lagaprófi sumarið 1820 með mjög loflegum vitnisburði. Þann 16. maí 1822 var svo Þórður útnefndur sýslumaður Árnes- sýslu. Þau tvö ár sem liðu frá emb- ættisprófi til útnefningar nýtti Þórður sér vel. Vann hann sem sjálfboðaliði, kauplaust, í stjórn- ardeildum fKaupmannahöfn og drýgði tekjurnar með því að þýða lögbókina Grágás á latínu. Þá sótti hann námskeið við Háskól- ann í hagnýtum fræðum: dýra- fræði, fuglafræði, grasafræði og eðlisfræði. Hann var því harla fjölmenntaður og lífsreyndur maður er hann tók við fyrsta embætti sínu, einhverri bestu sýslu landsins.3 Þann 4. október 1822 reit Moltke stiftamtmaður Þórði sýslu- manni bréf og bað hann að svara nokkrum spurningum um skógana í Árnessýslu. í fyrsta lagi hvað hefði orsakað eyðileggingu þeirra skóga sem á íslandi voru á fyrri tíð. í öðru lagi hvort síðar hefðu verið gerðar tilraunir til skógrækt- SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999 69
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.